Miðvikudagur, 29. mars 2017
Bretar endurheimta fullveldið
Til hamingju Bretar
Forsætisráðherra Bretlands Theresa May sendi Evrópusambandinu formlegt bréf í dag um úrsögn Breta úr sambandinu. Þar með er ferlið farið af stað. Sérstök ástæða er til að óska Bretum og Evrópusambandinu velfarnaðar í þeim samningum sem nú fara í hönd.
Þegar horft er til baka til ársins 2009 þegar íslensk stjórnvöld stigu það ógæfu spor að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.
Málið var keyrt áfram af forystumönnum þáverandi ríkisstjórnarflokka af mikilli óbilgirni í andstöðu við þingið og afgerandi meirihluta þjóðarinnar.
Sem betur fór tókst að stöðva umsóknina og aðlögunarferlið áður en verulegt tjón var unnið.
Grænlendingar sögðu sig úr Efnahagsbandalaginu strax og þeir fengu heimstjórn og að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um 1980.
Samþjöppun valds og stofnun sambandsríkis Evrópu hefur beðið mikinn hnekki. Stefna Íslands á að vera sú að efla samstarf sjálfstæðra þjóða einmitt á grundvelli fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2017 kl. 01:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.