Miðvikudagur, 17. júní 2020
Kínverjar stöðva innflutning á hráum laxi af ótta við kórónusmit
Matvælaframleiðslan er viðkvæm og skilaboðin skýr Þótt ekki sé talið að kórónuveiran berist með hráum matvælum veit það í sjálfu sér enginn. Betra er því að hafa allt á hreinu í þeim efnum.
Ný kóronusmit í Kína hafa verið tengd fiskmarkaði í Peking og athyglin beinst m.a að innfluttum hráum laxi.
"Stórar dagvöruverslanir í Peking höfuðborg Kína, þar á meðal Carrefour og Wumart, hafa stöðvað sölu á laxi í kjölfar þess að uppgötvaðist kórónuveira á skurðbrettum heildsala í borginni og skapaðist ótti um að smit gæti borist með afurðum sem unnar hafa verið á umræddum skurðbrettum, þrátt fyrir að veirufræðingar hafi sagt að veiran geti ekki borist í menn úr fiski, að því er fram kemur í umfjöllun kínversku fréttaveitunnar Global Times.
Þar segir að blaðamenn Global Times hafi komið við í verslunum borgarinnar síðastliðinn laugardag og að þeir hafi hvergi fundið lax til sölu og að á mörgum stöðum hafði fiskborðum verið lokað." Mbl Kórónuveira á skurðbrettum heildsala
Það eru því fleiri en ferðmenn í "sóttkví" sem sem skapa ótta að beri veiruna. Hvað með innflutninginn á "hráa kjötinu" frá ESB löndum sem slagurinn hefur staðið um
Kórónuveira á skurðbrettum heildsala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2020 kl. 00:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.