Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 29. september 2016
Bylting í krabbameinsmeðferð
Ný lyf gegn ákveðinni tegund brjóstakrabbameins gefa mjög góða raun. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Í blaðinu eru raktar stórstígar framfarir í greiningu og meðferð brjóstkrabbameins sem getur verið margskonar.
" Við viljum helst geta raðgreint krabbameinsæxli allra nýgreindra" segir Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum. Þannig er hægt að velja þau lyf sem eru bæði sértæk og gefa minnstar aukaverkanir.
En ný krabbameinslyf eru dýr og illfáanleg og sérstaklega ef þau eru á svokölluðu tilraunastigi.
" Við höfum náð að fá flest brjóstakrabbameinslyf sem eru með skráða ábendingu og þau mikilvægustu að við teljum En það er mikil vinna að baki, umsóknin þarf að fara í gegnum margar nefndir og síðan Lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingar Íslands þurfa að samþykkja greiðsluþátttöku".
Í dag er fæðingardagur Katrínar Kolka dóttur okkar en hún fæddist þennan dag 1982 og lést úr brjóstakrabbameini 27 febrúar 2011, sem tók hana mjög hratt.
Katrín var sjálf hjúkrunarfræðingur og leitaði ákaft að nýjum lyfjum og meðferðum sem að gagni mætti koma. Bágborinn tækjakostur Landspítalans og læknaskortur var einnig mjög erfiður.
En Katrín kynntist því líka sem Valgerður nefnir í mbl. viðtalinu, hve erfitt og seinvirkt það var að sækja um ný lyf sem mætti prófa eða komið að gagni en gekk ekki þrátt fyrir góðan stuðning lækna og fleiri aðila. Og krabbameinið bíður ekki á meðan. En nú eru komin ýmis lyf og greiningar sem voru ekki tiltæk þá, þótt ekki sé víst að þau hefðu hjálpað henni.
Það er því ánægjulegt að lesa þessa umfjöllun í Morgunblaðinu um þær framfarir í lyfjum og greiningum brjóstakrabbameins á síðustu misserum og væntingar til aukinna framfara á þeim sviðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. september 2016
Jeremy Corbyn sigrar með glæsibrag
Hinn róttæki leiðtogi breska Verkamannaflokksins sigraði með glæsibrag í nýafstaðinni formannskosningu. Corbyn fékk 62% atkvæða sem er hærra hlutfall en hann fékk þegar hann var fyrst kosinn formaður fyrir ári.(Corbyn endurkjörinn formaður, mbl.is)
ESB sinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins höfðu knúið fram formannskosningu vegna óánægju þeirra með framgöngu Corbyns í þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn úr bandalaginu.
Corbyn hafði á sínum tíma verið andvígur inngöngu Breta í Evrópusambandið.
Yfirburðasigur Corbyns þykir ósigur fyrir ESB- aðildarsinnana og styrkja afdráttarlausa afstöðu Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu og endurheimt fullveldisins.
Ætti þetta að vera skýr skilaboð til leiðtoga vinstriflokka á Íslandi sem enn gæla við framsal fullveldis og inngöngu í ESB
Skiptar skoðanir um fullveldisframsal
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. september 2016
Átökin um fullveldið
ESB umsókn og heimildir til framsals á fullveldi Íslands verða eitt stórra mála kosninganna í haust. Svo ótrúlegt sem það er í ljósi þróunar í Evrópu á síðustu misserum
Hinn nýi flokkur Viðreisn teflir grímulaust fram hörðustu ESB sinnununm á hægri væng stjórnmálanna, Þorgerði Katrínu, Þorsteini Pálssyni, Benedikt Jóhannessyni, Pavel Bartosek, Þorsteini Víglundssyni og svo mætti áfram telja. Flest þungavigtarfólk af skrifstofu svokallaðra Samtaka atvinnulífsins fylla flokkinn.
Formaður Já Ísland sem berst fyrir inngöngu í ESB er að sjálfssögðu innanborðs. Búist er jafnvel við að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sláist fljótlega í hópinn. Aðal áhersla virðist lögð á áframhald ESB umsóknarinnar, fullveldisframsal og inngöngu í ESB.
Hverjum er treystandi
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heyktist á því að ganga milli bols og höfuðs á ESB-umsókninni eins og þeir lofuðu fyrir síðustu kosningar.
Það er því ljóst að þeir flokkar sem nú eru á þingi hafa skertan trúverðugleika til að berjast gegn aðild að Evrópusambandinu og nú bætist Viðreisn í hóp þeirra sem vilja ganga í sambandið.
