Miðvikudagur, 15. júlí 2020
Klíkuskapur eða leyndarhyggja ?
Einkaflugvelar streyma til landsins með ríka einstaklinga. Ekki fæst uppgefið á hverskonar undanþágum þeir koma eða hvort þeir fara í hefðbundna skimun og sóttkví. Heimildir til undanþága frá sóttvörnum eru ekki sýnilegar eða skilgreindar í reglugerð.
Enginn ábyrgur?
"Beiðnir um undanþágur frá ferðatakmörkunum stjórnvalda eru yfirfarnar af sérstökum starfshópi sem í sitja fulltrúar utanríkisráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Íslandsstofu" Mbl. 15.07 Beðið hefur verið um upplýsingar um hverjir eru í undanþágunefnd en svör ekki fengist.
Bandaríkjamenn geta komið hingað til lands með leyfi utanríkisráðuneytisins, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Landið er enn skilgreint sem áhættusvæði og er faraldur kórónuveiru á uppleið í ákveðnum ríkjum. Bandaríkjamönnum er almennt ekki leyft að koma til landsins.
Að sögn Stefáns Smára Kristjánssonar, rekstrarstjóra flugafgreiðsluaðilans Ace FBO, hafa nokkrir komið hingað til lands með einkaflugi frá löndum þjóða sem hafa almennt ekki leyfi til þess að koma til Íslands. Þeir hafa fengið sérstaka undanþágu.
Vísir greindi frá því í dag að Terrence Alan Crews, heimsþekktur bandarískur leikari sem er betur þekktur sem Terry Crews, hafi komið hingað til lands á dögunum. Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi komið hingað í einkaflugvélum að undanförnu segist Þórólfur ekki vita það en ef svo er hafi Bandaríkjamennirnir fengið leyfi frá utanríkisráðuneytinu.
Greint hefur verið frá því að bandaríski leikarinn Terry Crews sé hér á landi. Ekki liggur fyrir hvort ferðalagið er tilkomið vegna efnahagslegra mikilvægra starfa hans, en þó er ljóst að hann hefur notið lífsins á ferðamannastöðum landsins.
Umsækjendur, sem telja sig eiga brýnt erindi hingað til lands, þurfa að leggja fram gögn því til staðfestingar, en ekki fást upplýsingar um það hjá Útlendingastofnun hvernig lagt er mat á þau gögn né heldur hvort eftirlit sé haft með því að einstaklingar sem koma hingað til lands séu í raun hér í uppgefnum tilgangi. Ekki er þó veitt sérstök heimild til slíks eftirlits í reglugerð."
Leyndarhyggja óþolandi
"Mbl.is hefur óskað eftir upplýsingum um það hverjir sitja í undanþágustarfshópnum, en ekki fengið svör enn".
Heiðarleiki og skilvirk upplýsingagjöf til almennings er mikilvæg forsenda samstöðu í baráttunni gegn Covid faraldrinum.
Stjórnvöld þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum
Óvíst hvernig mat er lagt á brýn erindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.