Mánudagur, 19. nóvember 2018
Framsókn hafnar Orkupakka ESB
Línur skýrast í stjórnun orkumála og kröfum ESB.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins samþykkti svohljóðandi ályktun: Framsóknarflokkurinn hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans. Orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu.
Framsóknarflokkurinn áréttar mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga og minnir á að stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Auk þess hefur Ísland enga tengingu við orkumarkað ESB og Framsóknarflokkurinn hefur ályktað að slík tenging þjóni ekki hagsmunum landsmanna. Því ber að að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans og semja við ESB um að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB"
Sjálfstæðisflokkurinn enn klofinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins á móti
Mikil andstaða er gagnvart innleiðingu Orkupakka ESB innan Sjálfstæðisflokksins og Miðflokkurinn er algjörlega andvígur. Sama er að segja um Flokk fólksins.
Vafalaust sjá auðmenn og ýmis fyrirtæki í bísness mikla gróðavon að fá að komast inn í orkusölu og orkuviðskipti til Evrópu. Og einhverjir eru tilbúnir að ganga erinda þeirra. Það er ekki nýtt.
Vg hlýtur samkvæmt grunnstefnu sinni að leggjast algjörlega gegn samþykkt og innleiðingu Orkupakkans
ESB- flokkarnir Samfylking og Viðreisn
Eftir standa ESB flokkarnir Viðreisn og Samfylking sem falla ávalt flöt fyrir óskum og kröfum ESB hverju nafni sem þær nefnast. En verða vonandi þar ein á báti
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.