Ţriđjudagur, 25. desember 2012
"Lýsi ykkur ćtíđ lífsins sól"
Jólin, hátíđ ljóss og friđar eru nú gengin í garđ. Á ţessum dögum sameinast stórfjölskyldan í gleđi og fögnuđi jólanna, á sjálfan ađfangadag eđa í ýmsum fjölskyldubođum um hátíđarnar.
Í erli dagsins megum viđ ekki ađ gleyma ađ fjölskyldan, vinir og nágrannar er grunnur og kjölfesta samfélagsins. Ţar liggja ţau bönd sem binda okkur viđ lífiđ og gera okkur ađ heilsteyptum manneskjum.
Búsetubreytingar síđustu ár hafa einnig fćrt í sundur fjölskyldur, og jólin eru ţess vegna oft og tíđum sameiningarhátíđ ţar sem fólk hittir hvert annađ eftir langt hlé.
Ţrátt fyrir ađ jólahátíđin hafi fengiđ á sig aukinn verslunarblć og bćđi börn og fullorđnir fái jafnvel fleira en " kerti og spil" í jólagjöf, ţá eru og verđa jólin fjölskylduhátíđ í víđri merkingu ţess orđs, tákn mannlegrar hlýju, friđar, vonar og kćrleika.
Kveđjan gleđileg jól hefur sígilda ţýđingu og segir svo margt, en einfalt.
Ég óska ćttingjum og vinum, landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleđilegra jóla.
Bestu ţakkir til ykkar allra fyrir gott samstarf, hvatningu og stuđning á árinu sem er ađ kveđja. Megi gćfan verđa ykkur hliđholl á nýju ári.
Viđ, fjölskyldan deilum međ ykkur jólakveđjunni frá kćrum vini, séra Birni H. Jónssyni.
Lýsi ykkur ćtíđ lífsins sól,
ljúflega á tímans bárum,
Gefi ykkur Drottinn gleđileg jól
og gćfu á komandi árum.
Sr. Björn H. Jónsson er frá Bakka í Viđvíkursveit, Skagafirđi. Hann var prestur í Árnesi á Ströndum en lengst af sóknarprestur Húsvíkinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.12.2012 kl. 00:37 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.