Leyfum þjóðinni að anda

Veirufárið hefur tekið á. "Áhættuhópar" lokaðir inni. Margir ekki mátt hitta sína nánustu. Börn veifa afa og ömmu inn um rúðuglugga. Einstaklingar deyja í einrúmi og jarðaðir í kyrrþey.

 Hvernig væri að leyfa úti­leg­ur, úti­hátíðir, tón­leika, fer­tugsaf­mæli, brúðkaup inn­an land­stein­anna þar sem smit­hætt­an hér á landi er nán­ast eng­in“ 

segir Bryndís Sigurðardóttir, smit­sjúk­dóma­lækn­ir á Land­spít­al­an­um í ræðu sem hún flutti á ráðstefnu um Kórónuviruna í dag.

Bryndís seg­ir að far­ald­ur­inn hafi tekið á innviði brot­hætts heil­brigðis­kerf­is og henni sé til efs að þjóðin verði jafn fórn­fús og hún var þegar önn­ur bylgja smita kem­ur. Eng­inn efi sé um að önn­ur bylgja smita komi, þetta sé aðeins spurn­ing hvenær það verði. Fjölda­skimun mun ekki úti­loka það.  

"Nýt­um frek­ar það sem heims­far­ald­ur­inn hef­ur hingað til kennt okk­ur. Virðing fjar­lægðarmarka fyr­ir ákveðna hópa, hand­hreins­un, enda­lok handa­bands­ins og al­mennt hrein­læti. Hlut­verk þess­ara þátta í bar­átt­unni gegn veirunni má ekki van­meta, seg­ir Bryn­dís.

Seinkum "opnun" landsins

Bryn­dís kom inn á mögu­leik­ann á að seinka opn­un lands­ins og leyfa lands­mönn­um að njóta þess að landið er COVID-19-laust.

„Hvernig væri að leyfa úti­leg­ur, úti­hátíðir, tón­leika, fer­tugsaf­mæli, brúðkaup inn­an land­stein­anna þar sem smit­hætt­an hér á landi er nán­ast eng­in,“ seg­ir Bryndís.. 

Hætt er við að opnun landsins eins og nú er fyrirhugað upp úr miðjum júní muni enn á ný leiða óöryggi og kvíða yfir þjóðina: Reka eldra fólk og öryrkja aftur inn í hýði sitt.

Munum við áfram þurfa að líta á náungan sem óvin með rýting í hendi með banvænni veiru á oddinum.

Auglýsa verður sérstaklega staði fyrir Íslendinga og aðra staði fyrir erlenda ferðamenn? Er það sem þjóðin vill, held ekki

Forðumst háskaleik 

Er líklegt að landsmenn  munu  fara á þá staði sem erlendir ferðamenn flykkjast á?

Þeir sem hæst hafa nú fyrir hönd ferðaþjónustunnar um hópsmölun á erlendum ferðamönnum til landsins gætu verið í háskaleik gegn atvinnugreininni og þjóðinni allri.

Njótum þess að draga andann  

Leyfum landsmönnum að njóta sín í friði í nokkra mánuði. Þannig komumst við útúr kreppunni bæði andlega, félagslega og efnahagslega. 

 

mbl.is Hópskimanir ekki rétta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband