Fimmtudagur, 18. nóvember 2021
Verðbólgan og Landsvirkjun
Skammtímaverð Landsvirkjunar á raforku á heildsölumarkaði hefur verið stór hækkað. 8 til 15% (Verð hjá Landsvirkjun hækkar Mbl. 8.11. 21)
Hækkuninni er ætlað að "stuðla að jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir rafmagni" segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar:
. "samspil markaðslögmálanna sem útskýri þessa hækkun".
Eru áform um sölu Landsvirkjunar komin á fullt?
Í rauninni skilja fáir þessa röksemdafærslu forstjórans fyrir hækkun Landsvirkjunar.
Að vísa til einhæfra markaðslögmála fyrir órökstudri stórhækkun almannaþjónustu vísar leiðina til einkvæðingar og sölu fyrirtækisins.
Landsvirkjun er 100% í eigu þjóðarinnar og heyrir beint undir fjármálaráðherra sem skipar henni stjórn.
Landsvirkjun er eitt mikilvægasta þjónustu fyrirtæki landsmanna.
Rafmagnsverð til notenda ræður miklu um samkeppnishæfni búsetu og atvinnurekstrar á Íslandi.
Hækkun á raforkuverði þrýstir upp verðbólgu og skerðir kjör almennings
Tekjur Landsvirkjunar hækka um tugi milljarða
Fyrr á árinu var greint frá: "Hækkun á álverði skilar Landsvirkjun milljörðum króna " (14.09.2021 - 18:26 Efnahagsmál · Innlent · Orkumál)
Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins
Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020.
Eigendur ( les fjármálaráðherra) samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í vor. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár.
Landsvirkjun ætti frekar að lækka verð til almenningsveitna
Nú þegar hvatt er til þess að við öll leggjumst á eitt að halda niðri verðbólgu, styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífs og tryggja kjör almennings.
Þá hlýtur maður að spyrja hvers vegna er Landsvirkjun leyft að stór hækka grunn verð raforku sem fyrst og fremst tekur til almenningsveitna og það með samþykki ráðherra.
Góð staða Landsvirkjunar og ákall samfélagsins er að lækka verð á raforku til almenningsveitna og standa með fólkinu í landinu.
Verð hjá Landsvirkjun hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.