Þriðjudagur, 19. maí 2020
Kjarasamninga við heilbrigðisstarfsfólk og Covid
Það þýðir lítið að gera áhættumat á getu heilbrigðisstofnana að takast á við nýja bylgju Covid 19 faraldurs með kjarasamninga í uppnámi og yfirvofandi verkfallsaðgerðir.
Kjarasamningar lausir í meir en ár
Kjarasamningar við hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir síðan í mars á sl. ári. Þeir samningar voru settir á með þvingunum. Í baráttunni við Covid faraldur kom rækilega í ljós hve öflugt starfsfólk í heilbrigðisþjónustu er mikilvægt.
Ljúka kjarsamningum við hjúkrunarfólk
Það hlýtur nú að vera næsta skref að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins og þar á meðal að ná kjarasamningum við hjúkrunar stéttirnar,
Hjúkrunarfræðingar hafa nú aflað sér verkfallsheimildar. Það er mjög óvarlegt af hálfu stjórnvalda að tefla í tvísýnu þessum árangri sem hefur náðst í báráttunni við Covid 19 með kjarasamninga í uppnámi.
Ríkið ber ábyrgð á kjarasamningum við hjúkrunarfólk
Þótt samningsaðilar séu tveir þá er það ríkisvaldið sem ber ábyrgð á að samningar séu gerðir. Ég held að flestum landsmönnum finnist það móðgun við heilbrigðisstarfsfólk eftir veturinn að ganga ekki frá samningum.
Ætti ekki að bíða með áhættuinnflutning á ferðamönnum þar til þeir samningar eru í höfn?
Bíða með áhættuinnflutning ferðamanna
Varla getur Landspítalinn eða heilbrigðiskerfið gert áhættumat gangvart nýrri bylgju faraldurs með kjarsamninga við starfsfólkið uppí loft og yfirvofandi verkföllum heilbrigðisstétta. Hér þarf ábyrga og skynsamlega forgangsröðun stjórnvalda
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.