Útvarpsstjórinn og ţjóđarsálin

Morgunleikfimin á Rás 1 skal felld niđur frá og međ morgundeginum. Ţetta tilkynnti Halldóra Björnsdóttir í lok ţáttarins í morgun ,en hún hefur veriđ  umsjónarmađur morgunleikfimi síđan 1987 og sannur heimilisvinur fjölda fólks.  Morgunleikfimin  ţykir víst of fyrirferđamikil í dagskránni hjá nýja útvarpsstjóranum. Morgunleikfimin er ţó ekki ađeins mikilvćg fyrir ţá sem nutu hennar og tóku ţátt,  heldur  ekki síđur hvatning og góđ áminning fyrir hreyfingu og hollu líferni.  Ţekki ég fjölda fólks einkum eldra fólks, sjúklinga og heima sitjandi, fólks  á elli- og hjúkrunarheimilum  sem nýtur hennar sérstaklega. Morgunleikfimi  Ríkisútvarpsins  međ Halldóru Björnsdóttur hefur fylgt ţjóđinni síđan 1987.

Sjálfssagt kemur einhver umrćđuţáttur í stađinn um gildi hreyfingar ţar sem hver hlćr upp í annan og hefur óendanlega mikiđ vit á málinu.

Jafnhliđa ţessu er ráđist ađ morgunbćn útvarpsins og orđi kvöldsins sem var okkur mörgum notaleg, holl og góđ.  

Ţessar fáu mínútur ţóttu taka of mikinn tíma í dagskrá en frá hverju veit ég ekki.

Útvarpsstjóri án sambands viđ ţjóđina

Útvarpsstjóri hefur vitnađ til einhverrar hlustendakönnunar sem hann hefur ţó ađ ég best veit ekki birt. Vafalaust hefur sú könnun, ef hún hefur veriđ gerđ tekin í gegnum netiđ eins og margar ađrar slíkar.  Margt eldra fólk og reyndar fjöldi annarra tekur ekki ţátt í slíku eđa á ekki kost á ţví, enda ţađ ekki máliđ.

Sérstaklega vegiđ ađ öldruđum, sjúkum og ţeim sem eru meir bundin heimaviđ

Ađ vitna til slíkra kannanna sér til stuđnings eru ósköp vesćldarleg rök.  Mér finnst útvarpsstjóri

međ ţessum ađgerđum sínum vega beint ađ eldra fólki , sjúkum og ţeim sem eru meir en ađrir bundnir viđ heimili sín, mörgum dyggustu áheyrendum Ríkisútvarpsins.

Ég skora á  einstaklinga og öll samtök um heilbrigđi og hollustu og gildi hreyfingar ađ mótmćla ţessum ađgerđum útvarpsstjóra.  Samtök aldrađra ćttu ađ láta máliđ til sín taka.

Ađ fella niđur áratuga fast útvarpsefni sem á sér gróinn sess međal ţjóđarinnar án raka  er ekki lengur fyndiđ né  nýtískulegt heldur miklu frekar undirstrikar hroka og  firringu stjórnenda útvarps ţjóđarinnar.

Sjáđu nú ađ ţér útvarpstjóri góđur

Ég skora á útvarpsstjóra á endurskođa áform sín og halda  Morgunleikfiminni, Orđi kvöldsins og Morgunbćninni áfram á dagskrá  Ríkisútvarpsins.

Morgunleikfimin, allir međ - Mbl 

 

Morgunleikfimin verđi áfram! - Sibs 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband