Virkja þarf ASÍ, VR og SVÞ í baráttunni gegn Veirunni

 Virkja þarf samtök stéttarfélaga og samtök verslunar og þjónustu í baráttunni gegn útbreiðslu Covid.  Leiðbeina þarf starfsfólki og stjórnendum. Nauðsyn er á samræmdum aðgerðum til að stöðva útbreiðslu veirunnar. 

Það er ekki hægt að ætlast til að lögreglan fari inn í hverja búð eða vinnustað til áréttingar. 

Við hjónin erum í áhættuhóp og förum helst ekkert  þar sem  umferð fólks er.  Við þurftum nauðsynlega í bankann okkar í gær og hringdum.  Okkur var sagt að panta tíma og koma nákvæmlega á mínútunni og þá þyrftum við nánast enga umgengi við annað fólk. Opið væri á tveim stöðum í borginni.  Við mættum á tilsettum tíma og þá var slatti af fólki inn í  litla rýminu í bankanum og aðeins dyraverðirnir með grímu.

Við biðum úti en var síðan vísað inn í gegnum nokkurn hóp af fólki sem beið afgreiðslu og inn til ráðgjafans sem settist bak við borð og án grímu. Við vorum að sjálfsögðu með grímu 

Allt afgreiðslufólk var án grímu. Þegar við gengum út var áfram nokkur hópur fólks í forrými bankans og flest grímulaust sem sagðist ekki vita að hefði þurft að panta tíma. Því var þá svarað að það gilti ekki fyrr en á morgun

Okkur leið hálf illa þegar við komum út.

Víðast er þetta í góðu lagi en.

Mér varð hugsað til virkni hjá forystu Stéttarfélaga og stjórnenda verslunar og þjónustu fyrirtækja. Mér var hugsað til  Heilbrigðiseftirlitsins. Það þarf að virkja alla. 

Það er bæði öryggi starfsmanna og viðskiptavina í húfi að vera vakandi yfir sóttvörnum og fjarlægðarreglum.

T.d. bara í Kringlunni  er þetta sitt á hvað með sóttvarnir og grímur eftir verslunum.

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband