Þriðjudagur, 7. maí 2019
Einkavæðing Landsvirkjunar og "Orkupakki" ESB
Einstakir fjárfestar og fyrirtæki geta krafist uppskiftingar Landsvirkjunar og hún einkavædd í bútum. Framkvæmdavaldið og dómstóllinn í slíkum aðgerðum er farinn úr landi til Brüssel ef Orkupakki 3 verður samþykktur. Það eru því miklir gróða hagsmunir í húfi fyrir þá sem nú berjast fyrir samþykkt Orkupakka ESB:
Stefán Már tók sérstaklega fram í kastljósi gærkvöldsins að
"sú leið sem utanríkisráðuneytið vill fara er fundin upp í utanríkisráðuneytinu".
Einnig að "ESA er í raun copy paste á ákvarðanir ACER sem fylgir ekki hagsmunum Íslands, heldur ESB. Valdframsalið í pakkanum beinist að einstaklingum og fyrirtækjum en ekki bara stofnunum. Framkvæmdavaldið horfið úr landi og með óljósum mörkum".
Fyrirvararnir hafa ekkert lögformlegt gildi ?
Við göngum út frá því að forsendur ráðherra séu réttar og við höfum ekki kynnt okkur hvernig fyrirvararnir verða útfærðir á síðari stigum, það er eftirleikurinn, hvernig þingið kemur til með að útfæra þessa fyrirvara, segir Friðrik Árni:
En þessir fyrirvarar eru ekki lögformlegir og eru ekki jafngildir þess að fá undanþágu frá sameiginlegu EES nefndinni.
Stefán Már gat ekki sagt hvað myndi gerast ef málið yrði sent aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar:
"Það væri hins vegar rétta lögfræðilega leiðin, þar sem gert væri ráð fyrir því í EES-samningnum".
Sérfræðingarnir lögðu til að Orkupakkanum verði hafnað
Í áliti okkar lögðum við til aðra leið, að Alþingi hafnaði innleiðingu gerðanna og að málið yrði tekið upp að nýju í sameiginlegu nefndinni með það fyrir augum að Ísland fengi undanþágu. Þessi leið hefur þann kost lögfræðilega umfram þá leið sem valin var að í henni felast ekki þeir lögfræðilegu óvissuþættir sem að ofan er lýst segja sérfræðingarnir Stefán Már og Friðrik Árni Ég hef verið þeirrar skoðunar að þriðji orkupakkinn breyti þessari stöðu og er mótfallinn innleiðingu hans, segir Tómas I. Olrich í Mbl í dag er hann vitnar í lögfræðiálit v. O3.
Einkavæðing Landsvirkjunar - Draumur erlendra fjárfesta
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.