Stöðvum veirusmit á landamærum

Ísland er eyríki og getur varið sig gegn nýjum smitum erlendis frá með öflugum vörnum. Það hefur sýnt sig í aðgerðum  síðustu vikna með tvöfaldri skimun á landamærum og sóttkví á milli.   Þó hefur hætta skapast þegar  sóttkví hefur verið valin í stað skimunar. Franska afbrigðið barst einmitt til landsins með smituðum ferðamönnum sem fóru beint út á næturlífið.

 Mistökin á landamærum í sumar verða þjóðinni dýr

 Mistökin í opnun landamæranna síðsumars fyrir veirunni verða samfélaginu dýr. Þau munu auk þess kosta hundruð milljarða króna.  Það þurfti ekki að gerast með þeirri þekkingu sem vísindamenn okkar ráða yfir. Enda var varað við því óðagoti og gáleysi sem það fól í sér.

Hver axlar ábyrgð  

Þeir sömu sem nú þrýsta á og skrifa skýrslur í nafni sértækra hagsmunahópa ættu um leið að fjalla um hver á að axla ábyrgðina á flausturganginum síðsumars, óhóflegum þrýstingi á sóttvarnaryfirvöld sem leiddu til tilviljanakennds eftirlits og opnun landamæra fyrir veirunni, sem samfélagið allt sýpur nú seyðið af.. 

Hlustum á Kára, Víði, Þórólf, Ölmu og óskir almennings

 "Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óskynsamlegt af ríkisstjórninni að fara ekki eftir tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda sýnatöku á landamærunum að skyldu. Ríkisstjórnin hefur hingað til talið mikilvægt að ferðalangar gætu valið 14 daga sóttkví í staðinn.

„Það hafa borist smit út í samfélagið, frá þeim sem sögðust ætla að vera í 14 daga sóttkví, og ég held að það sé mjög óskynsamlegt að fara ekki eftir þessum ráðleggingum Þórólfs.“

Vandamálið hafi komið vegna þessa fyrirkomulags.

„Þegar að til landsins kom á sínum tíma hópur útlendinga frá Rúmeníu sem sögðust ætla að fara í tveggja vikna sóttkví og vildu ekki fara í skimun, og fóru síðan beint út í samfélagið,“ segir Kári.

Gerum ekki sömu mistökin aftur 

Kröfurnar um að slaka á landamæreftirliti með veirunni  er  í raun frekleg móðgun og lítilsvirðing við allt það fólk, alla þá samfélagshópa sem tekist hafa á við að hefta veiruna  og halda samfélaginu gangandi með dugnaði, fórnfýsi og fórnum. 

Þjóðin þráir frið  og að koma innviðum samfélagsins í gang á ný. 

Að snúa veiruna niður

Bóluefni er á næsta leiti sem er gott, en mánuðir munu líða þar til það sem slíkt slær niður veiruna.

Samstaðan er um að kveða veiruna niður hér innanlands og útiloka nýsmit inn í landið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband