Þriðjudagur, 15. janúar 2019
Klókindi Theresu May - Nauðasamningum hafnað
Breska þingið hafnaði nauðasamningum og afarkostum sem ESB hafði gert Bretum. Þar með getur breska ríkisstjórnin haldið útgönguferlinu áfram með frjálsar hendur.
Klukkan 11 hinn 29. mars 2019
Dagsetning útgöngunnar liggur fyrir og henni verður ekki breytt þótt trúlega verði þrefað um það næstu daga.
Klukkan 11 að breskum tíma hinn 29. mars mun Bretland ganga úr ESB
Nauðasamningarnir voru felldir með það miklum mun að litlar líkur eru á að viðræður um nýjan samning verði teknar upp, þótt framkvæmdastjórn ESB muni þrýsta verulega á um það.
Framganga og frekja ESB í þessum ferli hefur verið með ólíkindum og keppst var við að niðurlægja Breta sem mest.
Við getum nú séð hver örlög okkar Íslendinga hefðu verið ef ESB sinnum hér á landi hefði tekist ætlunarverk sitt að troða okkur þar inn.
Fríverslunarsamningur við Breta
Færeyingar hafa tilbúinn fríverslunarsamning við Breta um leið og útgangan er orðin að veruleika. Það sama eigum við Íslendingar að gera.
Brexit-samningi May hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.