Eftir hverju er beðið

Nú þarf að bregðast hart við og stöðva útbreiðslu  smitsins.

Það er óneitanlega sorglegt að sóttvarnalæknir skuli enn kvarta yfir lélegu landamæraeftirliti.  Fólk sem á að fara í sóttkví er sótt á flugvöllinn af ættingjum, eftirfylgni með sóttkví sé ábótavant.

Samtímis er bent á um 25 % atvinnuleysi á Suðurnesjum, en samt kvartar lögreglustjórinn yfir að ekki sé hægt að manna eftirlitið á landamærum.

Fermingarveislur - starfsmannagleðir-  árshátíðir 

Stjórnvöld fara á taugum?.

Einstaka stjórnvöld beita miklum þrýstingi í eftirgjöf á sóttvörnum innanlands sem á landamærum.

Fermingarveislur, starfsmannagleðir komnar á fullt. Ábyrgðin er stjórnvalda . 

"Á þriðja hundrað í sóttkví vegna órekjanlegra smita"

Menn veifa bólusetningavottorðum, en samt er vitað að slík bólusetning veitir ekki nema um 80% vernd.

Hvað með hin 20% sem bólusetning virkar ekki á.

Bólusetning innanlands gengur afar hægt   

Smit er komið og staðfest í tveim skólum og hundruð komin í sóttkví. 

Margur spyr sig nú eftir hverju er beðið með víðtækar aðgerðir til að stöðva smitið.

"Sóttvarnayfirvöld hugsa málið"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband