Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hundurinn segir "Ekki ÉG"

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Hundurinn segir : "Ekki ÉG", Kötturinn segir: "Ekki Ég".  Svínið segir: "Ekki Ég" 

Hrópendurnir með samviskubitið og opna hvoftinn segir : "Seðlabankinn ber ábyrgð á verðbólgunni" !.

Já ef það væri nú svona auðvelt.

Þá er bara að leggja Seðlabankann niður eða hvað?

  Seðlabankinn starfar jú samkvæmt lögum frá Alþingi sem þjóðin kaus og setti bankanum skilyrðin og stýritækin.

Að sjálfssögðu ber Seðlabankinn sína miklu ábyrgð samkv. lögunum  

Sagan um Litlu Gulu Hænuna

Sagan um Litlu gulu hænuna speglast vel í upphrópunum og viðbrögðum hinna ýmsu stéttarfélaga, launþegasamtaka- félögum í Samtökum atvinnurekenda  - "stórgrossera" - fasteignafélaga - ferðþjónustu fyrirtækja- banka  og tryggingafélaga- orkufyrirtækja - olíusala- Tenefara - væntingastjóra bankanna -   -já bara nefndu það:

"Ekki benda á mig":

"Ég skal hinsvegar borða brauðið þegar búið er að  sá fræinu , þreskja kornið, mala og baka"

Sögðu þau hundurinn, kötturinn og svínið í Litlu gulu hænunni. 

Þak yfir höfuðið og húsaskjól - grunnþörf mannsins

Ég minnist genginna verkalýðsforingja og jafnvel bankastjóra sem settu húsnæðismál venjulegs fólks  í öndvegi og byggðu Verkamannbústaðina í Reykjavík. 

Einstaklingar gátu jafn vel einir sér eða tekið sig saman, fengið lóðir og byggt sér eigin íbúðarhús.

Sjálfseignarstefnan  var grunnur að öryggi. Oft kostaði það svita og tár

Þeir bentu ekki bara  á aðra. 

 Þessar gömlu kempur alþýðunnar myndu hrista hausinn og jafnvel snúa sér við í gröfinni yfir úrræðaleysinu- nöldrinu  markaðsvæðingunni - skortsvæðingunni- sem nú líðst í húsnæðismálum - Braskið - árum saman.

Með alla Verkalýðshreyfinguna og Lífeyrissjóðina í hendi sér og í skjóli þeirra, sveitarfélaganna og ríkisvaldsins.

Byggingahæfar lóðir skortir og hefur gert í mörg ár.

Úthlutaðar lóðir er hafðar svo dýrar og eiga að vera ein aðaltekjulind sveitarfélaga. - Sýndaruppboð og  lóðabraskarar  maka krókinn - Á nauðþurftum fólks:

"Ekki benda á mig segja sveitarfélögin eða lóðabraskarar"!

Húsaleiga -    Þrátt fyrir að stór fasteignafélög séu aðilar að Samtökum atvinnulífsins og kjarasamningum, en safni arði og eignum kunna þau að halda nauðþurftum fólks í heljargreipum -

Þak yfir höfuðið er eitt af grunnþörfum fólks, en ekki gefin tekjuleið fjármála fyrirtækja, "gróssera"  húsnæðis- og lóðabraskara - 

"Ekki benda á mig" 

Bílakaup  -Ég sjalfur  varð að kaupa mér bíl- sjálfskipting í gamla bílnum hrundi-  og notaði bíllinn sem ég keypti var 500 þús. krónum dýrari en ég ætlaði að verja í bílakaup. - 

"Ekki benda mig".

 Tenefarar sem voru leiðir á íslensku rigningunni tóku yfirdráttarlán og fóru til sólarlanda.

-  "Ekki benda á mig",

Ferðaþjónustfyrirtæki sem ekki geta fylgt öryggisreglum á þjóðvegum eða til fjalla og jökla í græðgi sinni - þar sem skál af kjötsúpu kostar 4500 krónur - 

"Ekki benda á mig"

Sveitarfélög og  þjónustufyrirtæki þeirra:  í stað lofaaorða um að lækka gjöldin á þegnum sínum eru þau stórhækkuð.

 Hafa bankarnir lækkað þjónustugjöld sín sem hluta af átakinu gegn verðbólgu? - ekki orðið var við það.

 -Ekki benda á mig-  

Er ferðaþjónustan að verðleggja sig út af markaðnum  - er græðgin að bera okkur ofurliði?.

Nei ekki benda á mig.

 Sjaldan eða aldrei hafa verið eins miklar byggingaframkvæmdir í landinu - bankar stóraukið  lán til byggingaframkvæmda. 

Bara ekki íbúðarhúsnæðis. 

Fyrir hvern og hver borgar  þessar nýju byggingar og stórframkvæmdir sem hleypa upp verðbólguvæntingum? 

"Ekki benda á mig"!

 Gjöld foreldra vegna íþrótta og félagslif barna þeirra hafa stór hækkað.  Var það í kjarasamningum í vor

Ríkissjóður hefur  stór hækkað álögur á olíur og bensin og allan  ferðakostnað íbúanna innanlands sem eykur verðbólguna þvert á væntingar.

  Innan um upphrópanir má finna skynsemispúnkta:

 "Fram kem­ur í álykt­unni að ófremd­ar­ástand ríki í hús­næðismál­um og mikl­ar hækk­an­ir á verði þjón­ustu og mat­væla séu mik­il­væg­ustu or­sak­ir nú­ver­andi verðbólgu."  (Efling)"

Finnst hafa heyrt þetta sama mörg undanfarin ár 

"Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands leggja auk þess áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög tryggi nægt framboð af fjölbreyttum og hagkvæmum lóðum, svo tryggt verði að framboð á húsnæðismarkaði sé í takt við eftirspurn. Jafnvægi á húsnæðismarkaði er forsenda efnahagslegs stöðugleika"  

Með hendur í vösum heyrist hrópað : "Tökum upp Evru á morgun og þá koma öll íbúðarhúsin af sjálfu sér um leið".

Drottinn minn dýri! Hvílík veruleikafirring.

Grípið frekar til hamarsins, naglans  og spýtunnar og byggið íbúðarhús með fólkinu

Þau sem borga brúsa verðbólgunnar:

Eru stórhluti eldra fátæks fólks, börn og  barnafjölskyldur að koma sér upp húsnæði, greiða námslán,  senda börn í frístund og félagsstörf.

 Örorkuþegar, sjúklingar og einstæð foreldri, fátækt og  eignalaust fólk.  

 Verðbólgu - væntinga genið 

Fjármálaráðherra "sagði alla sammála um það að til lengri tíma gangi þetta vaxtastig og verðbólga ekki en væntingar haldi verðbólgunni uppi.

„Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu.

Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“

Á meðan svo væri geti aðilar á markaði verðlagt vörur og þjónustu hátt og almenningur kaupi. „Þannig viðheldur væntingavísitalan sér og þannig höldum við verðbólgunni uppi.“ 

Ekki benda á mig

Allir á dekk - snúum bökum saman og reiðum upp hamarinn og naglann og skófluna, kveðum niður verðbólguna og treystum jöfnuð og velferð landsmanna

 Auðlindir þjóðarinnar- fólk- menning- náttúra- saga- landið og miðin  eru fræ "Liltu gulu hænunnar".

 Hundurinn- kötturinn - svínið rýtir hátt þessa dagana:

"Við viljum bara borða brauðið".

Ábyrgðin er allra

en sumra miklu meiri en annarra og þar "liggur hundurinn grafinn"

 


Norðmenn alfarið á móti ESB-aðild

Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir aukna andstöðu  Norðmanna við inngöngu í ESB.

56% myndu segja alfarið nei, 30% já og 15% tóku ekki afstöðu.

Stuðningur við hugsanlega ESB aðild hefur fallið um 5% á  síðustu mánuðum.

Allar skoðanakannanir síðustu ár í Noregi hafa sýnt mikla andstöðu við aðild að ESB. 

Og vaxandi efasemdir eru þar við að innleiða EES reglugerðir  gagnrýnis laust. 

Fjöldi Norðmanna telur að  framkvæmd EES samningsins sé gengin langt út fyrir þau mörk sem honum var ætlað að taka til í upphafi.

Sterk hreyfing er fyrir því í Noregi að slíta EES samningnum og taka upp tvíhliða viðskifta samninga við ESB eins og önnur lönd.

Meðf, er frétt í norska ríkisútvarpinu í dag. 

  •   "16:42 

    Færre vil ha norsk EU-medlemskap 

    30 prosent ville stemt ja til norsk EU-medlemskap om det hadde vært avstemning i dag. Det er en nedgang på 5 prosentpoeng fra august i fjor.

    Det viser en måling gjort av Opinion for Altinget og ABC-nyheter.

    56 prosent ville stemt nei, mens 14 prosent svarer vet ikke".... 

     

     

     


Að standa við samninga

Þegar gerðir eru samningar  milli Samtaka Atvinnulífsins og Launþegahreyfinganna er gert ráð fyrir að báðir aðilar séu bundnir af samningum gagnvart umbjóðendum sínum.

Samtök atvinnulífsins bera ábyrgð á sínum umbjóðendum að samningar séu virtir

Samtök atvinnulífsins skrifa upp á að fyrirtæki og samtök sem eiga aðild að samtökunum og hafa falið þeim samningsumboð sitt hækki ekki vörur og þjónustu sína umfram ákveðin mörk á samningstímanum.

Sama er svo aftur launþega megin, kaup og launatengd starfskjör séu innan ákveðinna marka á samningstímanum

Verðbólga og verðhækkanir síðustu mánaða sýna því miður að Samtök atvinnulífsins ráða ekkert við eigin aðildarfélaga sem hleypa hækkunum  beint út í verðlag þvert á gerða samninga.

Hækkanir vöru og þjónustu órökstuddar og óábyrgar 

Hagfræðingur ASI orðar þetta rétt.

"Verðhækk­an­ir á dag­vöru og mat­vöru eru áhyggju­efni, þar sem ástæður þeirra hækk­ana eru alls óljós­ar.

Því virðist sem versl­an­ir, fyr­ir­tæki eða birgjar fleyti kostnaðar­hækk­un­um beint út í verðlag, sem þrýsti þannig upp álagn­ingu sem er mikið áhyggju­efni,“

Nokkur dæmi úr fréttum síðustu daga:

Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát

Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum."

Ætli að kaup starfsfólks hafi hækkað sem þessu nemur? 

Kjötsúpa á 4500 krónur

Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur.

 Frétt frá vetur:

"IKEA lækkar í dag verð á sex þúsund vörum og boðar á sama tíma að engar vörur verði hækkaðar í verði til ársloka 2024. Um er að ræða tæplega 6% lækkun að meðaltali. 

Í tilkynningu frá IKEA segir að nýlegir samningar við birgja þeirra um lægra verð geri þeim kleift að lækka verðið. „Á sama tíma tökum við ákvörðun um að festa verð til ársloka og gilda þessar breytingar nú frá 1. febrúar,“ segir Stefán Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA.

Hann segir að aðstæður hafi skapast í rekstri IKEA til að lækka verð aftur eftir umtalsverðar áskoranir síðustu ára. „Erfiðleikar í aðfangakeðjunni hafa jafnað sig að mestu leyti, hráefnisverð hefur farið lækkandi og tekist hefur að hagræða í framleiðslu. Það er virkilega ánægjulegt að hafa svigrúm til að leggja okkar af mörkum í baráttunni við verðbólguna.

Með þessu viljum við leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin klári skynsamlega samninga sem allra fyrst.“

 Fleiri opinberir og einkaaðilar lofuðu verðstöðvun

"Fleiri fyrirtæki hafa brugðist við kallinu en fyrr í janúar tilkynnti meðal annars Byko að verðlistar myndu ekki hækka næstu sex mánuði hið minsta. Í tilkynningu Byko sagði að „BYKO lítur á það sem sitt hlutverk að axla ábyrgð í baráttunni gegn verðbólgu, í ljósi stærðar sinnar og áhrifa í byggingariðnaði.“

Skyldi þetta hafa staðist?

Hvað með leigufélögin, eru þau ekki aðilar að S.A.

viðskipti

Hagnaður Landsbankans eykst milli ára

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta.

Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 9 milljörðum eftir skatta, samanborið við 6,7 milljarða á sama tímabili árið 2023.

Arðsemi eiginfjár var 11,7% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9,5% á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur jukust einnig milli ára en hagnaður af þjónustutekjum dróst eilítið saman."

Gat ekki Landsbankinn lækkað vesti á útlánum sínum á eigin forsendum eða lækkað þjónustugjöld frekar en hækka arðsemi eigin fjár um 3 milljarða og hagnað á fyrstu mánuðum ársins um 3 milljarða.?

Aukning út-og innlána

„Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins er sterkt og öll fjárhagsleg markmið sem bankinn hafði sett sér náðust. Arðsemi er í samræmi við markmið og kostnaðarhlutfallið er með því lægsta sem gerist. Vaxtatekjur eru sterkar en vel hefur tekist til við ávöxtun á lausafé bankans, segir Lilja um ársfjórðungsuppgjörið.

Útlán jukust um 7% frá áramótum, eða um 107,7 milljarða.

Útlán til einstaklinga jukust um 23,5 milljarða. Útlán til fyrirtækja jukust um 84,2 milljarða.

Innlán jukust um 9,5% frá áramótum, eða um tæpa 100 milljarða. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 48%.

Lausafjárhlutfall bankans var 177% í lok annars ársfjórðungs samanborið við 165% í lok sama tímabils í fyrra.

 Hin slitna plata "hrópandanna"

 Það er býsna slitin plata og eykur ekki trúverðugleika að kenna stöðugt öðrum um í stað þess að líta í eigin barm.

Launþegasamtök, Neytendasamtök og forysta S.A.  eiga að krefjast þess að aðilar innan Samtaka Atvinnulífsins sem og opinberir aðilar standi við gerða samninga og haldi órökstuddum verðhækkunum  vöru og þjónustu í skefjum. 

 

mbl.is Hagkerfið kólnar hratt og vilja sjá vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Sjávarútvegsstefna Vg ?

Þrír síðustu sjávarútvegsráðherrar Vg hafa nú í röð  beitt sér fyrir kvótasetningu á grásleppu. Kvótakerfi sem meginþorri landsmanna er andvígur

Fyrir mig sem gömlum sjávrútvegsráðherra Vg og einum af höfundum sjávarútvegstefnu flokksins í upphafi er hörmulegt að sjá ráðherra flokksins standa nú að lagafrumvarpi sem gengur þvert gegn grunnstefnu flokksins og hagsmunum hinna dreifðu byggða.

Fyrir alþingi liggur nú frumvarp frá sjávarútvegsráðherrum Vg að kvótasetja grásleppuveiðar í landinu og er frumvarpið komið til 2. umræðu

Með því er verið að þjappa veiðiréttinum á  grásleppu á færri hendur, gera nýliðun nánast ómögulega og setja grásleppuveiðar í hið svo kallaða "kvótakerfi" sem búið er að leggja á f176313806_2884247478489987_2971028664557869597_n (1)lest allar aðrar fisktegundir og engin sátt er um.

Stórskaðlegt fyrir byggðarlögin

 Málið er afar umdeilt eins og reyndar allt kvótakerfið í sjávarútvegi.

Í minni tíð sem sjávarútvegsráðherra var stefnan að vinda ofan af "kvótkerfinu" og koma í veg fyrir "séreignir" samþjöppun aflaheimilda á fárra manna hendur, með tilheyrandi braski og auðsöfnun.  

 Nokkur árangur vannst eins og strandveiðikerfið og ofl.

Það er hryggilegt til þess að vita að þegar minn gamli flokkur Vg og ráðherrar  fara aftur með sjávarútvegsmálin sé herðing á kvótakerfinu og framsal á auðlindum  forgangsmál. 

Gengur þvert á byggðastefnu og almannarétt 

Hér fyrir neðan má finna umsögn stjórnar SSNV:

"Stjórn SSNV hvetur meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis til að falla frá frumvarpi um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Meginmarkmið laga um fiskveiðistjórnun og nýtingu nytjastofna er að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna sem leiði til traustrar atvinnu og byggðar Í landinu.

Kvótasetning á grásleppu mun frá fyrsta degi leiða til gríðarlegrar samþjöppunar á aflaheimildum og takmarka mjög til frambúðar nýliðun innan smábátaútgerðar.

Sérstaða grásleppu umfram aðra nytjastofna er hversu staðbundin nýtingin er og hversu afgerandi áhrif hennar er á viðgang einstakra byggðarlaga.

Alþingi hefur sett fram markmið m.a. í Byggðaáætlun um jákvæða byggðaþróun um land allt og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða vinni beinlínis gegn settum markmiðum í byggðamálum."

F. h. stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 

 Krókur á Patreksfirði leggst hart gegn gjafafrumvarpinu

Patreksfjörður 13.2.2024

Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur -félag smábátaeigenda Í Barðastrandarsýslu Umsögn um: 521. mál, lagafrumvarp 154. löggjafarþing 2023-2024. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

"Strandveiðifélagið Krókur hefur í öllu ferli þessa máls hafnað öllum hugmyndum um kvótasetningu grásleppu og vísum við til fyrri umsagna okkar.

Er ekki eitthvað meira aðkallandi og þarfara við tíma þingmanna að gera en fara af stað með umdeilt frumvarp sem eingöngu er ætlað að raka enn frekar að köku fárra inn í mjög svo umdeilt kvótakerfi" ?

"Græn framtíð" ?

Á sínum tíma var samin sjávarútvegsstefna fyrir Vg " Hafið bláa" . Vg vann sinn stærsta kosningasigur með þeirri stefnu 2009.

Þeirri stefnu fylgdi ég sem sjávarútvegráðherra. Strandveiðarnar voru ávöxtur þeirrar stefnu m.a.

Nú er það "gjafmildi" um ótímabundið laxeldi í fjörðum landsins og herðing á hrömmum kvótakerfisins með gjafakvóta á grásleppu.

Mér sárnar. Lái mér hver sem vill.


Forsetakosning og sjómannadagshelgi

strandveiðar 2009Auðlindirnar okkar til framtíðar! 
 
Lýðveldistofnun 17 júní 1944 var sigur áratuga og alda baráttu þjóðarinnar fyrir endurheimt sjálfstæðis. 
Fullveldisbaráttunni var fylgd eftir.
Næst voru það fiskimiðin  í kringum Ísland
Slagurinn um auðlindirnar.
Með samstöðu unnum við fullnaðarsigur í landhelgisbaráttunni   Fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur
Áfram verður sótt að auðlindum landsins
Slagurinn um orkuna okkar harðnar, náttúruna - vatnsföllin- landið - lífríkið - tunguna- menninguna.
Við verðum að vinna og það gerum við hugsjónum, samstöðu og baráttu
 
"Föðurland vort hálft er hafið"
Það eru ekki aðeins kosningar heldur er sjómannadags helgin einnig  framundan
Mér verður hugsað með þökk til sjómannanna, fiskverkafólksins, menningarinnar sem við sjósókn er bundin.
Um leið og ég óska sjómönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar sjómannahátíðar 
er mér ofarlega í huga undirskriftin um fyrsta strandveiðileyfið  í júní 2009. 
Sú barátta var sigur
Gleðilega kosninga og sjómannadags helgi 
 
 

 


Landssíminn verður aldrei seldur !

Þær eru kostulegar yfirlýsingar ýmissa ráðherra og forystu í stjórnmálum:

"Landsvirkjun verður ekki seld"!

Ég minnist þess þegar ráðherrar strengdu þess heit að Landssíminn verði aldrei seldur, bara sett hf fyrir aftan til þess að "auðvelda rekstrarform"

Landssíminn var seldur skömmu fyrir hrun af ráðherrum sem áður höfðu stigið á stokk. Kaupandinn var "Skipti hf" sem ég held að sé ekki lengur til.

"Við byggjum þjóðarsjúkrahús fyrir söluandvirði Landsimans og byggjum brýr og borum jarðgöng, Sundabraut" sögðu ráðherrar sperrtir.

Einka fyrirtækið Míla var stofnað og fékk til sín grunnnet og fjarskiptakerfi landsmanna.

Þetta verður allt svo miklu hagkvæmara í einkarekstri!

Nokkur ár liðu, allt í einu var kominn franskur alþjóðlegur fjárfestir sem keypti upp Mílu, grunnfjarskiptakerfi landsmanna.

Skorað var á ríkisstjórn og alþingi að beita forkaupsrétti og leysa nú til sín Mílu, grunnfjarskipti landsmanna.

En Mila var seld úr landi. Franskur alþjóðlegur auðhringur á nú fjarskipti kerfi gamla Landssíma Íslands

Vafamál er hvort söluandvirði Símans var nokkurn tíma greitt þjóðinni.

Eitt er víst að þjóðarsjúkrahúsið er enn í byggingu

Jarðgöngin eru ekki enn komin. Sundabraut bíður

 Dugar sennilega ekki að selja Íslandsbanka og Landsbanka  til!

Kannski verður nú að selja Landsvirkjun til þess að fjármagna þjóðarsjúkrahúsið og jarðgöngin?

Orð og yfirlýsingar eru ekki alltaf mikils virði.

Það eru verkin sem tala.

Já, Það stóð aldrei til að selja Landsímann!

 

Birti hér til fróðleiks þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna sölu Landssímans

131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1087  —  729. mál.

Tillaga til þingsályktunar

um þjóðaratkvæðagreiðslu um sölu Landssímans.

Flm.: Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon,
Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.

    Alþingi ályktar að fram skuli fara þjóðaratkvæðagreiðsla um áformaða einkavæðingu og sölu á hlut ríkisins í Landssíma Íslands. Kjósendur geti valið milli tveggja kosta:
     a.      Núverandi áforma um sölu á hlut ríkisins í Landssímanum til einkaaðila.
     b.      Að hætt verði við einkavæðingu og sölu Landssímans.
    Alþingi ályktar að stöðva skuli vinnu að sölu Landssímans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Atkvæðagreiðslan fari fram í síðasta lagi samhliða kosningum um sameiningu sveitarfélaga á komandi hausti.
    Dómsmálaráðherra setji nánari reglur um atkvæðagreiðsluna í samráði við allsherjarnefnd, samgöngunefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.       

    Greinargerð.

    Með lögum nr. 75/2001 var sala á öllu hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. heimiluð en sú heimild hefur ekki verið nýtt að neinu marki enn sem komið er. Þar af leiðandi eru enn fyrir hendi öll nauðsynleg skilyrði til að endurskoða söluáformin og búa þannig um rekstur Landssímans til framtíðar að hann geti haldið áfram að veita öllum landsmönnum góða fjarskiptaþjónustu og stuðla að sem jafnastri stöðu allra byggðarlaga á því sviði.
    Fjölmargar ástæður renna stoðum undir þá hugmynd að frekari framvinda málsins verði ráðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sem allir atkvæðisbærir landsmenn geti tekið þátt í. Landssíminn er að nær öllu leyti í sameign allra landsmanna þar eð hið opinbera fer með 98% hlutafjár í fyrirtækinu. Sala Símans yrði stærsta einstaka einkavæðing sem orðið hefur í almannaþjónustu á Íslandi, hún er að öllum líkindum óafturkræf og mundi án efa setja framtíðarfyrirkomulag fjarskiptaþjónustu á stórum svæðum landsins í mikla óvissu. Við blasir samruni fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla hér á landi svo búast má við því að hefðbundin fjarskiptaþjónusta við almenning verði ekki forgangsmál hjá slíkum samsteypum.
    Mörgum spurningum er ósvarað varðandi það hvernig fara skuli með grunnfjarskiptakerfi Símans, svokallað grunnnet, sem ætlunin er að selja með fyrirtækinu. Þeim hefur verið drepið á dreif með því að það sé tæknilega ómögulegt að ákvarða hversu stór hluti gagnaflutningskerfis Landssímans skuli teljast til grunnnetsins enda er það verkefni sem stjórnmálamenn verða að takast á við. Skilgreining á grunnnetinu er með öðrum orðum pólitísk en ekki tæknileg.
    Fyrirhuguð sala Landssímans er afar umdeild í þjóðfélaginu svo vægt sé til orða tekið. Skoðanakannanir hafa hvað eftir annað sýnt að meiri hluti landsmanna er andvígur sölu Símans með grunnnetinu. Þannig lýsti 61% svarenda andstöðu við söluna í Gallup-könnun í mars árið 2002. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í febrúar 2005 kváðust rúm 70% þeirra sem afstöðu tóku andvíg sölu grunnnetsins. Ekki var mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvort það var búsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni; 68% höfuðborgarbúa voru andvíg sölunni en 75% landsbyggðarfólks. Í þjóðarpúlsi Gallup,
sem kynntur var í mars 2005, var meiri hluti aðspurðra andvígur sölu Símans. Greinilegt er að meiri hluti landsmanna er á móti því að Landssíminn verði seldur og mikill meiri hluti er andvígur sölu grunnfjarskiptakerfisins.

Einkavæðingarnefnd vinnur því að sölu fyrirtækisins á vegum ríkisstjórnarinnar í óþökk meiri hluta kjósenda. Þar af leiðandi þykir rétt að um málið fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla þannig að vilji þjóðarinnar komi afdráttarlaust fram og ríkisstjórnin verði bundin af honum.

 

 

 

 


mbl.is Sala á Landsvirkjun stendur ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halla Hrund - fyrir framtíðina

 Halla Hrund Logadóttir geislar af einlægni, hlýju og hugrekki sem prýðir góðan forseta.

Umhyggja og virðing fyrir náttúrunni og gæðum hennar, auðlindum, sögu og menningu þjóðarinnar hljómar sterkt í máli Höllu Hrundar.

Það er einmitt á þessum dýru gildum sem við byggjum farsæla framtíð komandi kynslóða.

Fullveldi þjóðarinnar, forræði á eigin auðlindum, íslensk tunga sem gerir okkur að einni þjóð.

Ég ber virðingu fyrir öðrum forsetaframbjóðendum.

En væntingar mínar, vonir og sýn fyrir forseta Íslands speglast skýrt í orðum og hlýrri framkomu Höllu Hrundar.

Halla Hrund er fjölmenntuð heimsborgari og getur líka tekið á móti lömbum að vori eða brugðið sér á hestbak og sungið:

"Ég berst á fáki fráum,

fram um veg" ..

Halla Hrund er laus við að vera hluti af pólitísku valdatafli og hagsmunabaráttu innlendra sem erlendra stórfyrirtækja. 

Halla Hrund er svo sannarlega ein af okkur öllum hvar sem við stöndum. 

Ég styð Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands  

Halla Hrund til framtíðar !


Utanríkisráðuneytið í forsetaham

Það er mjög sérstætt að  ráðuneyti sem lýtur boðvaldi ráðherra blandi sér með beinum hætti í forsetakosningar. Utanríkisráðuneytið hefur miklar áhyggjur af fundi orkumálstjóra með argentískum kollegum sínum 

Að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf við orkumálayfirvöld í Argentínu er eitthvert stórmál hjá blessuðu "vammlausa" utanríkisráðuneyti. Sem á hinsvegar erfitt með að benda á tjónið

 Hefði ég nú boðið mig fram

Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds.

Hefði mér sjálfum dottið í hug að bjóða mig fram til forseta.  Þá væri rifjað upp að ég sem skólastjóri á Hólum í Hjaltadal skrifaði undir samstarfssamninga  og viljayfirlýsingar við allmargar erlendar stofnanir og stjórnsýslu um margvíslegt mennta- og rannsóknastörf án að komu míns ráðuneytis eða ráðherra

Nokkur dæmi

1. Samstarfssamningur við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi. Reyndar þá ásamt norska ráðuneytisstjóranum sem var jafnframt skólabróðir minn frá Ási í Noregi. Hann varð síðar ráðherra í norsku ríkisstjórninni.  Besti maður.

2.  Landbúnaðarháskóla og stjórnvöld í Kanadafylki um  nemendaskifti, samstarf,rannsóknir og gagnkvæmt mat á námsgráðum. Sá samningur reyndist afar farsæll.

3. Samstarfsamning við yfirvöld landbúnaðar og menntamála í Skotlandi, Scottish Agrucultural College

um nemendaskifti og samstasrf í uppbyggingu menntunar í landbúnaði, ferðaþjóonnustu og fiskeldi.

 Stór hluti námsins á Hólum var byggð á  skoskum námskrám og skipulagi með  samráði og vilja menntamálayfirvalda í Skotlandi.

4. Samstarfssamning um bein nemendaskifti og fjölþættu rannsóknasamstarfi við stofnanir og stjórnsýslu á viðlíka sviðum í nágrannalöndum  

Ráðaherra eða mitt ráðuneyti vissi stundum stundum ekki af þessum samningum og viljayfirlýsingum enda fólu þeir  ekki í sér fjárskuldbindingar  til lengri tíma eða framsal á neimum réttindum, fjörðum eða landi orku eða fjarskiptum.

Þetta allt myndi vinkona mín í sjónvarpinu og allir spyrlarnir draga fram í kastljósi og jafnvel Mogginn síðan taka upp í breiðsíðu. 

 Hið "vammlausa" utanríkisráðuneyti

Að vísu voru ég og utanríkisráðuneytið síðar meir alls ekki á sömu línu í utanríkismálum og ESB málum .

Þurfti stundum að slá á puttana á ýmsum þar á bæ að þeir færu ekki framúr ser í þeim samskiptum en það er annað mál.

Man vel atkvæðagreiðslurnar 

Hins vegar man ég alveg hvernig í greiddi atkvæði gegn aðildarsamningi að ESB á Alþingi 2009 og hverju ég lofaði í kosninunum á undan

Ég man líka hvernig ég greiddi atkvæði með

þjóðaratkvæðugreiðslu um ESB umsókn  2009.

Ég man líka hvernig greidd voru atkvæði gegn sölu Símans á Alþingi. 

Kannski var bara gott að ég bauð mig ekki fram sem forseta.

Góðar óskir


mbl.is Ráðuneytið komst að yfirlýsingunni í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetakjör og málskotsskyldan

Fróðlegur þáttur með frambjóðendum og margt skemmtilegur. 
Frambærilegt fólk og kom vel fyrir.
Sum eiga erfitt með að greina sig á milli að vera frambjóðandi, þingmaður, ráðherra eða venjulegur Íslendingur.
Viktor Traustason sem lagði Landskjörstjórn hélt þættinum vel á jörðinni. 
Fannst vera skautað heldur létt yfir ESB málin.
 
Aðildarbeiðnin að ESB 2009 var aðför að fullveldi Íslands
 
Ég minnist atkvæðgreiðslunnar á alþingi vorið 2009 þegar sótt var um fyrirvaralausa aðild að ESB þvert á gefin fyrirheit og loforð frambjóðenda í kosningunum á undan.
- Mér fannst það vera svik -  við loforð - stefnu og kjósendur fyrir kjördag
Þannig leit ég á og fleiri félagar mínir sem og þjóðin 
Og þá var einnig felld tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt væri um aðild að ESB. 
Ég man vel þær atkvæðagreiðslur í þinginu og finnst aðrir megi muna.
 
Sumir hafa áttað sig á mistökunum þá og beðist afsökunar en aðrir ekki.
 
Enn virðast samt margir ekki gera sér grein fyrir hvaða lög og reglur gilda þegar slík umsókn er send af stað af hálfu alþingis og hver alvaran er.
 
Grimm alvara og ekkert grín
 
Umsóknin sjálf fyrirvaralaus eins og alþingi samþykkti hana og sendi til Brussel  getur,  því miður verið þjóðréttarlega skuldbindandi og blundar þar sem hún hefur formlega ekki verið afturkölluð af alþingi.
Evrópusambandið tekur ekki við umsókn með fyrirvara og vill ekkert "bjölluat" í því sambandi
Umsóknin fer í aðlögunarferil sem lýkur þegar allar tilskipanir eru innleiddar í íslensk lög og þar er ekkert val
 
Þjóðaratkvæðgreiðsla eftir á þegar búið er að innleiða allan ESB pakkann hefur lítið gildi.
 
ESB -umsóknin klauf bæði þing og þjóð og heilan stjórnmálaflokk
 
Atkvæðagreiðslan á Alþingi 2009 um ESB aðild klauf alþingi og íslensku þjóðina og gerir á vissan hátt enn.
 Ég er stoltur að hafa stöðvað ESB umsóknina sem ráðherra sjávarútvegs og landbúnðarmála þó svo það hafi síðar leitt til að mér var vikið úr ríkisstjórn.
- Framkvæmdastjórn ESB sendi þáverandi ríkisstjórn þakklætis-og heillaóskir af því tilefni-.
 
En ég hafnaði því alfarið að leggja fiskimiðin við Ísland undir forræði og stjórn ESB í Brussel. 
 
Málskotsskylda forseta
Sama sagan frá 2009 um aðild að ESB getur fyrirvaralaust endurtekið sig á alþingi og þá getur reynt á forsetann og málskotsskylduna
 
Mér finnst mikilvægt að forsetaframbjóðendur tali af alvöru um fullveldismál því þar mun reyna á réttsýni forseta og málskotsskylduna gagnvart þjóðinni eins og dæmin sanna
 
Með góðum óskum

Grásleppan í "gjafakvóta" !

176313806_2884247478489987_2971028664557869597_n (1)Fyrir alþingi liggur nú frumvarp frá sjávarútvegsráðherrum að kvótasetja grásleppuveiðar í landinu.

Með því er verið að þjappa veiðiréttinum á  grásleppu á færri hendur, gera nýliðun nánast ómögulega og setja grásleppuveiðar í hið svo kallaða "kvótakerfi" sem búið er að leggja á flest allar aðrar fisktegundir og engin sátt er um.

Stórskaðlegt fyrir byggðarlögin

 Málið er afar umdeilt eins og reyndar allt kvótakerfið í sjávarútvegi.

Í minni tíð sem sjávarútvegsráðherra var stefnan að vinda ofan af "kvótkerfinu" og koma í veg fyrir "séreignir" samþjöppun aflaheimilda á fárra manna hendur, með tilheyrandi braski og auðsöfnun.  

 Nokkur árangur vannst eins og strandveiðikerfið og ofl.

Það er hryggilegt til þess að vita að þegar minn gamli flokkur Vg og ráðherrar  fara aftur með sjávarútvegsmálin sé herðing á kvótakerfinu og framsal á auðlindum  forgangsmál. 

Gengur þvert á byggðastefnu og almannarétt 

Hér fyrir neðan má finna umsögn stjórnar SSNV:

"Stjórn SSNV hvetur meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis til að falla frá frumvarpi um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Meginmarkmið laga um fiskveiðistjórnun og nýtingu nytjastofna er að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna sem leiði til traustrar atvinnu og byggðar Í landinu.

Kvótasetning á grásleppu mun frá fyrsta degi leiða til gríðarlegrar samþjöppunar á aflaheimildum og takmarka mjög til frambúðar nýliðun innan smábátaútgerðar.

Sérstaða grásleppu umfram aðra nytjastofna er hversu staðbundin nýtingin er og hversu afgerandi áhrif hennar er á viðgang einstakra byggðarlaga.

Alþingi hefur sett fram markmið m.a. í Byggðaáætlun um jákvæða byggðaþróun um land allt og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða vinni beinlínis gegn settum markmiðum í byggðamálum."

F. h. stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 

 Krókur á Patreksfirði leggst hart gegn gjafafrumvarpinu

Patreksfjörður 13.2.2024

Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur -félag smábátaeigenda Í Barðastrandarsýslu Umsögn um: 521. mál, lagafrumvarp 154. löggjafarþing 2023-2024. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

"Strandveiðifélagið Krókur hefur í öllu ferli þessa máls hafnað öllum hugmyndum um kvótasetningu grásleppu og vísum við til fyrri umsagna okkar.

Er ekki eitthvað meira aðkallandi og þarfara við tíma þingmanna að gera en fara af stað með umdeilt frumvarp sem eingöngu er ætlað að raka enn frekar að köku fárra inn í mjög svo umdeilt kvótakerfi" ?

"Græn framtíð" ?

Á sínum tíma var samin sjávarútvegsstefna fyrir Vg " Hafið bláa" . Vg vann sinn stærsta kosningasigur með þeirri stefnu 2009.

Þeirri stefnu fylgdi ég sem sjávarútvegráðherra. Strandveiðarnar voru ávöxtur þeirrar stefnu m.a.

Nú er það "gjafmildi" um ótímabundið laxeldi í fjörðum landsins og herðing á hrömmum kvótakerfisins með gjafakvóta á grásleppu.

Mér sárnar. Lái mér hver sem vill.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband