" Starfsfólk takmarki samgang við íbúa höfuðborgarsvæðis"

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur gefið út viðvörun til starfsfólks síns. Rúv greinir frá: Starfsfólk takmarki samgang við íbúa höfuðborgarsvæðis.

Veiran virðist á hraðri útbreiðslu út um land.

Landspítalinn er á rauðu vegna sýkinga og sóttkvía.

Reykjavík er nú skilgreint sem "rautt" svæði hvað varðar  Covid-19.

Víðir Reynisson veltir fyrir sér hvort þau í "þríeykinu" góða  tali nógu og skýrt.

Sóttvarnarlæknir talar um prósenturnar sínar og að sé alveg verið að ná utan um útbreiðsluna.

Sem við vonum öll að sé rétt. 

En stöðugt greinast fleiri smit og nú víðar um land. Veiran er óútreiknanleg. 

Í öðru orðinu er sagt að börn og unglingar smiti síður eða ekki en samt eru um 500 börn í sóttkví í Reykjavík yfir helgina. 

Frést hefur af skólaferðum úr unglingaskólum frá Reykjavík út á land um síðustu helgi. Björn Ingi spurði út í það á upplýsingafundi fyrir helgina. 

Þar ferðast þetta unga fólk saman þétt í rútum og hellast svo inn á litlu sjoppurnar og matsölurnar úti á landi þar sem fólk er varnarlaust fyrir slíku. 

Kallað er eftir skýrara markmiði í sóttvörnum.

Sóttvarnarlæknir segir að við munum þurfa að berjast við veiruna hér með líkum hætti innanlands næstu mánuðina. Smitvörnum á landamærum verði haldið óbreyttum og ekkert gefið eftir, sem er gott.

Er markmiðið að láta veiruna malla hér innanlands til að ná svo kölluðu hjarðónæmi eða á að berja hana niður?. Skilaboðin á upplýsingafundi á mánudag voru misvísandi.

  Heilbrigðisráðherra undirbýr samræmd vottorð, "reisupassa" fyrir þá sem hafa fengið veiruna.

Sumir vilja kannski bara ljúka þessu af og fá "passann".  Óháð því hver fórnarkostnaðurinn verður. („Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“) segir Víðir Reynisson

Aðvörun sjúkrahúsins á Akureyri er rammasta alvara.  Ég held að sé rétt hjá Víði Reynissyni að líklega er ekki talað nógu og skýrt.

Við ætlum að kveða niður veiruna 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband