Ólöf Nordal

Ólöf Nordal alţingismađur og fyrrverandi ráđherra er látin. Mann slćr hljóđan ţegar einstaklingur í blóma lífsins fellur frá. Hún varđ ađ lúta í lćgra haldi fyrir illvígum sjúkdómi eftir hetjulega baráttu.

Ólöf Nordal var afar hlý og hreinskiptin persóna sem geislađi af öryggi og ţrá til ađ berjast fyrir hugđarefnum sínum og styđja viđ góđ málefni. Ţetta get ég sjálfur stađfest persónulega eftir góđ kynni bćđi í samstarfi á ţingi og hjá henni sem ráđherra:

Viđ gengum ţrjú, Sigrún Júlíusdóttir prófessor frá Háskóla Íslands og séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur Landspítalans á fund Ólafar sem ráđherra. Ţađ var í ársbyrjun 2015. 

Viđ óskuđum eftir stuđningi ráđuneytisins viđ ađ hrinda
í framkvćmd rannsókn og úttekt á stöđu barna sem missa foreldri sitt. 

 Koma ţyrfti betur til móts viđ ţarfir ţessara barna fyrir öryggi í sorg og til ţess ađ viđhalda fjölskyldutengslum og treysta sjálfsmynd ţeirra:

 "Ţetta mál vil ég styđja. Látiđ mig vita hvađ ţiđ ţurfiđ mikla peninga til ađ hrinda verkefninu úr vör og eins hvernig ráđuneytiđ og ég sem ráđherra get stutt og hlúđ ađ ţessu mikilvćga máli". Svariđ var afdráttarlaust.

Og rannsóknin og úttektin fór á fulla ferđ undir forystu Sigrúnar Júlíusdóttur frá Rannsóknastofnun í barna- og
fjölskylduvernd hjá H.Í, ásamt fagfólki frá Krabbameinsfélaginu, Landspítalanum og Innanríkis- og Velferđarráđuneytunum.

 Einn liđur í vinnunni var ráđstefna sem áđurnefndir ađilar undir forystu Innanríkisráđuneytisins stóđ ađ 12. október síđastliđinn. 

Ólöf Nordal hafđi lagt ríka áherslu á ađ fá ađ setja ráđstefnuna sjálf, en vegna skyndilegra veikinda varđ hún ađ fela öđrum ađ flytja ávarpiđ.

( Á vef Innanríkisr. :Fjölmenni á ráđstefnu um réttarstöđu og velferđ barna viđ andlát foreldris)

Í samskiptum okkar Ólafar kom ţađ skýrt fram, hve henni var annt um velferđ barna og ekki hvađ síst nauđsyn ţess ađ huga ađ ţörfum ţeirra og réttarstöđu viđ foreldramissi.

Verkefniđ sem Ólöf Nordal studdi og hvatti af alhug er á fullum skriđi. Nú ţegar hafa komiđ út skýrslur og úttektir á afmörkuđum ţáttum ţess. Hafinn er undirbúningur ađ endurskođun verklagsreglna og lagabreytingum sem lúta ađ ţörfum og réttarstöđu barna sem missa foreldri sitt.

Rannsóknirnar sýna ađ opna ţarf enn betur umrćđuna um stöđu, ţarfir og sjálfstćđan rétt ţessara barna. T.d.eiga fjölskyldubönd og tengsl á hćttu ađ trosna ef ţau eru ekki rćktuđ og sett í fastar, öruggar skorđur frá upphafi sem er fylgt. En ţau upprunatengsl eru mjög mikilvćg fyrir ţroska barnsins og vellíđan. 

Börn ţurfa sterka málssvara međ nćmni, hlýju og gott hjartalag. Ţar var Ólöf Nordal reiđubúin ađ beita sér af heilum hug og fullum ţunga.

Viđ söknum sárt vinar og baráttukonu, en erum jafnframt afar ţakklát Ólöfu  fyrir alla hvatninguna og einlćgan stuđning í mikilvćgu baráttumáli sem heldur áfram. Sá stuđningur skipti ţar öllu máli.

Eiginmanni, börnum, systkinum og foreldrum Ólafar sendum viđ Ingibjörg hugheilar samúđarkveđjur.

 Blessuđ sé minning Ólafar Nordal


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband