Sóttkví og landamæravarsla vegna Kovid

Tekið er undir hamingjuóskir til þríeykisins, Ölmu, Víðis og þórólfs með fálkaorðuna sem var mjög verðskulduð.
Ný óvissuferð er hafin á Íslandi varðandi kórónufaraldurinn.
Mikilvægt er að stjórnvöld tali skýrt um það hvernig þau sjá framhaldið og hvernig verður bætt úr þeim alvarlegu hnökrum sem hafa komið í ljós.

1. Sóttkvíin sem talin var raunveruleg og fylgt væri eftir reynist með allt öðrum hætti. Hópur einstaklinga meira að segja utan Schengensvæðis kemst inni í landið athugasemdalaust og skráir sig bara einhversstaðar í sóttkví. Af tilviljun vegna búðarhnupls kemst upp að þeir eru veikir og ekki í neinni sóttkví. Hvað þá með alla hina sem áttu að vera í svokallaðri sóttkví?

2. Landamæravarslan: Traust á landamæravörslu og sóttkvíaraðgerðum hefur orðið fyrir hnekki sem stjórnvöld verða að skýra og bæta úr.
Fólk sem tekin eru sýni úr við komuna til landsins og eiga að vera í sóttkví dreifa sér um allt land áður en niðurstaða er komin um veiruna.

Það eru lagðir undir hundruð milljarðar í varnir og aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi og þýðir ekki að bera við mannaflsskorti í eftirliti þegar tugir þúsunda manns gengur atvinnulaus á greiðslum frá ríkinu.

3. Fréttaflutningur af veirusýkingum í öðrum löndum eru furðulegar. Gert er mikið úr veirutilfellum í Kína sem eru þó liðlega 1 til 2 hundruð  sem eru alvarleg og þeir virðast taka föstum tökum.

Gert er minna úr  fjölda nýsmita í Danmörku, Noregi og Þýskalandi og fleiri miðevrópuríkjum sem nú er verið að opna á. Bara á einum vinnustað í Þýskalandi eru 700 smit. Alls greindust 1800 nýsmit í Þýskalndi í gær sem er mikil aukning þar.
Þessi fréttaflutningur er ekki heiðarlegur gangvart landsmönnun en það er eins og sé verið að fela það að veikin gengur enn í kringum okkur og umtalsverð nýsmitun í nágrannalönduunum.

4. Skimanir og eftirlit hér innanlands : Flest lönd í kringum okkur beita nú víðtækum skimunum og sýnatökum meðal almennings til að fylgjast með og ná nýsmitum. Hér hafa slíkar skimanir alveg verið lagðar niður. Hvert verður framhald á því hér á landi að fylgjast með stöðunni og grípa nýsmit á byrjunarstigi?

Ljóst er að atburðir síðustu daga hafa hleypt nokkrum óhug í marga sem töldu sig vera að fara um í tiltölulega smitfríu landi.

Stjórnvöld, almannavarnir, landlæknir og sótvarnalæknir þurfa að skýra vel út hvernig verði tekið á þeim alvarlegu veikleikum sem hafa komið upp á landamæraeftirlitinu og eftirfylgni með sóttvörnum í landinum. Við viljum veirulaust Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband