Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 26. apríl 2016
Ungir Gnúpverjar stofna Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá
"Virkjun mun skila litlu til sveitarinnar" segir hópur áhugafólks sem býr á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum Þjórsár. Stjórn félagsins er skipuð ungu fólki sem kýs að búa áfram í átthögum sínum og vill að náttúruauðlindir svæðisins sé verndað og nýtt með framtíðarhagsmuni heimafólks í huga.
Virkjun mun skila litlu til sveitarinnar ( mbl,26.04. 2016
Ungir Gnúpverjar stofna félag
Auðlind sé nýtt
Við höfum litið á úrskurð Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats sem hvatningu til að skoða möguleika í sveitinni okkar. Auka þarf verðmætasköpun og skapa atvinnutækifæri fyrir ungt fólk. Það er sóun að frumvinna auðlindir með því að virkja þegar við getum fullunnið þær sjálf. Mannfjöldaþróun í sveitinni er neikvæð. Fjöldi fólks á barneignaraldri er nokkuð undir því sem telst heilbrigð samsetning samfélags, segir Anna Björk sem er frá bænum Fossnesi, nærri mynni Þjórsárdals. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og býr og starfar í Reykjavík. Svo er eins farið um marga aðra í félaginu. Er stjórn félagsins skipuð ungu fólki sem fýsir að búa í átthögum sínum.Sprotar og búskapur
Okkur langar til að hitta fólk sem er á sama stað. Erum til þess að hlusta á hvað þessi hópur þarf og langar að láta draumana um sveitina sína rætast, segir Anna Björk. Í Skeiða-og Gnúpverjahreppi vantar fjölbreytni í atvinnu svo þar verði til fjölbreytt samfélag. Með félaginu viljum við skapa vettvang fyrir fólk með góðar hugmyndir um til dæmis ferðaþjónustu, búskap, sprotafyrirtæki eða annað. Virkjun getur skilað sveitinni einhverju meðan á framkvæmdum stendur, en litlu þegar til lengri tíma er litið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. apríl 2016
Bretar æfir út í hótanir Obama
Hótanir Bandaríkjaforseta í garð Breta eru einstakar í samskiptum þjóða á friðartímum. Þær eru bein afskipti af innanríkismálum Breta.
Obama bæði grátbiður og hótar í senn viðskiptaþvingunum og einangrun á alþjóðavettvangi ef Bretar hafna áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu 24. úní næstkomandi.
( Obama: Brexit would hurt Britain's trade with USUS leader urges voters not to back exit from EU in referendum, saying UK would find itself "at the back of the queue".)
Hótanir og afskipti Bandaríkjaforseta geta haft öfug áhrif við það sem hann ætlar. Bretar eru stolt þjóð og þó vinátta hafi verið með þessum tveimur stórveldum er breskum almenningi nú misboðið. Hlutur þeirra sem vilja fara úr ESB stækkar.
Það er athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að sjá hversu harkalega er gengið fram gegn fullveldisákvörðunum ríkja innan ESB.
Við skiljum kannski betur nú hversvegna ríkisstjórnin og íslenski utanríkisráðherrann guggnaði á því afturkalla formlega og ótvírætt umsóknina sem Ísland sendi um inngöngu í Evrópusambandið.
Hverju var Íslandi hótað?
Hverju ætli að Evrópusambandið hafi hótað íslenska utanríkisráðherranum svo hann þorði ekki að fylgja eftir kosningaloforði flokksins og ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknarinnar?
Utanríkisráðherra gafst upp á að fá Alþingi til að afgreiða málið og afturkalla umsóknina, en sendi í stað þess loðið bréf til Brüssel sem báðir aðilar túlka sér í hag.
En stjórnarandstaðan öll og komandi ríkisstjórn telur sig óbundna af slíkum bréfaskiptum ráðherrans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. apríl 2016
Báknið burt ! Var eitt sinn slagorð
Nýtt bákn- Auðlindasjóður verður stofnaður af kratískri fyrirmynd ef hugmyndir formanns Sjálfstæðisflokksins ná fram að ganga. Í þann sjóð eiga að renna tekjur af auðlindum Íslendinga eins og arður eða gjöld á orkuauðlindir, veitustofnanir eins og Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Væntanlega landafnot, veiðigjöld og tekjur af þjóðgörðum og náttúrupassa fyrir aðgang ferðamanna að öðrum náttúruauðlindum og fegurð landsins.
Auðlindasjóður Bjarna að komast á koppinn
Það er sérkennilegt að heyra þessi orð frá formanni flokks sem hefur haft þá stefnu og slagorð- Báknið burt.
Að sjálfsögðu er hægt að koma að mörgum feitum bitlingum í nýjum sjóð sem fær að valsa um á eign forsendum.
Er ekki nóg að hafa lífeyrissjóðina sem bákn í ríkini?.
Við höfum ríkissjóð og þangað eiga tekjur, arður og skattur af auðlindum fyrirtækjum og einstaklingum að renna . Og greiðslur úr honnum og ráðstöfum er ákvörðuð á lýðræðislegana hátt af Alþingi.
Undanfari stórfelldar einkavæðingar
Hugmyndir um sérstakan auðlindasjóð er undanfari og undirbúningur að stórfelldri einkavæðingu auðlinda og þjónustustofnana sem að hafa milligöngu um nýtingu þeirra. Þessi áform lágu fyrir hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 - 2009 og voru hluti af því rugli sem þessir flokkar stóðu að í aðdraganda hrunsins.
Við flest í Vg á þeim tíma lögðumst gegn þessum einkavæðingar áformum og hugmyndin um auðlindasjóð var sett út af borðinu enda ríkissjóður okkar auðlindasjóður.
Það er sérstakt ef sjálfstæðismenn ganga nú á undan í að þenja úr báknið með nýjum sjálfalasjóði. Okkur nægir ríkissjóður og bankasýslan
Auðlindasjóður Bjarna að komast á koppinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. apríl 2016
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hótar Bretum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hótar Bretum öllu illu ef þeir yfirgefa Evrópusambandið.
Þar má segja að "skrattinn hitti ömmu sína" því sjóðurinn og ESB studdi Breta í að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og loka fyrir fjáramálasamskipi Íslands við umheiminn nema farið færi að öllum kröfum hans . Aðeins Færeyingar neituðu að hlýða fyrirskipunum IMF, - meira að segja Norðmenn lágu hunfdflatir fyrir kröfum sjóðsins á hendur Íslendingum.
Afskipti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru frekleg afskipti af innanríkismálum Breta en þurfa ekki að koma á óvart.
Vonandi að þessi afskipti IMF herði enn á sjálfstæðisvitund Breta og hvetji þá til að draga sig út úr ESB.
IMF: EU exit could cause severe damage

The UK's exit from the European Union could cause "severe regional and global damage", the International Monetary Fund has warned in its latest outlook.
A so-called "Brexit" would disrupt established trading relationships and cause "major challenges" for both the UK and the rest of Europe, it said.
The IMF said the referendum had already created uncertainty for investors and a vote to exit would only heighten this.
Mánudagur, 11. apríl 2016
Að kalla eftir trausti og aðgerðum
Einn af háværustu talsmönnum fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið er aðal ræðumaður á útifundum dag eftir dag til að mótmæla stjórnvöldum. Það hýtur að vekja ákveðna tortryggni.
Eitt af hrópyrðunum á útifundunum síðustu daga var ákall um hjálp frá Evrópusambandinu,- út með íslensku krónuna og inn með evru.
Langflest hafa þó örugglega verið komin til að láta í ljós andúð sína og fordæma spillingu og leynd sem sótt er í skattaskjól erlendis.
Allir flokkar á alþingi eiga að sameinast um að afhjúpa og banna þessa leynd og setja lög sem gera fjármálaheiminn gagnsæjan og persónulegt eignarhald og tengsl séu opinber og lúti íslenskum skattalögum.
Því miður bar ríkisstjórn sem ég sat í ekki gæfu til að taka í alvöru á lagasetningu um gagnsæi og upplýsingagjöf, enda er hagsmunavarsla þessara aðila ekki síst á alþjóðavísu mjög sterk.
Það bjargaði Íslandi eftir hrunið og gerir enn að við höldum okkar fullveldi, íslensku krónunni og stöndum utan Evrópusambandsins.
Fullveldið gefur okkur líka færi á að treysta hratt með lögum og reglugerðum gagnsæi og heiðarleika í fjármála viðskiptum og bankarekstri.
Hér verða allir að taka höndum saman og standa með kröfum almennings í landinu hvað þetta varðar og þó fyrr hefði verið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2016 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. mars 2016
Vinir Jökulsánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts gleðjast
Jökulsárnar í Skagafirði og Skjálfandafljót fara í verndarflokk samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar um orkunýtingu og vernd.
Einhugur ríkti um niðurstöðuna segir í skýrslu nefndarinnar.
Þetta er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur sem höfum barist fyrir friðun þessara vatnasvæða gegn virkjunum. Samtök heimafólks stóðu vaktina og lögðu hart að sér í baráttunni fyrir verndun Jökulsánna.
Tillögur verkefnisstjórnarinnar nú um að þessi miklu og fallegu vatnasvæði fari í verndarflokk og einhugur sé um það í hópnum eru því vinum Jökulsánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts mikið fagnaðarefni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2016 kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. mars 2016
Að styrkja beina lýðræðið
Tillögur stjórnarskrárnefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda styrkja tvímælalaust beina lýðræðið.
Verði tillögurnar að lögum og komist í stjórnarskrá eiga kjósendur tvenna möguleika til þess að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Annarsvegar með aðkomu forseta Íslands að óbreyttum málskotsrétti samkv. 26. grein stjórnarskrárinnar eins og við höfum kynnst og hinsvegar með beinni áskorun og undirskrift 15% kjósenda.
Mér kom á óvart að virtur lagaprófessorar eins og Björg Thorarensen láti hafa eftir sér að núverandi 26. grein í stjórnarskrá grafi undan nýrri grein sem veitir kjósendum aukinn og beinan rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðgreiðslum.( Mbl.is greinir svo frá fundi í Lögbergi H.Í. í dag) : Leið forsetans greiðari
Mörgum er enn í nöp við forsetann
"Björg segir það því vera sína skoðun að þeir kjósendur sem hafi heita skoðun á einhverju máli haldi því áfram að leita til forsetans. Þessi staða mun að mínu vita grafa undan virkni þessa nýja ákvæðis. Ómögulegt sé líka að spá fyrir um viðbrögð forseta. Það má kannski reyna að reikna út hvað Ólafur Ragnar Grímsson myndi gera en það er bara ekki nóg, segir Björg og bendir á að enn meiri óvissa skapist með nýjum forseta". Mbl. 16.3. Leið forsetans greiðari
Og er það bara ekki allt í lagi að auka rétt kjósenda til beinnar aðkomu að málum
ESB sinnar æmta yfir stjórnarskrártillögunum
Það er annars makalaust hve hörðustu ESB sinnunum er mikið í mun að afnema málskotsrétt forsetans í stjórnarskrá og fá þar inn ákvæði um fullveldisframsal.
"Stjórnarskrárnefnd fær falleinkunn frá Skúla Magnússyni, fyrrverandi nefndarmanni og formanni dómarafélags Íslands, vegna þess að henni mistókst að leggja fram tillögu um framsal ríkisvalds í þágu alþjóðasamninga. Segist hann vonast til að endurupptökupróf verði til að nefndin geti hysjað upp um sig buxurnar"
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/24/falleinkunn_stjornarskrarnefndar/
Ég var nú líka hissa á því á sínum tíma þegar lögfróðir einstaklingar og sómakærir eins og Björg Thorarensen létu hafa sig í að sitja í og verða varaformaður í samninganefndinni um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En sú vinna þeirra fól einmitt í sér skuldbindingar og undirskrift um víðtækt framsal á fullveldi þjóðarinnar, nokkuð sem gekk í berhögg við grundvallaratriði stjórnarskrárinnar. Sem betur fer eru ákvæði um framsal fullveldis ekki inni í núveranndi tillögum stjórnarskrárnefndar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. mars 2016
Nýr Landspítali á nýjum stað
Það er fullkomlega óboðlegt að ætla sjúklingum að lifa og búa við jarðsprengingar, byggingarkrana, þjöppur og steypubíla næstu árin á sjálfum aðalspítala þjóðarinnar. Ég hef setið þar hjá sjúklingi á Landspítalanum og við minniháttar sprengingar. Fullheilbrigður maður myndi varla þola það að liggja bundinn við rúmið við slíkar stór sprengingar hvað þá sjúklingur.
Það liggur fyrir að nánast ekkert af núverandi húsnæði Landspítalans getur nýst varanlega áfram nema vera endurbætt verulega eða frá grunni.
Það er sjúklingi sem berst fyrir lífi sínu og heyrir sírenuvælið, loftvarnarmerkið á undan sprengingunni lítil huggun að þetta verði nú allt annað og betra eftir 8 til 10 ár.
Þær fréttir og sú staðreynd að verið sé að skera niður starfsemi á sjúkrahúsunum á landsbyggðinni er mjög mótsagnakennd í allri þessari umræðu. Hvernig er með nýja hátæknisjúkrahúsið í Reykjanesbæ, hvernig er það nýtt?.
Þjóðinni virðist ofviða að reka núverandi heilbrigðis og sjúkrahúsþjónustu sómasamlega vegna fjárskorts og "hagræðingaraðgerða" eins og t.d. lokun St. Jósefspítala í Hafnarfirði eða með lokunum, sameiningum og skerðingum á starfsemi heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni
Við þurfum svo sannarlega nýjan Landspítala en hann á að byggjast á öðrum stað, við Vífilsstaði eða í Keldnalandi t.d. Það bætir lítið úr skák að setja núverandi starfsemi Landspítalans í algert uppnám næstu árin, á stað sem er alltof þröngur stakkur skorinn hvað land og rými varðar.
Arður af bönkum og tekjur góðærisins gera það kleyft að byggja nýjan spítala hratt og vel. Jafnframt verði haldið við núverandi sjúkrahúsbyggingum og landsbyggðarsjúkrahúsin nýtt betur og þjónustan þar efld í stað þess að draga hana þar saman.
Ég tek undir með Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur heilbrigðis- og skiplagsverkfræðings sem segir í viðtali. (Sama fólkið sem fer yfir sömu skýrslurnar)
Ástandið sem er núna á Hringbrautarlóðinni, það ætti að vera síðasta upphrópunarmerki til þeirra sem taka þessar ákvarðanir um að hætta við og fara að gera þetta af skynsemi annars staðar. Bæði er aðkoman að lóðinni skelfileg. Bílastæðin eru færri og komin einhvers staðar þar sem fólk veit ekki hvar þau eru og síðan eru sjúklingar með heyrnartól út af látunum í þessum byggingaframkvæmdum.
Framkvæmdirnar séu rétt að byrja. ( Sama fólkið sem fer yfir sömu skýrslurnar) eyjan
Það er ekki byrjað að sprengja og þegar spreningunum er lokið verða þarna háværar vinnuvélar í töluverðan tíma og þetta er bara lítið sýnishorn af því sem koma skal fyrir framan barnaspítalann og þvert í gegnum allar lóðir, þvert á milli bygginga, til þess að koma tengigöngunum fyrir."
Það er ekki kræsileg sýn ef þjappa á nánast allri sjúkrahúsþjónustu landsmanna næstu árin á einn stað undir sírenuvæli eins og á stríðstímum, hávaða byggingakrana og hristings vegna jarðsprenginga . Eigum við ekki heldur bara að banna fólki að verða veikt þennan tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. mars 2016
Frakkar vilja kjósa um úrsögn úr ESB
Frakkar og Hollendingar vilja kjósa um úrsögn úr ESB. Mikilvægt er að Ísland afturkalli formlega og ótvírætt unmsóknina að Evrópusambandinu
"Meirihluti Frakka vill þjóðaratkvæði um veru Frakklands í Evrópusambandinu eða 53% samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af Edinborgarháskóla. Fleiri voru einnig hlynntir slíku þjóðaratkvæði en andvígir í Svíþjóð, Þýskalandi og á Spáni." Mbl.is 14.03.
Fleiri þjóðir ESB vilja þjóðaratkvæði
Þriðjudagur, 8. mars 2016
Fyrir hverja eru " Samtök atvinnulífsins"
Þau börðust fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku Evru og gera enn. Samtök atvinnulífsins tóku þátt í og studdu bankabóluna og útrásina sem setti allt fjármálakerfi Íslands á hliðina 2008.
Aldrei hafa þau gert upp hlut sinn í þeim ósköpum eða beðist afsökunar.
Samtök atvinnulífsins studdu Icesavesamningana af miklu afli. Samtök atvinnulífsins lögðust gegn því að Evrópusambandsumsóknin væri stöðvuð og dregin til baka.
Umboðslausar ályktanir SA ?
Samtök atvinnulífsins og stjórn þess er reyndar ótrúlegur félagskapur. Sú spurning vaknar hvar þau fái umboð til stórpólitískra ályktana eða til leggjast gegn einstaka atvinnugreinum eins og landbúnaði og matvælavinnslu í landinu.
Meðmæli þegar SA er móti
Nú leggjast samtök atvinnulífsins af öllu afli með fundarhöldum, yfirlýsingum og þungum áróðri gegn nýgerðum búvörusamningi.
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn hagsmunum neytenda um holla og góða matvöru, gegn hagsmunum matvælavinnslunnar í landinu og þeim fjölda starfa sem þar eru, gegn öryggi og hagsmunum bænda sem í landbúnaðinum starfa.
SA er á móti samþykkt búvörusamninganna.
Það gætu verið meðmæli með búvörusamningunum ef Samtök atvinnulífisns leggst gegn þeim. Af framantöldu er ljóst hverra hagsmuna þessi samtök ganga, enda fylgja þeim fast stórinnflytjendur, stjórnendur lífeyrissjóða sem eiga innflutninginn og smásöluna í matvöru í landinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2016 kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)