Samfylkingin, Píratar og Björt framtíð hafa ESB aðild á stefnuskrá sinni og VG er áfram tvístígandi, með og á móti aðild og sumir vilja halda áfram að "kíkja í pakkann".
Helst er von til að VG leiti aftur til uppruna síns og fylgi grunnstefnu sinni í sjálfsstæðismálum og herðist upp á nýtt í andstöðu við fullveldisframsal og inngöngu í ESB.
Svissneska þingið afturkallaði formlega umsókn sina að ESB
Svissneska þingið ákvað nýlega að afturkalla formlega umsókn sína um aðild að ESB frá 1991, sem aðrir höfðu talið dauða. Tilvist umsóknarinnar truflaði uppbyggingu tvíhliða samninga milli Sviss og ESB, en ESB taldi umsóknina áfram virka.
Bretar ganga til tvíhliða samninga við ESB
Þetta sama þyrfti Alþingi Íslendinga að gera áður en því lýkur í haust, afturkalla ótvírætt ESB umsóknina frá 2009 og hefja endurskoðun á aðild okkar að EES samningnum. Tvíhliða samningar Breta við ESB gefa okkur tækifæri til að endurmeta aðild Ísland að EES
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2016 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. ágúst 2016
Guðni Th. Jóhannesson- árnaðaróskir
Það er gott til að vita að forsetinn og fjölskylda hans hyggst hafa fasta búsetu á Bessastöðum og börn verði að leik á ný í varpa. Það mun gefa þessu æðsta embætti íslensku þjóðarinnar fjölskyldulega nánd og samkennd.
Innlegar árnaðaróskir til forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid svo og fjölskyldunnar allrar. Megi gleði, gæfa og guðs blessun fylgja þér Guðni og fjölskyldunni allri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. júlí 2016
Sjálfstæðisflokkur í úlfakreppu
Bjarni Benediktsson hefur í hótunum við Framsóknarflokkinn en er sjálfur í mjög veikri stöðu og getur með tali sínu einangrað Sjálfstæðisflokkinn í íslenskri pólitík næstu árin.
Alþingi er kosið til fjögra ára í senn. Einungis brýnar breytingar á stjórnarskrá, langvarandi stjórnarkreppa eða pólitískt neyðarástand geta heimilað forseta Íslands, forsætisráðherra og Alþingi að rjúfa þing og boða til kosninga innan kjörtímabilsins.
Forsætisráðherra fer alls ekki einn með þingrofsheimildina heldur verður forseti lýðveldisins að samþykkja hana.
En áður en forseti getur samþykkt tillögu um þingrof verður hann að ganga úr skugga um að réttar forsendur samkvæmt stjórnarskrá séu fyrir hendi:
1. Að pólitískt ástand sé með þeim hætti innan þingsins að ekki sé hægt að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem njóti stuðnings eða hlutleysis meirihluta alþingismanna.
2. Þá þarf forseti einnig að kanna möguleika á myndun utanþingsstjórnar til að fara með stjórnun landsins fram að næstu kosningum.
Samhljóða vilji aþingismanna um þingrof skiptir einnig máli við ákvörðun forsetans.
Þingrofsheimildin er ekkert leikfang
Stjórnarskráin og þingrofsheimildin er því ekkert leikfang eða "jójó" sem hægt er að spila á eftir geðþótta nokkurra mannna. Þingmenn eru kosnir til fjögra ára og það loforð gáfu þeir kjósendum sínum fyrir síðustu alþingiskosningar.
Hvað sem öðrum finnst nýtur núverandi ríkisstjórn meirihlutastuðnings Alþingis. Hún stóð af sér vantrausttillögu seint sl. vor.
Unnið er samkvæmt stefnuskrá og stjórnarsáttmála sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur gerðu með sér og samþykktu eftir kosningarnar 2013.
Framsóknarflokkurinn leggur nú áherslu á að ljúka þeim meginverkefnum sem hann telur sig hafa lofað fyrir síðustu alþingiskosningar og sátt var um við myndun ríkisstjórnarinnar. Formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur undirstrikað að ríkisstjórnin beri ábyrgð á að þau loforð verði efnd áður en boðað er til kosninga og kjörtímabilið er útrunnið.
Úlfakreppa Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson telur sig hinsvegar þurfa að efna óskýra yfirlýsingu sem hann persónulega gaf í fljótfærni í tröppum Alþingishússins í vor um haustkosningar frekar en að standa við málefnasamning ríkisstjórnarinnar.
En formaður Sjálfstæðisflokksins er í mikilli kreppu. Forseti Íslands getur ekki samþykkt þingrofsheimild nema til þess sé a.m.k. meirihluti Alþingis og helst samstaða allra þingmanna.
Framsókn með öll tromp á hendi
Neiti Framsókn þingrofinu mun forsætisráðherra þeirra ekki bera upp slíka tillögu. Þá verður Sjáfstæðisflokkurinn að slíta stjórnarsamstarfinu og leita á náðir stjórnarandstöðunnar með myndun nýrrar stjórnar og nýs forsætisráðherra sem styðji þingrof.
Að slíta ríkistjórnarsamstarfi án málefnaágreinings er ekki stórmannlegt fyrir stærsta stjórnmálaflokk landsins.
Sjálfstæðisflokkurinn gæti einangrast
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa með yfirlýsingu hafnað öllu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Ólíklegt er því að þeir leysi formann Sjálfstæðisflokksins úr þeirri snöru sem hann er kominn í enda mikil niðurlæging fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að fara fram á slíkt.
Með því að slíta stjórnarsamstarfinu nú væri Sjálfstæðisflokkurinn að mála sig út í horn stjórnun landsmála næstu árin. Hálft ár til eða frá með kosningar skipta ekki miklu máli fyrir núverandi stjórnarandstöðuflokka og Framsóknarflokkurinn stendur þeim hvort eð nær t.d. í velferðarmálunum, bankamálum og gegn einkavæðingu almannaþjónustunnar.
Segja má því að Framsókn hafi öll tromp á hendi í þinginu þegar það kemur saman.
Fyrir alla flokka aðra en Pírata er auk þess vænlegra að bíða vorsins með kosningar eins og kjörtímabilið segir til um.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. júlí 2016
Hernaðarumsvif Bandaríkjanna á Íslandi
Nýundirrituð samstarfsyfirlýsing utanríkisráðherra Íslands og hermálayfirvalda í Bandríkjunum byggir á hinum umdeilda varnarsamningi við Bandaríkin frá 1951.
Að veita öðrum ríkjum rétt til hernaðarumsvifa gangvart öðrum þjóðum af landi sínu felur í sér ákveðið fullveldisframsal.
Við sem börðumst gegn hersetu Bandaríkjanna hér á landi fögnuðum því þegar bandaríski herinn hljópst loks á brott að eigin frumkvæði. Við vonuðumst eftir því, að þar með væri Ísland laust við þennan smánarsamning um hernaðarumsvif Bandaríkjanna hér á landi frá 1951.
Samstarfsyfirlýsing íslenska utanríkisráðherrans felur í sér víðtækari óskilgreindar heimildir til Bandaríkjahers en áður og veldur okkur herstöðvarandstæðingum miklum vonbrigðum.
Ísland er friðelskandi þjóð, boðberi sátta milli þjóða og á að standa utan hernaðarbandalaga og viðskiftastríða gangvart öðrum löndum. Gildir þar einu að mínum mati hvort um er að ræða Bandaríkin, Nató eða Evrópusambandið. Við eigum að halda okkar eigin sjálfstæði til ákvarðana í samskiptum við aðrar þjóðir á okkar forsendum.
Aðdáendur "gamla kalda stríðsins" gleðjast yfir auknum hernaðarumsvifum Bandaríkjanna hér á landi.
Björn Bjarnason fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins víkur að því á heimasíðu sinni í dag og þá jafnframt að viðtali við mig um þessi mál í ríkisútvarpinu í gær.
Veltir Björn því fyrir sér, hvort ég hafi gangrýnt hernaðarumsvif Bandraíkjahers hér á landi í nafni Heimssýnar, sem ég er formaður fyrir.
Það er alveg rétt hjá Birni að Heimssýn eru þverpólit ísk afmörkuð samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Ég var ekki að tala fyrir hönd Heimssýnar við ruv um þetta mál enda hafa samtökin ekki tekið þennan samning fyrir á fundi sínum né heldur er það á sviði þeirra samtaka.
Það er í sjálfu sér fjölmiðilsins að ákveða kynningu á viðmælendum sínum svo lengi sem farið er með rétt mál.
Í sjónvarpsfréttum í gær var ég kynntur sem sérstakur áhugamaður um fullveldi Íslands og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra en í útvarpsfréttum var þess getið að ég væri formaður Heimssýnar.
Hinsvegar var hvergi á það minnst að ég talaði fyrir hönd samtökin Heimssýn um þennan varnarsamning við Bandaríkin enda var það ekki svo.
Persónulegar skoðanir mínar og áherslur í sjálfstæðismálum Íslands eru hinsvegar öllum vel kunnar og fyrir þær tala ég.
Þar ræður engin hentistefna í fullveldismálum ferð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. júlí 2016
Utanríkisráðherra veldur vonbrigðum - styður viðskiftastríð ESB gegn Rússum
Margir væntu þess að nýr utanríkisráðherra myndi sýna meira sjálfstæði gagnvart ESB en fyrirrennari hennar.
Stuðningur við refsiaðgerðir ESB gegn Rússum var mjög umdeilt en það kallaði á viðskiftabann þeirra á mikilvægan útflutning á fiski frá Íslandi. Það innflutningsbann hefur reynst Íslendingu þungt og áratuga útflutning- og markaðssamband við Rússa er í uppnámi.
ESB hefur ákveðið að beita Rússa áfram refsiaðgerðum vegna Úkraínustríðsins. ESB framlengir refsiaðgerðir gegn Rússum
Sendlarnir í utanríkisráðuneytinu
Lilja Dögg Alfreðsdóttir nýr ráðherra hefur ekki haft bein í nefi til að standa á sjálfstæðum ákvarðanarétti Íslendinga gagnvart ESB frekar en fyrirrennari hennar.
Fylgir hún ESB eftir þótt það stríði gegn fullveldisrétti og hagsmunum Íslendinga.
Undirlægjuhátturinn gagnvart ESB í utanríkisráðuneytinu virðist gróinn þar fastur.
Breytir engu þótt nýir ráðherrar setjist þar inn. Það virðist eins og lögmál að nýir ráðherrar verði strax eins og póstberar embættisvaldsins sem þar hefur hreiðrað um síg í utanríkisráðuneytinu til áratuga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. júlí 2016
Vegabréf N 1 - áróður fyrir sælgætisáti barna
Á ferðum um landið að sumarlagi er gjarna komið við á stöðvum N 1 til að taka eldsneyti eða fá sér skyndibita. Margt er gott að segja um þjónustu N - eins.
Börn vilja gjarna fá sitt úr svona ferðum. Auðvelt er fyrir óprúttna aulýsendur að ná til barna og finna inn á veikleika þeirra eldri með börn í langferðum.
Eitt slíkt er Vegabréf N eins fyrir börn þar sem hver fær stimpil og verðlaun á næsta N eins- stað ef verslað er yfir 300 krónur.
Hugmyndin er góð, ferðin fær auka tilgang hjá börnum að fá stimpil á næsta N einum.
Vegabréfið í ár er skreytt myndum tengt Evrópukeppninni í fótbolta, íslensku fánalitunum og knattspyrnuhetjum. Þarna væri gullið tækifæri fyrir þetta stórfyritæki til að koma inn i barnaleikinn á uppbyggjandi og heilbrigðan hátt. En því miður bregst fyrirtækið alveg. Allir "vinningarnir" eru sælgæti: 1. Chupa Chups sleikjó, 2. Coke zero 250 ml. 3. Corny 25 g, 4. kókómjólk 250ml. 5. Nói trítlar, 6. Capri Sun 200ml. 7 prins pólo 35 g, 8 klaki lime 500 ml..
Ef barnið hefur þegið alla þessa sælgætisbita getur það með nafni skilað vegbréfinu inn og tekið þátt í happadrætti.
Nú er aðstandendum og börnum í sjálfsvald sett hvort tekið sé þátt í svona leik, en þar sem hann er frír og gefur möguleika á sætindum í munninn er hann ótrúlega lokkandi. Flestum okkar finnst gott að fá sætt í munninn og læt ég freistast fyrir barnabörnin
Þessi skilaboð og markaðsferð N 1 gengur hinsvegar þvert gegn allri umræðu um lýðheilsu, hollustu eða uppeldi barna. Ein helsti þjóðarsjúkdómur Íslendinga, einkum barna er of mikið sykurát í öllum formum og offita er vaxandi vandamál.
Stórfyrirtæki eins og N 1 getur ekki á svona óprúttinn hátt tekið þátt í að hvetja svo markvisst til að auka á þennan einn stærsta heilsuvanda íslenskra barna.
Ég skora á fyrirtækið N 1 að breyta um stefnu gangvart börnum á ferðalögum og hafa eitthvert uppbyggjandi, gleðjandi og skaðlaust fyrir börn,t.d. lítil leikföng sem verðlaun í Vegbréfi sínu sem hinir eldri geta svo með góðri samvisku og gleði deilt út á ferðum um landið .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. júní 2016
Hélt að ætti að endurtaka leikinn við Englendinga
Taugatitringi ESB sinnanna á Íslandi yfir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi ætlar seint að linna. Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar dró í efa að ætti að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um svona stórmál.
Ýmsir sem börðu bumbur á Austurvelli og heimtuðu aukið lýðræði drógu einnig í efa að ætti að leyfa svona vitlausri þjóð eins og breskum almenningi að kjósa um svona alvarleg mál. Vildi margir að kosið yrði um málið aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fengist.
Albest finnst mér þó sagan af manninum sem heyrði í sömu stjórnmálaskýrendunum og völdum álitsgjöfum dag eftir dag í fjölmiðlum sem fordæmdu kosningaúrslitin í Bretalandi,- það yrði að endurtaka leikinn - og kjósa aftur.
Hann spratt upp úr stólnum - "nú eru ESB sinnar á Íslandi að ganga of langt í vorkunnsemi sinni við Englendinga".
Ekki kæmi til greina að endurtaka fótboltaleikinn þó svo stolt ESB sinna á Englandi og á Íslandi væri stórskert.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. júní 2016
ESB- sinnar á Íslandi fara á taugum
Hörðustu ESB sinnar á Íslandi fara á taugum og tala af lítisvirðingu um lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu bresku þjóðarinnar um veru sína í ESB eða ekki.
Kemur þetta úr hörðustu átt úr munni margra sem telja sig boðbera lýðræðisins og víðtækri aðkomu almennings í ákvarðanatökum um einstök mál.
Þjóðaratkvæðgreiðslan um Icesave á Íslandi var ekki vinsæl af mörgu forystufólki í stjórnmálum, atvinnulífi, stjórnendum í "kerfinu" eða svokallaðri "elítu" sem hefur sjálfskipað vit á öllu. Sami tónninn er nú hafður uppi gangvart breskum almenningi sem greiðir atkvæði samkvæmt samvisku sinni
Brexit knúið áfram af Englendingum í nostalgíukasti eftir einhvers konar Enid
Skotar upplifa það, og að mörgu leyti réttilega, að drifkrafturinn í útgönguhreyfingunni sé ekki bresk þjóðerniskennd sem þeir gætu mögulega sætt sig við. Þeir upplifa fremur að þetta hafi verið drifið áfram af einhverjum Englendingum í nostalgíu eftir því að fá aftur einhvers konar Enid Blyton England. Það er ekki ímynd sem að Skotar tengja við, það er ekkert pláss fyrir þá í stóra Englandi.
Þetta segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur.
(Var kannski þjóðaratkvæðagreiðsla Skota um sjálfstæði drifin áfram af sömu nostalgíu.) Hver hefur rétt til að fella slíka sleggjudóma.
Úrslit sem sundra í allar áttir
Egill Helgason lætur móðan mása:
"Þjóðaratkvæðagreiðslan breska fer í rauninni eins illa og hún gæti farið. David Cameron efnir til hennar vegna innanflokksátaka í Íhaldsflokknum og vegna ógnar frá sjálfstæðisflokknum UKIP. Svo þarf að efna loforðið um atkvæðagreiðsluna og þá sundrast Bretland gjörsamlega.
David Cameron lyppast niður og fer frá völdum. Pólitísk arfleið hans er að engu orðin. Hann hefur hingað til þótt frekar farsæll og heppinn. En atkvæðagreiðslan var hreinn afleikur, það dugði ekki þótt forsætisráðherrann að síðustu færi að reyna að sýna einhverja sannfæringu með því að berjast gegn útgöngunni úr ESB.
Talað niður til eldra fólks
"Tveir þriðjuhlutar kjósenda sem eru undir 35 ára aldri vilja vera áfram í ESB. Sextíu prósent af þeim sem eru yfir fimmtugu vilja fara út. Gamla fólkið er að ákveða framtíð unga fólksins"
Vonandi róast ESB sinnarnir hér á landi og gera sér grein fyrir að stóri Evrópski draugurinn um Ísland í Evrópusambandinu er löngu kveðinn niður. Einungis eftir að moka yfir hann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)