Landsbankinn er ríkisfyrirtæki

Sem ekki stendur til að selja

Eitthvað er bankastjóri Landsbankans að misskilja hlutverk sitt og stöðu  Landsbankans,

"Banka­stjóri segir Lands­bankann ekki vera ríkis­fyrir­tæki" 

segir í fréttum í dag.

Málið var tekið upp á þingi.

Skerpa þarf á lögum ef bankastjóri Landsbankans upplifir stöðu sína þannig  að hún  stýri einkafyrirtæki á almennum markaði. 

Þjóðarbanki

Ég hygg að meginþorri þjóðarinnar líti á Landsbankann sem sína eign -þjóðarbanka- og  þjónustustofnun sem lúti í raun ábyrgð og stjórn ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis fyrir hönd almennings í landinu.

Banka sem þjóðin vill eiga en ekki selja

Þótt daglegur rekstur sé hinsvegar settur "einhverja armslengd" frá  fjármálaráðherra undir "Bankasýslu ríkisins" sem ráðherra er falið að skipa og ber ábyrgð á. 

(Sem lýsir sig "nú á  fjöllum" en aðrir vissu ekki betur en búið væri að leggja niður)

Og síðan bankaráði Landsbankans sem ráðherra ber einnig ábyrgð á fyrir hönd alþingis og þjóðarinnar sem og aðalfund Landsbankans

Fjármálaráðherra fer með aðalfund bankans og ábyrgð í umboði ríkisstjórnar og alþingis.

Visir fjallar um málið:

Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2024 13:09

"Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra".

Fjármálaráðherra á öðru máli

"Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem stödd er í útlöndum samkvæmt heimildum fréttastofu brást illa við þessum tíðindum á Facebook síðu sinni strax í gærkvöldi.

„Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag. Ríkið á að losa um tugi milljarða og umbreyta þeim í samfélagslega innviði sem almenningur nýtur góðs af og byggir undir frekari verðmætasköpun og samkeppnishæfni allra landshluta,“ segir fjármálaráðherra á Facebook."

ER sammála ráðherranum um stöðu Landsbankans

 sem sé ríkisfyrirtæki í þjóðareign  og lýtur boðvaldi ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis í öllum meiri háttar málum og þjónustustefnu í þágu almennings

 

Bloggfærslur 18. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband