Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pólitíkin bítur í skottið á sér

Hversvegna var boðað til kosninga í haust rúmu hálfu ári áður en ganga átti til reglulegra alþingiskosninga samkvæmt stjórnarskrá? Hvað rak menn til þá. Hvergi sést á það minnst í núverandi stjórnarmyndunarviðræðum. 

Hverjir stóðu eins og illa gerðir hlutir í tröppum Alþingishússins í vor og lofuðu kosningum bara ef þeir fengju að vera í friði í þrjá mánuði í viðbót.

Og hverjir dauðsáu strax eftir því að hafa heimtað kosningar, krafa sem þeir vonuðu að ekkert mark væri tekið á?

Ef kosningar voru brýnar í vor átti að ganga til þeirra strax en ekki eftir nokkra mánuði.

Hver er mest vanhæfur

Þáverandi formaður Framsóknarflokksins, sem allt veður var gert út af hafði þegar sagt af sér sem forsætisráðherra.

Vantraust á ríkisstjórnina hafði verið fellt á Alþingi.

Til hvers átti þá að grípa til neyðarákvæða stjórnarskrárinnar og ganga til kosninga áður en kjörtímabilið væri útrunnið.

Í landinu sat lýðræðiskjörin meirihlutastjórn, hvorki eldgos né drepsóttir kölluðu á kosningar þótt margir hafi verið óánægðir með sitjandi ríkisstjórn og gjörðir hennar.

Var ekki heimtað kosningar út af spillingu, vanhæfni og hagsmunatengslum forystumanna í stjórnmálum: Að menn sætu beggja megin borðsins við að útkljá stór mál og ráðstafa eignum ríkisins og sjóðum almennings. Enginn hefur þó verið ákærður. 

Hver er mest hagsmunatengdur

Nú velta menn því fyrir sér hvort ýmsir aðrir í forystu ríkisapparatsins, t.d. dómstólanna, lífeyrissjóðanna og stjórnmálanna séu eitthvað meira eða minna hagsmunatengdir en Sigmundur Davíð var talinn vera og knúinn til að segja af sér.

Er forystulið annarra flokka hvítþvegið frá hagsmunatengslum? Hversvegna var gripið til neyðarúrræðis stjórnarskrárinnar og boðað til kosninga?

Þessu þurfa forystumenn á Alþingi nú að svara áður en lengra er haldið.

Hvers vegna var kosið í haust

 Mig minnir að fyrrverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson  hafi endurskoðað afstöðu sína til þess að hætta og ákveðið að bjóða sig fram aftur vegna óvissu í stjórnmálum og óróa í samfélaginu.

 Núverandi forseti lýsti leiknum í beinni útsendingu á Rúv í vor og getur í sjálfu sér gert enn.

Gott ef Ólafur Ragnar sagði ekki síðan að mótmælin á Austurvelli hefðu hætt þegar hann tilkynnti að hann byði sig aftur fram. Engin mótmæli voru hinsvegar þegar hann aftur ákvað að hætta og dró framboð sitt til baka.

Nú hafa fjölmiðlar helst fóður í að Sigmundur Davíð bjóði framsóknarfólki í kaffi á Akureyri í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarflokksins.

Að kenna öðrum um

Forystumenn flokkanna sem heimtuðu eða lofuðu kosningum í haust verða nú að svara hver fyrir sig  hvers vegna.

Hvers vegna var kosningum flýtt um hálft ár þvert gegn  meginákvæði stjórnarskrárinnar um fjögra ára kjörtímabil?

 Það þýðir ekki stöðugt að benda á Sigmund Davíð sem orsök - hann sagði af sér sem forsætisráðherra.  

Gamalt máltæki segir :

"Þurrkaðu ekki á þér þegar annar stendur hjá þér".  

Var það kannski ástæða og tilefni kosninganna í haust?

 


Um fall og endurreisn

Hæstiréttur og Dómarafélagið hafa hvorki Árna Helgason né Ólaf Hauk Árnason, því miður.   

Mér er enn í fersku minni þegar endurreisa þurfti stóran hóp  félagsmanna í Barnastúkunni Björk nr. 94 í Stykkishólmi.

 Þetta mun hafa verið á árunum fyrir 1960.

Árni Helgason símstöðvarstjóri, húmoristi og stórstúkumaður stjórnaði öllu stúkustarfi af miklum krafti og skörungsskap. Barnastúkan Björk  er stofnuð 1927 og  var deildaskipt, við í unglingadeildum bárum ábyrgð á starfi stúkunnar fyrir eldri bekkina.

Stúkan og allur félagsskapur og fjölbreytt menningarstarf í kringum hana er einn sá besti skóli sem ég hef tekið þátt í. Hún hélt utan um einstaklingana og hópinn og ræktaði ábyrgð og  félagsanda ásamt samfélaginu öllu. 

Þá var skólastjóri í Stykkishólmi Ólafur Haukur Árnason, skagfirðingur og mikill skólamaður.

Ólafur Haukur varð síðar áfengisvarnarráðunautur ríkisins og stórstúkuleiðtogi

Að sjálfsögðu var bannað að reykja bæði í stúkunni og skólanum. Gilti það hvar sem til sást. Og ekkert fikt í þeim efnum leyfilegt. Siðareglur stúkunnar voru skýrar og öllum ljósar.

Allt í einu kvisaðist frá einhverjum „fjölmiðlamanni“ eða "rannsóknablaðamanni" á staðnum á þeim tíma að sést hefði til nokkurra krakka vera að fikta  með sígarettur í eyðiskúr á staðnum.

 Þessi orðrómur barst skólastjóranum sem ákvað að taka strax fast á hlutunum. 

Ólafur Haukur af sinni alkunnu stjórnsemi gekk inn í hverja kennslustofu í unglingadeildinni og sagði að sést hefði til nokkurra unglinga vera að reykja. Eins og allir vissu væri það alveg bannað.

Ólafur Haukur vildi ekki tilgreina hverjir það væru, en bauð þeim sem teldu sig seka í málinu að koma upp á skrifstofu til sín á eftir og biðjast afsökunar og lofa bót og betrun.

Þar með væri það mál búið. 

Og nú hófst atburðarrás sem enginn sá fyrir. 

Gangarnir og stiginn að skrifstofu skólastjóra fylltust af nemendum sem töldu þörf á að biðjast afsökunar og fá syndakvittun hjá skólastjóra.

 Þá varð einnig uppi fótur og fit því það var líka bannað að reykja í barnastúkunni.

Heit og reglur stúkunnar voru skýr og öllum ljós.

Og ef menn féllu á heitum stúkunnar þurfti að "endurreisa" þá.

  Árni Helgason stúkuforingi í Stykkishólmi  var miklu klókari en Skúli Magnússon formaður Dómarfélagsins.

Árni var örugglega með allt sitt á þurru í þessum efnum.

Árni Helgsson byrjaði ekki á að formæla uppljóstranum eins og formaður Dómarafélagsins gerði, heldur undirbjó strax endurreisnarstarfið.

Aðeins æðstu embættismenn stúkunnar gátu veitt syndakvittun og "endurreist" hina föllnu félaga. 

Við Cesil Haraldsson nú sóknarprestur á Seyðisfirði vorum þá í forystu fyrir Barnastúkuna.

Hversu sanngjarnt sem það var, töldum við Cesil okkur ekki þurfa á fund skólastjóra. 

Árni Helgason hafði strax samband við okkur Cesil og var ákveðið að boða til stúkufundur þegar í stað um kvöldið. 

Á þeim stúkufundi gekk stór hópur unglingadeildar og félaga í Barnastúkunni Björk fyrir okkur Cesil með Árna Helgason við hlið, játuðu brot sín og báðust afsökunar á yfirsjón sinni að hafa fiktað með sígarettur.  Var var hópurinn allur endurreistur og stúkustarfið gekk áfram af fullum krafti og samfélagið allt  mjög sátt við skjóta úrlausn mála.

Dómarafélagið er greinilega ekki með höfðingja og andans mann eins og hinn þjóðfræga Árna Helgason stúkuleiðtoga  í Stykkishólmi. Árni Helgason er nú látinn, blessuð sé minning þess ágæta manns.

Hæstiréttur hefur heldur engan Ólaf Hauk Árnason til að ganga í stofur og minna á reglur.  En Ólafur Haukur er enn á lífi og örugglega til í slaginn.

Við Cesil Haraldsson sóknarprestur á Seyðisfirði höfum reynslu af hópendurreisn og gætum verið reiðubúnir að aðstoða Dómarafélagið og Hæstarétt ef til þarf að taka og menn telja sig þurfa að játa yfirsjónir sínar og veita syndakvittun gegn loforði um bót og betrun.

 

 

 


JÁ eða Nei

Óafvitandi leiddi Bjarni Ben Viðreisn i gildru. "Að ganga inn i brennandi hús".

Viðreisn hélt til streitu kröfunni um inngöngu í Evrópusambandið.

Þau eiga varla sér "viðreisnar von" eftir að hafa brunnið inni í ESB húsinu sínu.

"Ung var ég gefin Viðreisn" sagði Björt framtíð og gekk með þeim á bálið.

Sjálfstæðisflokkurinn getur nú sýnt fram á "hreinsun sína" og að ESB sinnarnir og harðasta markaðshyggjufólkið sé ekki lengur þar innanborðs.

Umsókn að ESB þýðir beiðni um inngöngu.

Skilyrði ESB liggja öll fyrir. Þar er ekkert um að semja annað en tímasetningar á upptöku laga og reglna ESB.

 Spurningin er Já eða Nei, vilt þú að Ísland gangi í ESB eða ekki.

 Samfylkingin sem var með ESB-aðild sem sitt eina mál á stefnuskrá þurrkaðist nánast út af þingi.

Hinn pólitíski ómöguleiki er skýr. 

Flokkar sem eru andvígir aðild að ESB geta ekki tekið þátt í að leiða ríkisstjórn sem setur aftur í gang umsóknarferil eða sækir um "að ganga inn í hið brennandi hús" Jóns Baldvins.

Svo einfalt er það nú.

 


Rússabannið kostar þjóðarbúið milljarða

Stuðningur ríkisstjórnarinnar við refsiaðgerðir ESB gegn Rússum kostar útflutningsatvinnuvegina milljarða króna.

Tekjur sölufyrirtækis útgerðafélaganna Skinney -Þinganess á Höfn og Ísfélags Vestmannaeyja lækkuðu um 9,6 milljarða króna sl. ár miðað við árið á undan. Ástæðan er lélegra efnahagsástand í Rússlandi og viðskiptanbann þeirra á íslenskan útflutning. Þetta kemur fram í umfjöllun  Dv. í dag.

Tekjurnar hrundu um milljarða út af Rússum

Fréttir

Tekjurnar hrundu um milljarða út af Rússum

Ótalið er tjón annarra útflutningsfyrirtækja vegna þessara refsiaðgerða.

Ísland hefur aldrei fyrr tekið þátt í viðlíka aðgerðum gegn öðru ríki og við höfum átt áratuga gott viðskiptasamband við Rússland óháð pólitísku ástandi þar. Þessum viðskiptum er nú stefnt í voða til lengri tíma vegna undirlægjuháttar við ESB.

Sjálfssagt var uppáskrift  á refsiaðgerðir ESB gerð "að ráði embættismanna í utanríkisráðuneytinu" eins og núverandi utanríkisráðherra orðaði það í sjónvarpssviðtali nýverið.

En þá var hún spurð út í ESB umsóknina og  bréfaskriftir  fyrirrennara síns til Brüssel.

"Hvers vegna er utanríkisráðherra að reyna að blekkja kjósendur?

spyr Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri á heimasíðu sinni.

Og er það ekki ráðherra sem ræður?

Landsfundur  Framsóknarflokksins samþykkti að þátttaka í viðskiftabanni á aðrar þjóðir yrði ekki gerð nema að stuðningur Sameinuðu þjóðanna og alþingis lægi fyrir. 

Hvers vegna er þá ekki viðskiftabannið á Rússa afturkallað nú þegar?

Hvorki liggur þar fyrir samþykki S.Þ. né alþingis. Orðum fylgir ábyrgð. 

 


Þjóðaratkvæðagreiðslu um íslenskan landbúnað

Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Góð grein hjá Ernu Bjarnadóttir um íslenskan landbúnað og innlenda matvælaframleiðslu.

Hvað vilt þú fyrir íslenskan landbúnað?

Hvort á að ráða gróðahagsmunir alþjóðlegra viðskiptakeðja og útsendara þeirra sem vaða í fjármagni eða hagsmunir íslenskra neytenda og framleiðenda um holla, innlenda matvælaframleiðslu?.
Það er með ólíkindum að forystufólk og einstakir talsmenn ýmissa stjórnmálaflokka og samtaka atvinnulífs hafi gengið þessum öflum og málpípum þeirra á hönd með árásum á bændur og innlenda matvælaframleiðslu. Jafnvel er þetta gert undir fölsku flaggi einstaklingsfrelsis. Er það frelsi að gefa alþjóðlegum viðskiptakeðjum niðurgreitt skotleyfi á innlenda matvælaframleiðslu?

Sífelldar árásir á atvinnugreinina og þá sem með og í henni starfa er með ólíkindum

Slík framganga þekkist varla í neinu landi nema hér.

Nýgerður tolllasamningur við ESB ef hann nær fram að ganga um stórfelldan innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarvörum vegur að innlendri matvælaframleiðslu og fæðuöryggi til lengri tíma litið
Er það vilji þjóðarinnar að svo fari ?. Ég efast um það. Kannski á að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um tollasamninginn og framtíð innlends matvælaiðnaðar áður en hann kemur til framkvæmda.
..

Hvað vilt þú fyrir íslenskan landbúnað?
BBL.IS
 

Sjálfstæðisflokkurinn á móti strandveiðum

Bjarni Ben. dró ekki af andstöðu sinni við strandveiðarnar á Sprengisandi 25 sept. sl.
  
"Þetta magn hefði verið í lófa lagið að veiða á einum línubát, í stað þess að gera út 120 báta, 120 vélar, 120 menn og konur til að ná þessum afla".
  
Sagði formaður Sjálfstæðisflokksins sem skilur hvorki eðli né hlutverk strandveiðanna.
 
Rætt var um kröfu strandveiðisjómanna í suðurhólfi og Höfn í Hornafirði sem mótmæltu skerðingu Gunnars Braga sjávarútvegsráðherra á aflaheimildum þeirra í sumar. 
 
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru á móti strandveiðikerfinu í upphafi og eru það greinilega enn.
 
Hagræðing fyrir hvern?
Örn Pálsson
 
Strandveiðisjómenn í Hrollaugi 1 (1).jpg
 
 
Meðfylgjandi frétt er á vefsíðu Landssambnds  smábátaeigenda
 
" Á Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 25. september sl. var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins.  Í viðtalinu vék Bjarni að frétt sem hann hlustaði á sl. sumar þar sem rætt var um strandveiðar, sem hann sagði nauðsynlegan glugga á kerfinu.  Smábátaútgerðarmenn á Suðurlandi hafi mótmælt því að 200 tonn hefðu verið tekin af þeirra svæði og þau færð á annað veiðisvæði. 
 
 
Í framhaldi af fréttinni hefði hann farið að velta fyrir sér hagræðingu í sjávarútvegi undanfarinna ára.  Komið hefði fram að 120 bátar væru á strandveiðisvæðinu og samanlagt veiddu þeir 1200 tonn.  Þetta magn hefði verið í lófa lagið að veiða á einum línubát, í stað þess að gera út 120 báta, 120 vélar, 120 menn og konur til að ná þessum afla.
 
 
Í framhaldi af þessari líkingu er rétt að velta fyrir sér hvort það sé skoðun fjármálaráðherra að hagræðing fyrir þjóðina felist í að nytjastofnar okkar verði nýttir af sem fæstum bátum?  
 

Screen Shot 2016-09-27 at 19.15.58.png

 
Eru skilaboðin til íbúa hinna dreifðu byggða að þeir eigi að afsala sér strandveiðum til örfárra aðila í nafni hagræðingar?  Verða af hinu dásamlega mannlífi sem þær bera með sér, horfa upp á ónýtt hafnarmannvirki og menn skammast í hvor öðrum að geta ekki farið á sjó.
 
 
Á strandveiðum á nýliðnu sumri voru 664 bátar.  Á bakvið hvern bát er fólk; fjölskylda, vinir, og einstaklingar, sem ákveðið hafa að stunda sjálfstæðan atvinnurekstur - útgerð í 4 mánuði á ári.  Útgerð sem háð er dugnaði og áræðni þess sem rær viðkomandi bát.  
 
 
Afkoma hverrar útgerðar fer í að greiða kostnað af veiðunum og laun þess sem rær.  Þeir 120 aðilar sem ráðherra nefndi voru allir reiðubúnir að stunda strandveiðar frá 1. maí til 31. ágúst.  Væntanlega hefur útgerð línubátsins sem ráðherra nefndi einnig verið tilbúin til verkefnisins að veiða á einu ári 1.200 tonn.
 
 
Undirritaður hvetur þann sem kominn er á þennan stað í lestri þessarar örgeinar að velta fyrir sér spurningunni: Hagræðing fyrir hvern?"
Segir á vef Landssambands smábátaeigenda
 
Það mun verða setið um strandveiðikerfið af sterkum stjórnmálaöflum og því verða strandbyggðirnar að vera vel á verði.   
 

Horft af brúnni

Leikritið Horft frá brúnni eftir Arthur Miller er mögnuð sýning Þjóðleikshússins. Við fórum á sýninguna í gær.

Hilmir Snær leikari á frábæran leik og sýnir á sínar sterkustu hliðar.  Allir leikarar skila vel hlutverki sínu.

Athygli vekur hve leikarar eru skýrmæltir með góðan og hljómmikinn framburð  sem minnir á okkar þá bestu  leikara fyrir áratugum síðan. 

En óskýr framburður og smámælgi hefur mér fundist vandamál hjá mörgum góðum leikurum síðari ára.

 Athyglisvert er því að leikstjórinn Stefán Metz sem varla skilur orð í íslensku nær svona góðum árangri í tali og tjáningu. Frábært kvöld.

Horft frá brúnni

Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar, um forboðnar ástir, svik og frelsisþrána

Horft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna. 

Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjölskyldan skýtur skjólshúsi yfir tvo unga menn frá Sikiley, ólöglega innflytjendur, og Katrín verður fljótt ástfangin af yngri manninum. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá afdrifaríku ákvörðun að skilja elskendurna ungu að. 

Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, hefur starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu en nýverið setti hann upp rómaða sýningu á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu

 

 


Strandveiðar - ein besta byggðaaðgerð síðari ára

Strandveiðar voru eitt aðalumræðuefnið á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í dag

 Eitt fyrsta verk mitt sem sjávarútvegsráðherra var að leggja fram og fá samþykkt á alþingi frumvarp um strandveiðar vorið 2009

Nokkuð hafði dregist að ljúka afgreiðslu þess í þinginu vegna andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem lögðust ýmsir mjög hart gegn frumvarpinu..

Frumvarpið sem lagt fram 25. maí var loks samþykkt á alþingi 19. júní 2009.

Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hart á móti

Það var svoldið sérstakt að heyra fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sjávarútvegsráðherra Gunnar Braga Sveinsson og formann atvinnuveganefndar Jón Gunnarsson taka þátt í umræðum um strandveiðar, veiðar sem þeir höfðu lagst hart gegn og ekki getað stutt á sínum tíma

Ég hafði þá áður gert ráð fyrir að hægt væri að hefja strandveiðar í síðasta lagi 1. júlí 2009 en andstæðingar frumvarpsins reyndu allt til að tefja málið og koma í veg fyrir að strandveiðar gætu hafist það árið.

Reglugerð hafði verið undirbúin en ekki var hægt að gefa hana út fyrr en lögin hefðu verið samþykkt.

Síðan þurfti að auglýsa strandveiðileyfin. Allt þurfti þetta sinn tíma., en unnið mjög hratt. 

Ein áhrifaríkasta byggða aðgerð síðari ára

Forsetinn var erlendis þegar lögin voru samþykkt og þurfti því að leita uppi handhafa forsetavalds til að árita. Strandveiðarnar hófust svo í júlibyrjun 2009

 Fyrst var þetta samþykkt sem bráðbirgðaákvæðið við fiskveiðistjórnarlögin en síðan voru samþykkt sérstök lög um strandveiðar sem hluti laga um stjórn fiskveiða.

 Á vef Landsambands smábátaeigenda má sjá:

„Aðalfundur Stranda var haldinn á Hólmavík 24. september sl.  Að venju var fundurinn vel sóttur og umræður hinar fjörugustu.  

Strandveiðikerfið var Strandamönnum hugleikið, einkum mikilvægi þess fyrir hinar dreifðu byggðir.  Rætt var um að líklega væri byggð í Árneshreppi að engu orðin ef strandveiðar nyti ekki við.  Á Norðurfirði lönduðu alls 29 bátar 541 tonni sem setti höfnina í þriðja sæti yfir þær aflahæstu við strandveiðar á sl. sumri. 

Á félagssvæði Stranda lönduðu 55 strandveiðibátar alls 840 tonnum sem svarar til 9,2% af heildarafla til strandveiða.   

 Slíkar fréttir má sjá hvaðanæva af landinu

Ferill þingmálsins

Þingskjal 150, 137. löggjafarþing 34. mál: stjórn fiskveiða (strandveiðar). Lög nr. 66 19. júní 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

     Auk þeirra aflaheimilda sem úthlutað er á fiskveiðiárinu 2008/2009 á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, er í júní, júlí og ágúst 2009 heimilt að veiða á handfæri allt að 3.955 lestir samtals af óslægðum þorski, sem ekki reiknast til aflamarks eða krókaafla marks þeirra fiskiskipa sem stunda handfæraveiðar samkvæmt þessu ákvæði.      Landinu verði skipt í eftirfarandi fjögur landsvæði: A. Eyja- og Miklaholtshreppur – Skagabyggð, B. Sveitarfélagið Skagafjörður – Grýtubakkahreppur, C. Þingeyjarsveit – Djúpavogshreppur, D. Sveitarfélagið Hornafjörður – Borgarbyggð. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um frekari skiptingu landsvæða og löndunarstaði. Í hlut landsvæðis A komi alls 1.316 tonn, í hlut landsvæðis B komi alls 936 tonn, í hlut landsvæðis C komi alls 1.013 tonn og í hlut landsvæðis D komi alls 690 tonn. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um hvernig aflaheimildir skiptast á einstaka mánuði og skal ráðherra með reglugerð stöðva veiðar á hverju svæði þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hvers mánaðar verði náð".

Framundan er að stórauka hlut og þátt strandveiðanna


Kosningabrandari Framsóknar

Landsfundur ályktaði skýrt gegn viðskiptaþvingunum.

"Ísland taki ekki þátt í viðskiptaþvingunum, nema þeim sem ákveðnar eru á vettvangi öryggisráðs sameinuðu þjóðanna og samþykktar hafa verið af alþingi í hvert sinn".

Nú var það Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Framsóknarflokksins  sem skrifaði upp á refsiaðgerðir ESB og kallaði yfir sig viðskiftabann frá Rússum í staðinn sem hefur kostað íslenska útflytjendur bæði í sjávarútvegi og landbúnaði milljarða króna.

Síðar var upplýst að þetta hafi verið gert án samþykkis í ríkisstjórn. (Eigum að reka okkar eigin utanríkisstefnu segir Bjarni Ben.)

Nú hefur Framsókn allt á hendi: forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Ekkert ætti því að standa í veginum fyrir því að fylgt væri eftir samþykkt landsfundar flokksins og viðskiftabannið á Rússa afturkallað þegar í stað.

 Hvorki Sameinuðuþjóðirnar, né Öryggisráðið, né Alþingi hafa samþykkt refsiaðgerðir ESB gegn Rússum.  (Mbl. Þving­an­ir þurfi samþykki ör­ygg­is­ráðsins)

 Það er lofsvert hjá Framsókn að gera slíka samþykkt en þá hlýtur að eiga að fara eftir henni. Annars er þetta eins og hver annar brandari svona fyrir kosningar. 


Milljón tonn af makríl á sjö árum

Íslenskar útgerðir hafa nú veitt milljón tonn af makríl á Íslandsmiðum á 7 árum. Frétt á vef smabatar.is greinir svo frá. Milljón tonn á sjö árum.

Það virðast fáir gera sér grein fyrir þeim átökum sem áttu sér stað bæði fyrir opnum og lokuðum tjöldum við ESB um makrílveiðarnar. Fyrst vildi ESB ekki viðurkenna að hér veiddist makríll. Síðan kom krafan um að þeir ættu þann makríl sem hér veiddist. Þegar loks var komist að samningaborði strandríkjanna um skiptingu makrílsins var tilboðið fyrst 5 til 6% hámark.

Hótanir um allsherjar viðskiptabann af hálfu ESB með sjávarafurðir fylgdu í kjölfarið.

Eftir nokkurra ára þref fór tilboðið um hlut Íslendinga upp undir 10% af heildarveiði. Ég sem ráðherra ákvað okkar hlutdeild af heildarafla makríls að lágmarki um 16,5% enda var það í góðu samræmi við magn stofnsins á Íslandsmiðum.

Marílveiðar okkar Íslendinga stöðvuðu endanlega samningana og inngönguferlið í ESB í árslok 2011.

En þá lét ég það verða mitt síðasta verk sem ráðherra að gefa út makrílkvótann fyrir árið 2012 147 þús tonn.

Þar með voru hendur eftirmanna minna bundnar og þrátt fyrir vilja til eftirgjafar til að halda áfram aðlögunarsamningunum við ESB komust þeir ekki áfram með það og samningum um inngöngu í ESB sjálfhætt.

 Veruleikafirring þeirra sem nú vilja halda áfram viðræðum um inngöngu í ESB er ótrúleg og sýnir bæði vanþekkingu  og vanmetakennd.

Menn geta nú velt því fyrir sér hversu mikla þýðingu makrílveiðarnar höfðu fyrir atvinnulíf og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar ekki síst eftir efnahagshrunið.

En trúið mér ákvarðanir mínar um makrílveiðarnar  voru ekki velþokkaðar af ESB sinnunum og vægast sagt mjög illa þokkaðar af mörgum hér á landi sem sáu ESB drauminn sinn renna út í sandinn.

 Mín hugmynd var að smábátar mættu veiða nánast frjálst af makríl á grunnslóð en sjávarútvegsráðherra Framsóknar skerti hlut smábáta verulega um leið og hann kvótasetti makrílinn 2014. Það var bæði röng ákvörðun og ósanngjörn.

En bæði veiðar og vinnsla hafa þróast ótrúlega hratt á þessum 7 árum, nánast kraftaverki líkast og sýnir styrk íslenskrar útgerðar og fiskvinnslu. 

Ákvörðun mín um að koma með allan afla að landi til matvælavinnslu skipti líka sköpum fyrir þróun makrílveiðanna. Var sú ákvörðun tekin í góðri samvinnu við flesta í útgerðinni og fiskvinnslunni og hefur reynst farsæl.

 Ákvörðun utanríkisráðherra Gunnars Braga Sveinssonar um að styðja viðskiptahindranir ESB á Rússland og kalla yfir sig viðskiptabann á makríl sýndi ótrúlegan undirlægjughátt við ESB og  var galin aðgerð sem vonandi verður afturkölluð sem fyrst.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband