Föstudagur, 17. desember 2021
Norðurslóðasetur á Akureyri
"Fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála á Akureyri eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf í áratugi sem lýtur að sjálfbærri þróun á norðurslóðum.
Háskólinn á Akureyri er einn af stofnendum Háskóla norðurslóða og hefur sinnt málaflokknum, m.a. með námsframboði í yfir tvo áratugi, þ.m.t. meistaranámi í heimskautarétti.
Norðurslóðanet Íslands hefur unnið náið með formennskuteymi Íslands í norðurskautsráðinu og leiðir formennskuverkefni um jafnréttismál á norðurslóðum undir vinnuhóp ráðsins um sjálfbæra þróun, jafnframt því að leiða sérfræðihóp um samfélags-, efnahags- og menningarmál.
Enn fremur hefur norðurslóðanetið stuðlað að samstarfi á milli aðila norðurslóðanetsins og annarra sérfræðinga í heimshlutanum.
Heimskautaréttarstofnun á Akureyri stendur fyrir málþingum um allan heim um heimskautarétt og gefur árlega út Polar Law Yearbook.
Vinnuhópar norðurskautsráðsins, þ.e. vinnuhópur um lífríkisvernd (CAFF) og verndun hafsvæða (PAME), eru með starfsstöðvar sínar á Akureyri. Þá hefur alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) verið með skrifstofu á Akureyri síðan 2016." ..
"Sveitarfélagið Akureyri hefur lengi tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum, t.a.m. með þátttöku í Northern Forum og Youth Eco Forum, og nú nýlega gegnt lykilhlutverki í stofnun alþjóðlegs samráðsvettvangs bæjar- og borgarstjóra á norðurslóðum"....
Tvær rannsóknastöðvar hafa verið í uppbyggingu á Norðausturlandi, China-Iceland Arctic Observatory (CIAO) á Kárhóli í Reykjadal og Rif Rannsóknastöð á Raufarhöfn, sem er mjög ákjósanlegur vettvangur til að fylgjast með breytingum á vistkerfi norðurslóða á Íslandi.
Samstarf um Grænlandsflug, heilbrigðisþjónustu við íbúa á austurströnd Grænlands og ýmiss konar atvinnurekstur tengdan Grænlandi hefur einnig litað stöðu Akureyrar. /Staða Akureyrar og norðurslóðasetur í Reykjavík - Vinstri græn Ari Trausti Guðmundsson 24.04. 2021)
Verður starfsemi Norðurslóða á Akureyri lögð niður?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.