Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 27. apríl 2024
Öðruvísi mér áður brá
Frumvarp um lagareldi sem nú liggur fyrir aþingi er með hreinum ólikindum,
Þar er lagt til að festa í lög heimildir fyrir ótímabundnum rekstrarleyfum til fiskeldis í fjörðum landsins.
Leyfin verði bæði framseljanleg og framleigjanleg eins og hver önnur "brask" vara í viðskiptum.
Takmarkaðar kröfur eru settar til varnar umhverfisinu, mengunar eða lífríkis í nágrenni eldistöðva.
Eldi verður áfram heimilað á frjóum erlendum eldislaxi sem getur spillt náttúrulegum laxastofnum í ám landsins
Hvað sem líður öllum öðrum þáttum frumvarpsins sem ýmsir geta verið til bóta, vantar grunnhugsjónina um varúð og verndun lífríkis og að leyfisveitingar séu tímabúndnar undir ströngum skilyrðum og miklu eftirliti.
Ef á annað borð á að leyfa laxeldi í sjó við Ísland.
Þá eru hagsmunir þeirra byggða að vel sé til vandað og tekjurnar renni til heimahéraða.
Bótakröfur- ábyrgð- viðurlög
Hvergi er í frumvarpinu minnst á að fyrirtæki þurfi að leggja fram í upphafi staðfestar og viðurkenndar tryggingar fyrir hugsanlegum skaðabótum ef mistök verða.
Sú hugmyndafræðilega nálgun sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stóð fyrir á sínum tíma og ég minnist sem þingmaður og ráðherra málaflokksins virðist lítt sýnileg í þessu frumvarpi.
Gengur þvert á grunngildi VG
Flest grundvallaratriði sem frumvarpið byggir á ganga þvert gegn stefnu Vg sem m.a. ég barðist fyrir sem talsmaður flokksins í sjávarútvegsmálum og ráðherra þess málaflokks um tíma.
Því finnst mér með ólikindum að það skulu vera ráðherrar Vg sem leggi frumvarpið fram í þessum búningi,
Sjálfstæðismenn og Framsóknarþingmenn verja grimmt hagsmuni sinna
Sjálfstæðisþingmenn reyndust mér sem ráðherra harðdrægir sem á sínum tíma - gengu m.a. út af þingfundi í atkvæðagreiðslu um strandveiðar til þess að reyna að stöðva málið
Og sögðu síðan allir nei.
Framsóknarmenn sátu þó hjá við málið fyrir rest eftir mikla andstöðu í þinginu.
En samt er mér til efs að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefði þorað sjálfir að leggja fram slíkt frumvarp sem þetta
Frumvarp sem fæli í sér ótímabundinn, framseljanlegan nýtingarrétt á auðlindum og náttúru innfjarða á Íslandi.
Því hefði örugglega ekki verið tekið andmælalaust af þingmönnum Vg á þeim tíma.
Ráðherra getur kallað málið til baka úr þinginu
Vonandi sjá menn að sér, biðjast afsökunar og ráðherra afturkalli frumvarpið til þess að vinna það betur.
Rétt er að minnast fyrstu greinar laga um stjórn fiskveiða.
Þar er kveðið skýrt að orði:
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildinni.
Náttúran- lífríkið - fjölbreytileikinn á sinn eigin rétt og varúðarregluna ber að virða.
Það ráðstafar enginn þjóð lífríkisauðlindum sínum ótímabundið , sama hverjir eiga í hlut
Baráttumál Vg meðan ég var sjávarútvegsráðherra var að halda forræði auðlindarinnar hjá þjóðinni og nýtingarréttur væri ávalt tímabúndinn og og ráðstöfun hans væri hjá þjóðinn- -alþingi og ríkistjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. apríl 2024
"Samlifandi" forsetar
Hart var tekist á í forsetakosningum 1968.
Þeir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Gunnar Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra, hæstaréttardómari og sendiherra börðust um stólinn.
Báðir miklir atgervismenn en af ólíkum sviðum.
Kristján Eldjárn hafði betur
"Samlifandi" forsetar
Á framboðsfundi í Stykkishólmi 1968 hjá Gunnari Thoroddsen spurði Guðmundur Guðjónsson á Saurum, minn gamli barnakennari:
"Getur komið til greina að þið Kristján Eldjárn verðið "samlifandi" forsetar Íslands" ?
Fáir skildu spurninguna þá, en Gunnar Thoroddsen tók því af og frá. Það kæmi aldrei til,
Viti menn Kristján Eldjárn verður forseti en Gunnar Thoroddsen verður forsætisráðherra í mars 1980
Kristján Eldjárn er forseti til 1. ágúst 1980
Þar með verður Gunnar Thoroddsen sem forsætisráðherra einn af handhöfum forsetavalds við fjarvist sitjandi forseta Kristjáns Eldjárns fyrrum keppinauts,
Rættist sú spá Guðmundar Guðjónssonar á Saurum 12 árum áður um að Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn yrðu "samlifandi" með forsetavald á Íslandi .
Það er því ýmis skondin staða sem getur komið upp um hverjir verða "samlifandi" handhafar forsetavalds á Íslandi á næstu misserum.
Katrín Jakopsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu t.d. orðið "samlifandi" handhafar forsetavalds á Íslandi innan tíðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2024 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. mars 2024
Hervæðing Íslands - Nú er nóg komið
Sorglegt að Íslensk stjórvöld fjármagni vopnakaup til þess að drepa saklaust fólk í fjarlægum löndum
"Peace is never made with arms, but with outstretched hands and open hearts," he said.
Sagði Francis páfi í Páskamessu sinni í morgun.
Mikið vildi ég að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hlustuðu á boðskap páfa:
"Friður vinnst aldrei með vopnum heldur með útréttum höndum og opnum hjörtum"
Það er brotið blað í aldalangri friðargöngu Íslendinga sem herlausar friðelskandi þjóðar
Að taka þátt í beinum vopnakaupum fyrir hermenn, karla og konur, drengi og stúlkur til drápa á saklausu fólki í fjarlægum löndum:
"Ísland mun styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum".
Þessi vopnakaup Íslendinga til hryllilegs stríðs herveldanna í fjarlægu landi eru komin langt frá skilyrðum okkar fyrir þátttöku í hernaðarbandalaginu Nató.
Að mínu mati hefur ríkisstjórnin enga heimild til þessarar stefnubreytingar í hervæðingu Íslands,-
heimild sem er mjög þanin fyrir og gengur hart að stjórnarskrá landsins
Hjarta mitt fyllist sorg að sjá minn gamla flokk Vinstri hreyfinguna grænt framboð leiða þessa hervæðinga ríkisstjórn sem vopnvæðir konur sérstaklega til manndrápa.
Hve óralangt er forysta flokksins komin frá þeim grunngildum sem Vg var á sínum tíma stofnað um?
Guð blessi Ísland og leiði stjórnvöld á nýja braut- friðar og útréttra handa með opnum hjörtum eins og Francis páfi kallar eftir.
Gleðilega páska, upprisu friðar og útréttra handa
8 hours ago
Pope Francis has used his traditional Easter message to call for a ceasefire in the Gaza Strip and for the return of Israeli hostages held by Hamas.
The 87-year-old pontiff led Easter Mass at the Vatican in front of thousands, despite concerns over his health.
Referring to conflicts around the world, the Pope pleaded not to "yield to the logic of weapons and rearming".
"Peace is never made with arms, but with outstretched hands and open hearts," he said.
Tens of thousands of worshippers gathered in St Peter's Square to hear the Pope.
Ísland leggur til 300 milljónir í kaup á skotfærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2024 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. mars 2024
Var Bankasýslan ekki dauð ?
Var ekki búið að leggja Bankasýsluna niður?
Flestir hafa ábyggilega haldið að Bankasýslan væri dauð.
Svo hart var að orði kveðið eftir klúðrið með sölu á hlutunum í Íslandsbanka að búið væri að leggja Bankasýsluna niður.
Greinilegt er í máli Landsbankans um kaup á TM að Bankasýslumenn hafi haldið það sjálfir að búið væri að leggja þá niður.
Þótt þeir væru sjálfssagt á biðlaunum
Landsbankinn hefur haldið að Bankasýslan væri dauð?
Er að furða að Landsbankinn hafi verið einnig í þeirri trú að Bankasýslan væri ekki lengur til
Enda var Bankasýslan alveg ótrúlega brengluð "armslengd" og krumpuð í sterkum höndum handboltakappans í fjármálaráðuneytinu.
Óþarfa milliliður
Bankasýslan er alveg óþarfur "þvottaklútur" fyrir stjórnsýsluna.
Landsbankinn heyrir beint undir ráðherrann og ríkisstjórnina og síðan Alþingi.
Eðlilegast er að fjármálaráðherra skipi bankaráð Landsbankans milliliðalaust samkvæmt tilnefningum eignaraðila sem er Alþingi og fólkið í landinu.
Nýr fjármálaráðherra
Auðvitað tekur nýr fjármálaráðherra málin beint og feimnislaust í sínar hendur með stjórnendum Landsbankans ásamt ríkisstjórn og alþingi.
Eg er ekki sammála ráðherranum í einkvæðingartalinu
Hinsvegar er það ljóst að það stendur hvort eð er ekki til að selja Landsbankann.
Allt tal um slíkt eru útursnúningar og út í bláinn til þess að dreifa umræðunni.
Landsbankinn hefur verið vel rekinn og skilar góðum arði og ein besta trygging fyrir ríkissjóð og almenning í landinu.
Ef það þykir hagkvæmt að kaupa Tryggingafélag er það mál bankastjóra, bankastjórnar og eigenda bankansm, ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis.
Brandaranum í kringum Bankasýsluna og " armslengd" ráðherra er lokið.
Þessi brandari með hlutverk Bankasýslunnar er varla tækur til að vera endurtekinn frá ráðherraleiknum í kringum söluna á Íslandsbanka.
Þeim "handboltaleik" og draugagangi er lokið.
Þjóðaratkvæðagreiðsla ef selja á hluti þjóðarinnar í Landsbankanum
Ef á að selja hluti í Landsbankanum er það aftur á móti það stórt mál að einn tímabundinn ráðherra eða ríkisstjórn tekur ekki slíka ákvörðun.
Þá er um gjörbyltingu að ræða sem hlýtur að koma til kasta þjóðarinnar með beinni þjóðaratkvæðgreiðslu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. mars 2024
Landsbankinn er ríkisfyrirtæki
Sem ekki stendur til að selja
Eitthvað er bankastjóri Landsbankans að misskilja hlutverk sitt og stöðu Landsbankans,
"Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki"
segir í fréttum í dag.
Málið var tekið upp á þingi.
Skerpa þarf á lögum ef bankastjóri Landsbankans upplifir stöðu sína þannig að hún stýri einkafyrirtæki á almennum markaði.
Þjóðarbanki
Ég hygg að meginþorri þjóðarinnar líti á Landsbankann sem sína eign -þjóðarbanka- og þjónustustofnun sem lúti í raun ábyrgð og stjórn ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis fyrir hönd almennings í landinu.
Banka sem þjóðin vill eiga en ekki selja
Þótt daglegur rekstur sé hinsvegar settur "einhverja armslengd" frá fjármálaráðherra undir "Bankasýslu ríkisins" sem ráðherra er falið að skipa og ber ábyrgð á.
(Sem lýsir sig "nú á fjöllum" en aðrir vissu ekki betur en búið væri að leggja niður)
Og síðan bankaráði Landsbankans sem ráðherra ber einnig ábyrgð á fyrir hönd alþingis og þjóðarinnar sem og aðalfund Landsbankans
Fjármálaráðherra fer með aðalfund bankans og ábyrgð í umboði ríkisstjórnar og alþingis.
Visir fjallar um málið:
"Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra".
Fjármálaráðherra á öðru máli
"Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem stödd er í útlöndum samkvæmt heimildum fréttastofu brást illa við þessum tíðindum á Facebook síðu sinni strax í gærkvöldi.
Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag. Ríkið á að losa um tugi milljarða og umbreyta þeim í samfélagslega innviði sem almenningur nýtur góðs af og byggir undir frekari verðmætasköpun og samkeppnishæfni allra landshluta, segir fjármálaráðherra á Facebook."
ER sammála ráðherranum um stöðu Landsbankans
sem sé ríkisfyrirtæki í þjóðareign og lýtur boðvaldi ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis í öllum meiri háttar málum og þjónustustefnu í þágu almennings
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. mars 2024
" Skaðabótatilskipun ESB"
Alþingi getur sjálft sett eigin lög og reglur um "Skaðabótarétt" ef þess er þörf.
Algjör óþarfi að bíða eftir sérstökum "gullhúðuðum" reglum eða innleiðingu nýrra EES/ESB reglna.
Í þessu tilviki " Skaðabóta tilskipun ESB" frá 2014 sem er ætlað að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að sækja bætur vegna samkeppnislagabrota.
Malið var tekið upp á alþingi í dag.
Var þar gagnrýnt að Ísland hefði ekki tekið upp og innleitt þessa tilskipun ESB.
Bent var á að skorti skýrari lagaheimildir til þess að einstaklingar og fyrirtæki gætu sótt skaðabætur við brot á samkeppnislögum. Meint samráð Eimskip og Samskip var nefnt í því sambandi
Hefur ekki verið tekið inn í EES samninginn
Forsætisráðherra upplýsti að tilskipunin hefði ekki verið tekin upp í EES samninginn og því hefði ekki hvílt skuldbinding af hálfu íslenskra stjórnvalda að innleiða þá tilskipun.
Alþingi getur sett sín eigin lög og þarf ekki að bíða eftir tilskipun ESB/EES
Þessi minnimáttar kennd og afsökunarárátta - Að þurfi EES/ ESB reglur til, ef gera þarf bragarbót á íslenskum lögum. Þessi afstaða sýnir vantrú á eigin löggjafarsamkomu.
Ef þörf er á skýrari lagasetningu til verndar íslenskum neytendum getur Alþingi Íslendinga sjálft gripið þegar í stað inn og sett lög á eigin forsendum og tryggt rétttinn og samræmt við önnur lönd eins og þarf.
Ber hver þingmaður og ráðherra ábyrgð sína í þeim efnum
Alþingi þarf ekki að biða eftir ESB/EES tilskipunum til þess að gleypa frá Brüssel.
Kristrún vill innleiða skaðabótatilskipun ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. mars 2024
HS -Orka aftur til Ríkisins
Atburðirnir og eldgosin á Reykjanesi færa okkur heim sanninn um að grunn innviðir eins og orku öflun og dreifikerfi eigi að vera í eigu og á ábyrgð almennings - Ríkis og Sveitarfélaga. Einkavæðing og sala á HS orku á sínum tíma var meiri háttar slys, aðför að öryggi og þjónustu við almenning og fyrirrtækin á svæðinu sem og landinu öllu.
Nú eru orkuverin á Suðurnesjum í ákveðnu uppnámi sem og varnir þeirra og öryggi íbúanna.
Hvenær gerist slíkt einnig annarsstaðar á landinu?
Lætur forsætisráðherra til skarar skríða?
Forsætisráðherra Katrín Jakopsdóttir hefur ítrekað áherslu sína og grunnstefnu Vg að mikilvægir innviðir samfélagsins eins og orkufyrirtæki og almenningsveitur séu í opnberri eigu.
Eldgosin á Reykjanesi undirstriki enn frekar þá staðreynd .
HS-Orka aftur í eigu almennings
Ríkisstjórnin og alþingi hlýtur að taka þessi mál orkufyrirtækjanna upp og íhugi að taka HS orku eignarnámi.
Meðfylgjandi er úttekt á Dv frá því fyrir áramót um HS_ orku sem gróðafyrirtæki.
Stöðu þessara mála hefur ekki verið svarað.
Undirstrikað er hér að stjórnendur og starfsmenn HS Orku og annarra vinna kröftuglega og af heilum hug við að tryggja orkuöflunina og afhendingu orkunnar til íbúa á Suðurnesjum við fordæmalausar aðstæður. Þar leggjast allir á eitt.
EN :Munu eigendurnir endurgreiða arðinn - tugi milljarða siðustu ára? :
"Eigendur skræla HS Orku að innan en heimilin látin borga varnargarðinn
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 14:15
Eigendur HS-Orku hafa greitt sér 33 milljarða út úr fyrirtækinu á síðustu sex árum en þingheimur samþykkti í gærkvöldi að leggja sérstakan fasteignaskatt á heimilin í landinu til að borga fyrir 2,5 milljarða framkvæmdir við varnargarða til að verja mannvirki HS Orku við Svartsengi.
Alþingi samþykkti í gærkvöldi með samhljóða atkvæðum 57 þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu að skattleggja allar húseignir í landinu næstu þrjú árin um 0,008 prósent viðbótarskatt til að borga fyrir gerð varnargarða sem verja eiga mikilvæga innviði á Reykjanesskaga, sér í lagi mannvirki HS Orku við Svartsengi og aðstöðu Bláa lónsins á svipuðum slóðum.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu í gær ágreining um að reikningurinn fyrir þessum framkvæmdum yrði sendur heimilum landsins með þessum hætti en fyrirtækjunum sjálfum, sem í hlut eiga, ekki gert að taka þátt í kostnaði vegna framkvæmda sem ætlað er að verja eignir þeirra og fjárhagslega hagsmuni eigenda þeirra. Þegar til kom samþykkti stjórnarandstaðan engu að síður þessa skattlagningu.
Ljóst er að mikilvægt er að verja innviði á borð við raforkuframleiðslu í þágu íbúanna á svæðinu og orkuöryggis þjóðarinnar, en engu að síður blasir við að fjárhagslegir hagsmunir eigenda fyrirtækjanna sem í hlut eiga eru miklir. Þessi fyrirtæki eru í einkaeigu og þau hafa á liðnum árum skilað eigendum sínum miklum og góðum arði.
Eigendur HS Orku eru tveir. Jarðvarmi slhf., sem er í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða, á helming hlutafjár á móti breska sjóðafyrirtækinu Ancala Partners LLP.
Árin 2017-2022 nam samanlagður hagnaður HS Orku, eftir skatta, ríflega 29 milljörðum þegar reiknað er til núvirðis í dag. Á sama tíma hefur félagið greitt eigendum sínum 33 milljarða króna í gegnum arðgreiðslur og endurkaup hlutafjár. Eigendurnir hafa þannig markvisst unnið að því að lækka hlutafé félagsins og tekið meira út úr því en sem nemur hagnaði á þessu tímabili.
Á síðasta ári veittu Jarðvarmi slhf. og Ancala Partners LLP HS Orku víkjandi lán að verðmæti samtals 5,5 milljarða króna. Lánið er til sjö ára og greiðir HS Orka eigendum sínum vexti af því. Eiginfjárhlutfall HS Orku hefur skroppið saman úr 73 prósent í árslok 2017 í 41 prósent í lok síðasta árs.
Nú í haust var hlutafé HS Orku svo aukið um 5,6 milljarða sem varið var til kaupa á tveimur litlum orkufyrirtækjum.
Áætlað er að kostnaður við gerð varnargarða til að verja eignir einkafyrirtækisins HS Orku nemi um 2,5 milljörðum króna. Meðalhagnaður HS Orku síðustu sex ár hefur numið 4,8 milljörðum á ári og eigendurnir hefa greitt sér út að jafnaði um 5,5 milljarða á ári. Fyrirtækinu ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði að greiða sjálft fyrir þessar framkvæmdir sem varða sérstaklega fjárhagslega hagsmuni eigenda þess.
Athyglisvert er að forsætisráðherra, ríkisstjórnin og raunar allt Alþingi skuli ákveða að láta heimili landsins greiða fyrir þessa framkvæmd með sérstakri skattheimtu í ljósi þess að kostnaður við varnargarðana er áþekkur þeim kostnaði sem talið er að hafi fallið til þegar nýtt ráðuneyti var búið til við myndun þessarar ríkisstjórnar fyrir tveimur árum. Þá þótti ekki ástæða til að leggja sérstakan skatt á heimilin til að fjármagna nýja ráðuneytið. "
Þessu þarf að svara þjóðinni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. febrúar 2024
Landsvirkjun kyndir verðbólguna með háu orkuverði
"Mesti hagnaður í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunnar
Landsvirkjun greiðir ríkinu tuttugu milljarða í arð.VÍSIR/VILHELMHagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Hagnaðurinn jókst um nítján prósent frá árinu á undan, sem var líka metár.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri. Eiginfjárhlutfall sé 65,4 prósent og skuldsetning komin niður í 1,4 sinnum meira en rekstrarhagnaður ársins fyrir afskriftir.
Stjórn fyrirtækisins samþykkti ársreikninginn á fundi sínum í dag og lagði til að arður til ríkisins verði tuttugu milljarðar króna í ár, líkt og síðastliðin ár, en það eru um 72 prósent af hagnaði ársins. Samanlagður arður síðastliðinna þriggja ára nemur rúmum 40 milljörðum króna.
Þessi árangur náðist þrátt fyrir að tekjur af sölu til stórnotenda drægjust saman vegna verðlækkana á mörkuðum, en heildarrekstrartekjur jukust verulega, einkum vegna áhættuvarna. Þannig hefur virk áhættustýring í rekstri Landsvirkjunar sannað gildi sitt, en hún dregur úr tekjusveiflum og stuðlar að stöðugri rekstrarafkomu fyrirtækisins, er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunnar.
Á meðan rekstur orkufyrirtækis þjóðarinnar gengur betur en nokkru sinni fyrr eru blikur á lofti í raforkumálum Íslendinga. Framkvæmdir við orkuöflun hafa tafist af ýmsum orsökum, og líkur eru á því að raforkuframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn vegna orkuskipta og almenns vaxtar samfélagsins fyrr en í fyrsta lagi á árunum 2027-28, segir Hörður, en hann bendir þó á að vonir standi um að hægt verði að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund á árinu."
Það er eitthvað svo mótsagnakennt í hátterni Landsvirkjunar " Óskabarns þjóðarinnar"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2024
"Brexit" og EES / ESB
Bretar völdu að segja sig úr ESB og vildu heldur ekki klafa EES samningsins um hálsinn.
Margir spáðu illa fyrir Brexit og Bretum - efnahagurinn myndi fara á hliðina.
Annað kemur á daginn. Breskur efnahagur virðist ekki fara á hliðina eftir Brexit
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF spáir í vinnumarkaðinn og "atvinnuleysi" sem mælikvarða.
2023 var reiknað atvinnuleysi í Bretlandi 4,2% .
IMF spáir því að þær tölur liggi í kringum 4% næstu árin í Bretlandi.
Er það miklu lægra en t.d. í Frakklandi og Ítaliu þar sem atvinnuleysi er spáð 7- 8 % og í mörgum ESB löndum enn hærra. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur minnkað jafnt og þétt síðan í Brexit atkvæðagreiðslunni 2016. Að 1 milljón Breta hafi fengið störf á ný.
Bretar eru eins og mörg önnur Evrópulönd háð erlendu vinnuafli. Þeir eru ekki lengur bundnir innri markaði ESB fyrir vinnufólk.
Atvinnulífið getur því sótt starfskrafta að víðar úr heiminum, utan ESB landa, sem á grundvelli menntunar og færni skilar meiri virðisauka inn í samfélagið.
Skýrsla um ágæti þess að standa utan EES
Það gæti verið skynsamlegt fyrir alþingi og einstaka ráðherra að láta vinnu skýrslu um hvernig Bretum vegnar að standa utan bæði ESB og EES.
Og vinna sviðsmynd fyrir Ísland utan EES sem gerði tvíhliða samninga eins og fullvalda þjóð
Að vinna stöðugt skýrslur um hversu gott það er að vera í EES eins og um sértrúarsöfnuð sé að ræða getur varla talist frjó stjórnsýsla.
Og kveinka sér á móti undan reglugerðarfargani EES og tala um af-gullhúðun innleiðinga.
Aflétta ofbeldissambandi ?
Einkenni meðvirks ofbeldissambands er einmitt að hlaða gerandann, kúgarann oflofi, prísa hann og mæra, titrandi í hnjánum en kjökra svo undir sænginni að kveldi.
Hvernig væri bara að rétta úr sér, lyfta höfði og ganga upprétt sem fullvalda þjóð eins og Bretar völdu að gera.
Heimild. Nei til Eu
IMF har også prognoser for sysselsettingen. I Storbritannia var arbeidsløsheten i 2023 på 4,2 prosent, og den vil ligge rundt 4 prosent i årene fremover. Det er atskillig lavere enn Frankrike og Italia, som er forventet å ligge rundt henholdsvis 7 og 8 prosent. Andelen ikke-sysselsatte har gått markant ned siden brexit-avstemningen i 2016. Myndighetene oppgir at over én million arbeidsledige briter har kommet i jobb.
Som i flere europeiske land er det mangel på arbeidskraft i en del sektorer. Det er fortsatt en stor arbeidsinnvandring til Storbritannia, men andelen som kommer fra land utenfor EU har økt. Siden Storbritannia forlot EUs indre marked, og dermed den frie flyten av arbeidskraft i EU/EØS, har næringslivet blitt mindre basert på dårlig betalte arbeidere fra EU. En større andel av arbeidsinnvandrerne har nå høyere kompetanse og høyere lønn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2024 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. febrúar 2024
Brexit- hjálpar Bretum
Regluverk EES/ ESB þrengir að íslensku atvinnulífi, stjórnarskránni og fullveldi þjóðarinnar.
Meðan alþingi Íslendinga bögglast með nýjar reglur frá EES/ ESB og með EFTA dómstólinn eins og gamm yfir höfðinu, þá brosa Bretar í kampinn.
Bretar voru líka svo skynsamir að ganga ekki í EES þegar þeir yfirgáfu ESB, heldur gerðu tvíhliða samninga
Tölur sýna að virðisaukningin í bresku hagkerfi stendur sig vel utan ESB.
Þannig var hagvöxtur meiri í Bretlandi árin 2021 og 2022 en í stærstu ESB löndunum Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ( IMF) spáir 2% hagvexti í Bretlandi 2025, sem er á pari við Þýskaland og meiri en bæði í Frakklandi og á Ítalíu.
Og árin 2026 til 2028 spáir IMF.- meiri hagvexti í Bretlandi en í nokkru öðru af stóru ESB löndunum.
Að sjálfsögðu er óöryggi í spánni fyrir öll löndin en ljóst að Brexit- að hafa yfirgefið ESB- er ekki að hamla Bretum.
Heimild: Nei til EU í Noregi:
Pandemien og ettervirkningene av den, energikrisen i Europa og høy prisstigning har gjort det særskilt krevende å vurdere virkningene av brexit for økonomi og handel. Det er likevel flere forhold som taler for at verdiskapningen i Storbritannia står seg godt utenfor EU. For eksempel hadde Storbritannia høyere økonomisk vekst enn alle de tre største EU-landene Tyskland, Frankrike og Italia (målt i BNP) i 2021 og 2022.
Det internasjonale pengefondet IMFs prognose World Economic Outlook (oktober 2023) sier at Storbritannia får en lavere vekst i år (0,6 prosent), begrunnet med høye renter og energipriser. I 2025 øker veksten til 2 prosent, det samme som Tyskland og mer enn Frankrike og Italia. Fra 2026 og årene videre til 2028, der prognosen slutter, forventer IMF at Storbritannia har en vekst som er høyere enn alle de tre store EU-landene.
Det er selvsagt usikkerhet knyttet til disse beregningene, men de er en internasjonal referanse og gir i alle fall ikke grunnlag for å hevde at brexit er selvskading.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)