Mánudagur, 8. febrúar 2021
Lokum spilakössum
Spilakassar er eins og gangandi heróinsprauta. Þessi fíkn leggur líf fjölda fólks i rúst. Það er velferð saklausra barna sem blæðir. Nú virðist eiga að hleypa þessari eitursprautu á ferð að nýju.
Hvers vegna eru stjórnvöld, Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Háskóli Íslands að nýta sér veikleika og sjúkdóma fólks sér til ávinnings en auka á neyð svo margra?
SÁÁ eiga hrós skilið fyrir að draga sig út úr þessu ógeðfellda samstarfi
Hver er að biðja um að þetta opni aftur? spyr Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Heimilt verður að opna spilasali með spilakössum á morgun þegar ýmsar tilslakanir sóttvarnalaga taka gildi.
Samtökin opnuðu á föstudag vefsíðuna lokum.is en þar er hvatt til þess að sölunum verði lokað fyrir fullt og allt.
Alma bendir á að heilbrigðisyfirvöld fari afar varlega í að opna ýmsa starfsemi aftur og bendir til að mynda á að þrýst hafi verið á opnun kráa og líkamsræktarstöðva. Enginn hafi þrýst á opnun spilasala.
Það hefur enginn komið opinberlega fram og lýst því yfir að það sé nauðsynlegt að opna spilakassa, segir Alma og heldur áfram:
Spilafíklar hafa stigið fram og beðið um að þeir verði ekki opnaðir aftur.
Íslandsspil eru í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar en Alma skilur skki af hverju heilbrigðisyfirvöld settu opnun spilasala á oddinn.
Það er ótrúleg siðblinda ef opnun fjárhættuspila skuli talin forgangssatriði þegar slakað er á kröfum í Cóvíð- faraldrinum. Vonandi sjá stjórnvöld að sér og hindra opnun spilakassanna á ný.
Það er rugl að hafa þetta opið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.