Sláum skjaldborg um sóttvarnir

Nú þarf að standa við bakið á sóttvarnarlækni og tillögum hans.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur farið mjög hörðum orðum um sóttvarnaraðgerðirnar hér á landi. Heilbrigðisþjónustan og megin þorri almennings er á annarri skoðun og vill verja sig og sína.

Í hvers umboði tala "Samtök atvinnulífsins" í sóttvörnum.

Samtökin hafa sent frá sér  harðorða yfirlýsingu vegna þessa þar sem aðgerðir sóttvarnarlæknis eru fordæmdar. Lýst er andstöðu við tillögur hans um verndun lífs og heilsu landsmanna í erfiðum faraldri.

Nú er rétt að hafa í huga að heitið "Samtök atvinnulífsins" hefur við fyrstu sýn mun víðari skírskotun en raunin er. 

Allt hið opinbera starf eins og leikskólar, grunnskólar, háskólar, öll  heilbrigðisþjónusta, íþróttafélög stór hluti menningar- og listageirans, eldri borgarar, launþegahreyfingarnar  osfrv. eru hluti af innlendu atvinnulífi en eru ekki í þessum samtökum. Samt er látið svo í fréttamiðlum að þarna sé allt "atvinnulíf" landsmanna samankomið.

Svo er þó ekki og er mér nær að halda að hér tali fámennur harður hagsmunahópur  sem  umboðslaus beitir fyrir sig stóru nafni. Er mér til efs að þessi ályktun "Samtaka atvinnulífsins" hafi verið borin undir alla stjórn samtakanna eða félagsmenn  .

Tillögur sóttvarnalæknis 

Minnisblað eða tillögur sóttvarnarlæknis um aðgerðir næstu vikna miða að því að vernda líf og heilsu landsmanna og velferð íslensks samfélags í víðum skilningi á óvissu tímum.

 Vissulega eru skiptar skoðanir um viðbrögð við þessum heimsafaraldri hér á landi.  Aðstæður breytast líka mjög hratt. 

Fyrir um ári síðan vissu fáir um tilvist svokallaðs "Delta" afbrigðis veirunnar. Enginn veit hvort nýtt hættulegt afbrigði geti skyndilega brotist út eða borist til landsins. 

Stöðvum veiruna á landamærum

 Fyrir mikinn þrýsting einstakra innan "Samtaka Atvinnulífsins og "háværra" aðila innan ferðaþjónustunnar voru landamærin svo til galopnuð í sumar fyrir innflæði veirunnar 

Það  er augljóst að mikil mistök voru þá gerð. Enda "flæddi veiran inn í landið" eins og Kári Stefánsson orðaði það.   Enginn hefur beðist afsökunar á því. Ekki einu sinni " Samtök atvinnulífsins"

Hlustum á ráð "þríeykisins" 

Tillögur Sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum og takmörkun innanlands. Þær miða að því að stöðva eftir megni flæði smita ínn í landið og halda smitum í lágmarki innan lands. Og leyfa þar með heilbrigðisþjónustu, skólum, menningarlífi, fjölskyldum, vinnustöðum og öllum almenninga að halda sem eðlilegustum samskiptumm innan sinna hópa. Styrkja þarf heilbrigðiskerfið til að takast á við stóraukna þörf.


mbl.is Breyta þurfi reglum svo skólastarf lamist ekki ítrekað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband