Sunnudagur, 12. apríl 2020
Með baráttukveðjum á Páskum
Margir halda að hér gildi sömu sóttkvíar reglur um erlenda ferðamenn sem koma til landsins og Íslendinga. Og að það væri raunverulega markmiðið að slá veiruna alveg niður hér á landi .
Landið virðist samt enn gal opið hvað varðar ferðamenn frá Schengensvæðinu og engra heilbrigðisvottorða eða kórónutesta er krafist af þeim útlendingum sem koma inn í landið. Enn virðist það mat íslenskra stjórnvalda að erlendir ferðamennn smiti ekki. Það er þó ekki mat margra annarra þjóða sem berjast við þenna vágest. Á því kann þó að verða breyting hér. Þetta hafa Færeyingar á hreinu en þeim er að takast að gera landið hreint af veirunni
Ferðamenn vita lítið um fjarlægðamörk eða takmörkun hópa. Ég heyrði einmitt sögu af slílku í lítilli búð úti á landi þar sem hópast var við kassann og inn á klósettin.
"Farðu frá mér" "Komdu til mín"
Það verður óþægileg tilfinning næstu 1- 2 árin að gera stöðugt ráð fyrir að næsti maður sé haldinn smiti af banvænum sjúkdómi. Eða að við gamla fólkið getum ekki ótta lítið hitt fjölskyldu okkar. Eða að hlaupa úr vegi ef erlendur ferðmaður nálgast. Þetta var ein þeirra sviðsmynda sem sóttvarnarlæknir dró upp á fundinum í gær:
"Megum búast við áframhaldandi smiti í samfélaginu"
"Franska lögreglan þurfti á dögunum að stöðva för tíu ferðamanna sem flogið höfðu á einkaþotu frá Lundúnum til Marseille. Hópurinn, sem samanstóð af sjö karlmönnum á fimmtugs- og sextugsaldri og þremur konum á þrítugsaldri, voru á leið til borgarinnar Cannes í suður-Frakklandi.
Frönsku landamæralögreglunni var gert viðvart um tilraunir fólksins til að fljúga til landsins en útgöngubann er í gildi í Frakklandi vegna kórónuveirunnar. Hafa verið settar reglur sem banna óþarfa komur ferðamanna til landsins, eingöngu er þeim hleypt til landsins sem þangað eru komnir til þess að aðstoða í heilbrigðiskerfinu.
Fólkinu var gert viðvart um að þeim yrði neituð innganga en flugvél þeirra lenti engu að síður í Marseille, þar beið þeirra þyrlufloti. CNN greinir frá því að einn mannana, króatískur viðskiptajöfur, hafi greint yfirvöldum frá því að hann hafi leigt þyrlurnar, einkaþotuna og glæsihýsi í Cannes.
Hann ætti nóg af peningum og væri tilbúinn til að borga bara sekt og halda svo til Cannes.
Djúpir vasar mannsins veittu honum enga sérmeðferð og var honum snúið rakleitt aftur til Lundúna. Fram kemur í frétt CNN að ekki hafi verið hægt að sekta fólkið þar sem það hafði í raun ekki verið komin inn í franska lögsögu. Aðra sögu er að segja af þyrluflugmönnunum sem höfðu ekki fengið ferðaleyfi en óþarfa ferðir eru bannaðar vegna kórónuveirunnar".
Framhaldið skýrist eftir páska- Útrýmum veirunni
Sóttvarnarlæknir sagðist ætla að liggja undir feldi yfir páskana og kynna svo tillögur sínar um frammhaldið. Það eru hagsmunir allra að veiran verði sem fyrst kveðin alveg niður í landinu og aðgerðirnar miði markvisst að því.
En baráttan hefur gengið vel hingað til með öflugu fólki og góðum búnaði og samstilltri þjóð. Við hljótum að binda vonir við að veirunni verði útrýmt úr samfélagi okkar hið fyrsta og um það snýst samstaðan og baráttan.
Með baráttukveðjum á Páskum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.