Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 21. júní 2025
"Sykurhús" Hans og Grétu
Trúverðugleiki stjórnar Vg og Samfylkingar 2009 fór með ESB umsókninni
Eftir að formennirnir í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009 gerðu aðild að ESB sem sitt aðalmál var trúverðugleikinn brostinn.
Ég sat í þeirri ríkisstjórn og var mjög andvigur ESB umsókninni
Enda gekk sú umsókn þvert á stefnu Vg og loforð.
Trúverðugleikinn brast.
Hvorugt formanna flokkanna vissu hvað fólst í ESB umsókn
Ég kynntist því sem ráðherra að hvorugt formannna Vg eða Samfylkingar virtust vita á þeim tímapúnkti í hverju unsókn að ESB væri fólgin eða hver ferillin væri í slíkri umsókn.
Heldu þau í barnaskap að Ísland réði ferðinni og gætu valið sér einstaka bita úr köku ESB.
Skilyrði ESB liggja öll fyrir. Það er annað hvort allt eða ekkert.
Umsóknin var skilyrðislaus. Enda tekur ESB ekki við öðru.
Hægt er að semja um tímabundna fresti frá innleiðingu á einstaka þáttum
En engar varanlegar undanþágur eru í boði enda þyrftu þá hvert einstakt ríki að samþykkja það fyrir sig sem er ekki í boði í aðlögunarferlinu.
Að lenda í "díkinu" og feninu frá 2009
Því miður óttast ég að núverandi forsætisráðherra sé að lenda í sama díkinu og botnlausa feni og Jóhanna Sigurðardóttir 2009.
Kristrún einmitt lofaði bæði í eigin formannslag og fyrir kosningar því að ESB umsókn yrði ekki aðal mál á dagskrá næstu ríkisstjórnar undir sinni forystu.
Hún ætlaði sér ekki að kljúfa þjóðina með sama hætti og Jóhönnustjórnin gerði.
Að setja "Bókun 35" um framsal á dómsvaldi til EES/ ESB sem fyrsta mál ríkisstjórnar var mikill afleikur.
Og strá síðan salti í einingu þjóðarinnar með óábyrgu tali um þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB
Fyrst þarf að breyta stjórnarskrá sem heimilar framsal til ESB
Það verður ekki sótt um aðild að ESB nema að breyta fyrst stjórnarskránni.
Þessu gerði þó Jóhanna Sigurðardóttir og hennar ráðgjafar sér grein fyrir 2009
Þess vegna var lögð þung áhersla á að fara í stjórnarskrárbreytingu strax vorið 2009.
Stjórnarskrár breyting sem heimilar slíkt framsal til erlends ríkjasambands var algjör forsenda ESB umsóknar.
Sama gildir um að innleiða ESB lög og reglur í bútum eins og framsal dómsvalds með " bókun 35"
Virðing fyrir stjórnarskráinni er helgidómur þjóðarinnar
Með þessari ofuráherslu á ESB umsókn og " Bókun 35" verða nánast öll mál ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins dæmd til þess að verða skönnuð varðandi fullveldisframsal og liðir í ESB umsókn.
Forsætisráðherra þarf strax að taka í taumana, stöðva áform um fullveldisframsal, hugsanleg brot á stjórnarskrá og ESB umsókn ef hún ætlar að njóta áfram þess trúverðugleika sem hún svo örugg lagði upp með bæði í formannssslagnum og í síðustu alþingiskosningum
"Sykurhús Hans og Grétu"
Að byggja traust sitt á dómurum eða skriffinnum sem hafa tútnað út og belgt kviðinn við veisluborðin og makindin í Brussel er þjóðinni ekki farsælt
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2025 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júní 2025
Bókun 35 - Af því bara !
Að sýna Vald sitt með bókun 35 og framsali íslensks dómsvalds
Sagt er að Trump hafi jafnvel sjálfur látið setja mótmælin af stað í Kalíforníu til þess að geta sett þjóðvarðliðið inn og sýnt fram á Vald sitt yfir ríkisstjóra Kaliforníu.
Bókun 35 frá ESB um framsal á dómsvaldi til EES/ ESB er af sama meiði.
Að sýna Íslendingum hvar valdið sé.
Alltaf eru til einhverjir sem beygja sig fyrirfram undir valdið og pískinn til þess að vera "memm" við borðið
"Vér mótmælum allir" sagði Jón Sigurðsson við sömu kröfum 1851
Að bogna fyrir erlendu valdi
Þegar að EES reglur eða lög þeim afleiddar skarast við íslensk lög og reglur skulu EES sjálfkrafa ráða og íslenskir dómstólar víkja.
Spurt var á Aþingi til hvers þarf að innleiða bókun 35 í lög hér.
Flutningmenn gátu ekki svarað því beint
- "Barra af því bara. ESB biður okkur um það" _
EES samningurinn hefði trúlega adrei verið samþykktur 1993 ef "Bókun 35" hefði verið hluti hans.
Stjórnarskráin er ekkert Selskapsmál í kvöldverði hjá ESB
Hvers vegna er nú verið að koma aftan að þjóðinni með þessu fullveldisframsali og hugsanlegu broti á stjórnarskrá.
Þegar spurt er hvaða nauðir rekur til
Er svarið . "Bara af því bara ESB biður okkur um það".
Annars fáum kannski ekki að mæta í kvöldverðinn!.
Stöndum vörð um fullveldið og stjórnarskrána
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. júní 2025
Bókun 35- framsal á dómsvaldi
EES samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma með bókun 35 innanborðs.
Stjórnarskrá hverrar þjóðar er henni helgidómur
Hvort sem einhverjum líkar betur eða verr þá ber þingmönnum að virða stjórnarskrána og láta hana ætíð njóta vafans.
Mál sem reyna á þol stjórnarskrárinnar má bera undir þjóðina í þjóðaratkvæðgreiðslum eða reyna að fá stjórnarskránni breytt á lýðræðislegan hátt
Reyndar virðist svo sem ráðandi ríkisstjórn á hverjum tíma sé andvíg þjóðaratkvæðagreiðslum og beri takmarkaða virðingu fyrir sjórnarskrá en horfi fyrst og fremst á eigið meirihlutavald
Haldreipi þjóðarinnar er því Forsetinn sem getur neitað að skrifa undir lög og vísað þeim til þjóðarinnar.
Aðeins einn forseti hefur haft dug í sér til þess en aðrir runnið á rassinn og gugnað þrátt fyrir fjölmennar áskoranair þar um
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2025 kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. júní 2025
Gleðilegan sjómannadag
Föðurland vort hálft er hafið kvað trúarskáldið Jón Magnússon "Bláskógaskáld" f. 1896 d. 1944,
1 "Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.
2 Föðurland vort hálft er hafið,
helgað þúsund feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,
þar mun verða stríðið háð.
Yfir logn og banabylgju
bjarmi skín af Drottins náð.
Föðurland vort hálft er hafið,
hetjulífi' og dauða skráð".
Sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar
Baráttan fer fram a hafinu - minnumst landhelgisstríðsins við Ísland
Fullt forræði yfir auðlindum hafsins umhverfis Ísland munu áfram ráða fullveldi þjóðarinnar.
Stríðið gegn ásælni Erlendra afla mun áfram verða tekið í hafinu,um fiskimiðin, auðlindirnar umhverfis Ísland
Gleðilega hátíð
Sunnudagur, 25. maí 2025
Blekkingar um ESB aðild
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. maí 2025
Hvers vegna var lögreglustjórinn á Suðurnesjum rekinn
Var það að kröfu EES/ ESB og hinnar herskáu utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.
Af reynslu minni úr stjórnsýslunni og sem ráðherra er það mjög sérstætt að ráðuneytistjóri sendi öðrum yfirmanni skammir og aðfinnslur í bréfi eða tölvupósti eins og raunin er með umrædda atburðarrás.
Sem síðan er fylgt eftir af ráðherra með uppsögn sem er útskýrð rökstudd með "boðuðum breyttum áherslum " í utanríkis- og varnarmálum.
Les innganga og hernaðaraðild að ESB
"Hreinsanir"- þekktar aðferðir "Djúpríkisins"
Hlutverk lögreglustjórans var einmitt að hafa yfirumsjón með vörslu á landamærum Íslands.
Þar hafði lögreglustjórinn bent á að skerpa þyrfti á reglum og framkvæmd við skráningu og umferð farþega til landsins til þess að hægt væri að sinna landamæravörslu.
Hinar almennu reglur Schengen væru of veikar og takmörkuðu rétt Íslendinga og lögregluembættisins til þess að framfylgja landamæraeftirliti sem þó væri krafist.
Schengen er ein af "líflínum" innan ESB sem t.d. Bretar forðuðu sér undan
Ráðuneytisstjórinn og ráðherrann.
Sem ráðherra hefði ég ekki liðið að ráðueytisstjóri sendi í eigin nafni slíkan tölvupóst vitandi að ráðherra bæri ábyrgð á slíkum skrifum
Það er enn aumlegar ef ráðherra hefur falið ráðuneytisstjóra að gera slíkt til þess síðan hæðst að og hafa ásstæði til þess að víkja honum úr sterfi
Gamlir taktar frá ESB umsókninni 2009 rifjast nú upp
Varla er það tilviljun að á sama tíma er utanríkisráðherra Íslands að skrifa undir samkomulag við forystu ESB ríkja um "hernaðarsamstarf" milli Íslands og ESB og aukna þattöku í vopvæðingu Evrópu við Ísland
Í hvers umboði er Ísland að hervæðast inn í Evrópusambandið?
Hreinsanir í stjórnsýslunni að kröfu ESB
Þekktar aðferðir "Djúpríkisins" sem Styrmir Gunnarsson heitinn kallaði svo.
![]() |
Skammaði lögreglustjóra í tölvupósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.5.2025 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. maí 2025
"Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi"
Olíuverð hefur fallið mjög á heimsmarkaði síðustu vikur en ekki verður þess vart á dælum hér á landi,
"Almenningur borgar alltaf
Þótt heimsmarkaðsverð falli getur tekið margar vikur jafnvel mánuði fyrir áhrifin að skila sér að fullu í dæluverð hér á landi.
Hins vegar virðist verðlagningin vera næmari fyrir hækkunum." !!
Sá sýndarveruleiki sem er í kringum olíuverslun á Íslandi- að um sé samkeppni sem ekki sést- sannast vel á bensin og olíudælum landsmanna þessa dagana.
Gengi krónunnar hækkar, oliuverð á heimsmarkaði lækkar en bensinstútarnir á Íslandi heimta sitt á fullu.
Og olíusamtryggingarfélögin raka til sín arðinum.
Eitt ríkisolíufélag- samkeppnin er hvort eð er engin.
Væri ef til vill þjóðhagslega best að þjóðnýta oliufélögin og hætta þessum leikaraskap og samtryggingu gróðafélagana með einu öflugu ríkisolíufyrirtæki sem ræki alla olíuverslun í landinu
Þannig að gróðinn færi beint til ríkisins en ekki til eigenda þessara fyrirtækja sem nú maka krókinn á kostnað almennings og fyrirtækja í landinu.
![]() |
Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. maí 2025
1. Maí - Baráttan um fullveldi og auðlindir
Gleðilegan baráttudag.
Sterk sérhagsmunaöfl hér á landi ásælast orkuna, landið, vatnið, vindinn, jarðvarmann.
Við eigum eftir að sjá harðnandi átök um þessar auðlindir þjóðarinnar í náinni framtíð og mikilvægt er að verkalýðshreyfingin og önnur samtök um almannaheill haldi vöku sinni og standi saman í þeirri baráttu,
Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambands sendi hvassyrt ávarp í tilefni baráttudagsins
Orðum fylgir krafa um athafnir
Stöðvum orkupakka ESB og markaðsvæðingu almannaþjónustu og einkvæðingu náttúruauðlinda landsins.
Segjum okkur frá EES samningmum, ofríki ESA dómstólsins,. Hættum gælum við inngöngu í ESB: Innleiðum ekki kröfur og regluverk ESB á færibandi
Stöndum með almenningi.
