Að hengja bakara fyrir smið í raforkumálum

Mér er ekki kunnugt um að landeigendur hafi bannað endurnýjun á flutningskerfi rafmagns frá Varmahlíð til Sauðárkróks og lagningu þess í jörð. Mig minnir að því hafi verið lofað af hálfu Rariks að á Sauðárkróki væri til staðar öflug þjónustudeild þegar Rafveita Sauðárkróks, vel rekin þjónustustofnun í eigu heimamanna, var látin ganga inn í Rarik

Það er lítilmannlegt og hrokafullt  hjá framkvæmdastjóra tæknisviðs Rarik að kenna einstökum landeigendum um framkvæmdaleysi  og ranga forgangsröðun í uppbyggingu dreifikerfis á landsbyggðinni

Né heldur einkavæðingu fjarskiptakerfis sem  virðist bera takamarkaðar skyldur gagnvart öryggismálum þjóðarinnar um land allt.

Var það kannski vegna stífni Landsnets um að fá stórvirkar háspennulagnir í lofti yfir  þveran Skagafjörð austur til stóriðjunnar sem þrjóskast var við að endurnýja háspennulínuna milli  Varmahlíðar og Sauðárkróks. En heimamenn hafa kallað eftir því verki árum saman.

Landsnet hefur eins og kunnugt er  beitt heimamenn í Skagafirði miklum yfirgangi í þágu allt annarra sjónarmiða en raforkuöryggis í Skagafirði

Kannski er stjórnsýsla fjarskipta og  raforkumála og forgangsröðun þar innan dyra eitt aðalvandamál við uppbyggingu innviða og raforku örygggis landsmanna  og til að mæta skyndilegum óveðrum og náttúruhamförum .  


mbl.is Tregða að fá leyfi til að endurnýja línur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband