Lokum spilakössum

 Spilakassar er eins og gangandi heróinsprauta.  Þessi fíkn leggur líf  fjölda fólks i rúst. Það er velferð saklausra barna sem blæðir.   Nú virðist eiga að hleypa þessari eitursprautu á ferð að nýju. 

Hvers vegna eru stjórnvöld, Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Háskóli Íslands að nýta sér veikleika og sjúkdóma fólks sér til ávinnings en auka á neyð svo margra?

SÁÁ  eiga hrós skilið fyrir að draga sig út úr þessu ógeðfellda samstarfi

„Hver er að biðja um að þetta opni aft­ur?“ spyr Alma Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn. Heim­ilt verður að opna spila­sali með spila­köss­um á morg­un þegar ýms­ar til­slak­an­ir sótt­varna­laga taka gildi.

Sam­tök­in opnuðu á föstu­dag vefsíðuna lok­um.is en þar er hvatt til þess að söl­un­um verði lokað fyr­ir fullt og allt.

Alma bend­ir á að heil­brigðis­yf­ir­völd fari afar var­lega í að opna ýmsa starf­semi aft­ur og bend­ir til að mynda á að þrýst hafi verið á opn­un kráa og lík­ams­rækt­ar­stöðva. Eng­inn hafi þrýst á opn­un spila­sala.

Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Alma Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn.

„Það hef­ur eng­inn komið op­in­ber­lega fram og lýst því yfir að það sé nauðsyn­legt að opna spila­kassa,“ seg­ir Alma og held­ur áfram:

„Spilafíkl­ar hafa stigið fram og beðið um að þeir verði ekki opnaðir aft­ur.“

Íslands­spil eru í eigu Rauða kross­ins og Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar en Alma skil­ur skki af hverju heil­brigðis­yf­ir­völd settu opn­un spila­sala á odd­inn.

  Það er ótrúleg siðblinda ef opnun  fjárhættuspila skuli talin forgangssatriði þegar slakað er á kröfum í Cóvíð- faraldrinum.  Vonandi sjá stjórnvöld að sér og  hindra opnun spilakassanna  á ný.


mbl.is „Það er rugl að hafa þetta opið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband