"Hvađ verđur um mig "?

 

Málţing um rétt barna, stöđu ţeirra og ţarfir viđ fráfall foreldris fer fram í húsi Íslenskrar erfđagreiningar mánudaginn 29. apríl kl. 15-17.45.

Ţađ er stórt og óafturkrćft áfall ţegar foreldri barns fellur frá. Á málţinginu verđa kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má ţćr upplýsingar sem fram komu til ađ skapa umgjörđ fyrir fagfólk og alla sem standa ađ börnunum. Jafnframt verđur greint frá rannsóknum á stöđu barna sem ađstandenda krabbameinssjúklinga. Fjallađ verđur um eigin rétt barnanna og ţarfir fyrir stuđning og leiđsögn, skyldur og ábyrgđ hins opinbera, tengsl fjölskyldu, samfélags og sjálfstćđa ţörf barna fyrir sorgarvinnslu og utanumhald allt til fullorđinsára.

Kynnt verđa nýjustu talnagögn frá Hagstofu Íslands um fjölda og aldur barna sem missa foreldri ásamt dánarorsök. Tölurnar gefa til kynna hvert umfangiđ er og hversu mikilvćgt er ađ skapa lagalega umgjörđ til ađ hlúa ađ ţessum börnum og fjölskyldum ţeirra. Jafnframt verđur fjallađ um ný lagaákvćđi og verklagsreglur til ađ styrkja stöđu og rétt ţessara barna.

Dagskrá

Kl. 14:50 Tónlist: Svavar Knútur tónlistarmađur

Kl. 15:00 Setning: Ásmundur Einar Dađason, félags- og barnamálaráđherra

Ávarp: Guđni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Erindi: Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráđgjöf viđ Háskóla Íslands: 
Íslenskar rannsóknir á stöđu barna sem ađstandendur krabbameinssjúklinga

Erindi: Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu-, lífskjara- og mannfjöldadeildar 
Hagstofu Íslands: Börn sem missa foreldri - fjöldi barna og dánarorsakir foreldra

Erindi: Anna Rós Jóhannesdóttir, yfirfélagsráđgjafi Landspítala Íslands: Bćtt verklag í 
ţágu barna og fjölskyldna viđ andlát foreldris

Erindi: Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur: „Hvađ verđur um mig?"

Kaffihlé

Erindi: Vilhjálmur Árnason, alţingismađur: Stefnan tekin

Erindi: Birna Dröfn Jónasdóttir, Nýrri dögun - sorgarmiđstöđ: 
„Og svo hrundi heimurinn”

Erindi: Heiđrún Jensdóttir formađur Arnarins minningarsjóđs: 
Sorgarúrvinnsla - helgardvöl fyrir börn í Vatnaskógi

Samantekt erinda: Dögg Pálsdóttir, lögfrćđingur

Ávarp: Salvör Nordal, umbođsmađur barna

Ávarp: Svandís Svavarsdóttir, heilbrigđisráđherra

Lokaorđ: Jón Bjarnason, fyrrverandi ráđherra

Kl. 17:45 Áćtluđ dagskrárlok

Fundarstjórar:

  • Laufey Erla Jónsdóttir, sérkennslustjóri og Halla Ţorvaldsdóttir, framkvćmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Ađstandendur málţingsins:

  • Hópur áhugafólks um hag barna viđ fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráđuneytiđ, Heilbrigđisráđuneytiđ, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd viđ félagsráđgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband