Miðvikudagur, 12. desember 2012
ESB- Engar varanlegar undanþágur í boði fyrir Íslendinga
"Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið."
Ráðherraráð ESB: Aðildarviðræður ganga vel en Ísland þarf að samþykkja allan lagabálk ESB
Segir í ályktun Ráðherraráðs Evrópusambandsins sem Þorfinnur Ómarsson fréttamaður í Brussel sendi frá sér í dag. Er þetta í samræmi við það sem áður hefur komið fram af hálfu æðstu forystu ESB.
Hinsvegar hafa ýmsar undirtyllur bæði hjá ESB í Brussel og hér heima á Íslandi haldið því fram að Ísland geti fengið undanþágur frá lögum ESB í þessu og hinu.
Málið er því ósköp einfalt, valið er : viljum við ganga í ESB eða ekki. Um það getum við tekið ákvörðun strax í dag.
Ein af forsendum fyrir ESB umsókninni á sínum tíma var að "kíkja í pakkann" og sjá hvað væri í boði.
Ráðherraráð ESB hefur nú tekið af öll tvímæli um að varanlegar undanþágur fyrir Ísland frekar en önnur ríki, eru ekki til í orðabók ESB. Við getum hinsvegar vafalaust samið um tímabundnar undanþágur í einstökum atriðum
Þeir sem segjast í orði vera á móti ESB, en vildu áfram bíða eftir að kíkja jólapakkana frá Brussel, hljóta nú að sjá sig um hönd.
Það er ekkert annað að gera en hætta þessum sýndarviðræðum og spyrja þjóðina hvort hún vill að gengið verði í ESB eða ekki.
Umsóknin að ESB, ef hún er send á að vera á sönnum forsendum og að vilja þjóðarinnar, en ekki byggjast á blekkingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.