Þetta er í raun inntak ræðu verkalýðsforingjans.
Undir þetta er svo sannarlega hægt að taka.
En þá er að fylgja orðum sínum eftir á Alþingi
Stöðva bókun 35 um framsal á dómsvaldi til EES/ESB
Innleiðum ekki kröfur EES/ESB hugsunarlaust á færibandi. Höfnum orkupökkum ESB sem krefjast uppstokkun á Landsvirkjun og fullkominni markaðsvæðingu raforkuframleiðslu, dreifingu og sölu, Orkan er grunnur almannþjónustu landsins.
Stöndum í lappirnar og verjum okkar fólk og lífskjör - Fullveldi þjóðarinnar
Ég treysti forseta Alþýðusambands Íslands til þess að fylgja orðum sínum eftir.
Fátt fannst mér ómerkilegra á Alþingi en þegar þingmenn sögðu eitt á torgum og úti meðal almennings og svo allt annað inni á þingi.:
"Sterk sérhagsmunaöfl hér á landi ásælast orkuna, landið, vatnið, vindinn, jarðvarmann.
Við eigum eftir að sjá harðnandi átök um þessar auðlindir þjóðarinnar í náinni framtíð og mikilvægt er að verkalýðshreyfingin og önnur samtök um almannaheill haldi vöku sinni og standi saman í þeirri baráttu, skrifar hann." Sagði Finnbjörn Hermannsson
Ég er honum sammmála. Og hvet fólk, þingmenn og ríkisstjórn til þes að lesa þetta snarpa ákall forseta Alþýðusambansins.
Þá er að standa með stórum orðum og beita aflinu fyrir fullveldi þjóðarinnar
![]() |
Gigg-hagkerfð atlaga að siðuðu samfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2025
ESA dómstóll EES/ESB ræðst á Landsvirkjun
"Landsvirkjun segir rannsókn ESA koma á óvart( ruv)
Landsvirkjun telur að rannsókn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, á því hvort Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. apríl 2025
Nóg komið af dómsvaldi EES/ESB
"Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins !
EFTA dómstóllinn hefur kveðið upp dóm þar sem staðfest er að Ísland hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt 7. grein EES samningsins.
Í dómnum segir að Ísland hafi ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir til að gera löggerninginn að hluta af landsrétti sínum, eins og skylt er samkvæmt 7. grein EES samningsins".
Það kemur ekki fram í fréttinni hvað sektin er há en hinsvegar á Ísland að greiða málskostnað fyrir dómnum
"Bókun 35" um framsal dómsvalds til EES/ESB
Nú liggur fyrir alþingi frumvarp um að Ísland innleiði kröfu EES/ESB um að þegar lög og reglur EES stangist á við Íslensk lög og regluverk skulu EES/ESB lög og reglur ráða.
Þessu ákvæði var hafnað 1991 af Alþingi þegar EES samningurinn var saþykktur með naumasta meirihluta.
Með þessu ákv´æði sem felst í bókun 35 hefði samningurinn aldrei verið samþykktur.
Nú á að lauma Íslandi inn bakdyramegin undir þessi lagákvæði EES/ESB
Þegar tekist var á um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands fyrr á öldum var Jón Loftsson höfðingi Oddaverja til varna: r
" Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu"
Frægasta dæmið í Íslandssögunni um þetta, eru orð Jóns Loftssonar, Oddaverja sem mestur var höfðingi á landi hér í sinni tíð þegar hann sagði þegar biskup krafðist ættaróðals hans á grundvelli kirkjulaga:
"Heyra má ég erkibiskups boðsskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég, að hann vilji betur eða viti, en mínir foreldrar Sæmundur hinn fróði og synir hans." Biskup hótaði þá að bannfæra Jón, en hann lét sig ekki og biskup þurfti frá að hverfa og var það hin mesta sneypuför".
Nóg komið af dómum frá EES/ESB yfir Íslendingum
Nú þyrftum við að eiga slíka menn á Alþingi Íslendinga sem hefðu burði til þess að hafna dómayfirgangi EES/ESB
![]() |
Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |