Starfsfólk leikskóla í skotlínu Covid

Mikil nánd er í öllu starfi á leikskólum bæði meðal starfsfólks og barna.

Á leikskólum gengur varla að allir gangi stöðugt  með andlitsgrímur og gúmmíhanska eða vinni eftir eins eða tveggja metra reglu.

Taka þarf lítil börn í fangið, þurrka tár og leika í miklu návígi og þröngu rými.

Óvíða er jafnmörgum einstaklingum safnað saman á litlum gólffleti eins og á leikskólun

Þótt börn séu talin smita síður en fullorðnir, smitast  þau og smita.

Hópur foreldra þarf að skila börnum og sækja, oft í mikilli nánd við starfsfólk, önnur börn og foreldra

Mér finnst starfsfólk leikskóla mætti fá meiri athygli í umræðunni um smitvarnir og sýkingarhættu í starfi

Starfsfólk á leíkskólum hlýtur að njóta sérstakrar verndar, eftirlits, stuðnings og leiðsagnar í starfi m.a. með reglubundnum sýnatökum ?

Að skima alla unga sem aldna á landmærum 

Nú hefur sýnt sig að börn og unglingar geta smitast og borið smit þótt það sé talið síður en meðal fullorðinna. 

Það hlýtur samt að vera einboðið að öll börn og unglingar séu skimuð á landamærum alveg eins og fullorðnir til þess að auka öryggið og draga úr áhættu.

Tillögur sérfræðingaum aukið öryggi innan lands kalla á stóraukið smiteftirlit á landamærum. 

Tvöföld skimun og sóttkví á öllum sem koma til landsins óháð aldri veitir mesta öryggi.

Eftir hverju er beðið

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband