"Æ við sendum reikning bara inn á Heimabankann þinn eða beint til innheimtu hjá Motus"
Það getur verið snúið að vera gamall, fatlaður eða bara alls ekki tölvufíkill.
Að fá að greiða þjónustu yfir borðið er ekki alltaf svo auðvelt og ég tala nú ekki um með peningum.
Þolandinn - greiðandinn réttlítill
Í innheimtu aðgerðum á þolandinn, eða greiðandinn lítinn rétt. Hvað þá með vera gamall, ótæknivæddur fatlaður getur kostað stórfé, mannorðssviptingu og jafnvel fangelsun af minnsta tilefni og allt á annan veginn .
Einstaklingur sem ég þekki þarf að fara reglulega til eftirlits og þjónustu á læknastofu hér í bæ.
Að greiða fyrir þjónustuna er ekki alltaf svo auðvelt.
Stundum er greiðslustaðan þannig að ekkert þarf að borga, eða vitjunin á mismunandi verðum.
Viðmælandi minn hefur ávalt heimtað að fá að staðgreiða hvert sinn.
"Ef þú þarft að borga set ég það bara í heimabankann"
"Nei" sagði viðkomandi sem er ekki tölvuvæddur og opnar þess vegna aldrei inn á einhvern heimabanka. .
Hótunarbréf berst í pósti
Viðkomandi hrökk við þegar hótunarbréf barst í pósti frá einhverju "góðgerðafyrirtæki" sem heitir Motus og sérhæfir sig í innheimtu
Þar var tilkynnt um vanskil á kröfa upp á 3981 krónu sem sé nú orðin 10.701.
Vakin er athygli á að viðkomandi fari á "svartan" lista hjá fyrirtæki sem heitir Creditinfo Lánstraust meðan krafan er ógreidd.
Nú er það svo að viðkomandi taldi sig hafa greitt allt sem greiða þurfti hjá stofunni og kom þetta á óvart.
"Góðgerðafyrirtækið Motus"
Eftir að hótunarbréfið kom frá "góðgerðastofnuninni" hringdi ég í þjónustuver Motus og bað um skýringar.
Viðkomandi sagðist skyldi athuga málið og hringja til baka síðar um daginn og ætti að bíða með greiðslu kröfunnar þangað til. Ekki kom þetta símtal
Ég hringdi í viðkomandi stofu og spurðist fyrir um þennan reikning, en svarið var að þetta væri farið til Mótus og þar yrði að greiða.
Hótunarbréf númer tvö
Síðan barst annað bréf á dögunum frá Motus og ítrekun og aftur hringdi ég í "Góðgerðastofnunina"
"Æ við fundum ekkert símanúmer til að hringja til baka".
Ég upplýsti aftur um að viðkomandi væri ekki með virkan heimabanka og ekki tölvuvædd.
Vissi ekkert um þessa skuld fyrr en hótunarbréfið kom með tilheyrandi kröfum um þóknun og viðurlög.
Aldrei samþykkt að krafan færi sjálfkrafa í einhvern heimabanka
Aldrei hefði verið samþykkt að krafan færi í heimabanka sem talið var reyndar að búið að staðgreiða.
Nú getur verið mjög þægilegt oft að fá reikning sendan í heimabanka og sjálfssagt að greiða fyrir úttekt .
En sjálfkrafa sending reiknings í heimabanka er óþægileg ekki síst þegar krafan birtist síðan frá "góðgerðafyrirtæki" með refsikröfum og mannorðssviptingu.
Aftur hringt í Motus
Ég hringdi aftur í Motus og vísaði til fyrra samtals þar sem sagt var borga ekki reikninginn fyrr en búið væri að athuga málið.
Aftur sagði þjónustufulltrúi hjá " Góðgerðafyrirtækinu" skyldi athuga málið og hringja til baka.
Hér er ekki verið að setja út á að stofnað sé til þjónustu um innheimtu reikninga þótt ætið fjölgi milliliðum sem hirði sitt.
Réttur einstaklingsins - Siðareglur fyrirtækja
Væntanlega setja slík innheimtufyrirtæki sér siðareglur og lúta eftirliti.
Réttur einstaklingsins sem er hinn aðilinn er ekki svo mikill þegar farið er að lesa vinnureglur svona innheimtufyrirtækja.
Í símtalinu spurðist ég fyrir um hvort "Góðgerðafyrirtækið" Mótus tæki að sér innheimtur á kröfum án þess að kanna hvort löglega hafi verið til þeirra stofnað eða með samþykki greiðanda?
Einokuð sjálftöku stofnun
Var farið fram á að "Góðgerðafyrirtækið" felldi þennan kostnað sinn niður um 7000 kr. og upphafleg krafa yrði greidd.
Jafnframt að fyrirtækið skýrði betur siðareglur sínar, kostnaðargreiningu við innheimtu og rétt einstaklingsins í þessum samskiptum
Þarna væri hótað háum fjársektum, mannorðssviptingu og sakamannabekk.
Símtöl eru hljóðrituð og er beðið eftir svari;
"Vakin er athygli á því að vanskilaupplýsingum verður aflað úr skrám Creditinfo Lándstruasts meðan krafa er ógreidd." stendur í bréfinu
Gull og grænir skógar á "rukkunar"-síðu Mótus
Þegar farið er inn á heimasíðu "góðgerðafyrirtækisins" Motus stendur:
"Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði innheimtu og kröfustofnun fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Við leitumst stöðugt við að finna nýjar leiðir til að gera kröfustýringu sem besta og lítum á hana sem ómissandi þátt í vexti og viðgangi fyrirtækja.
Okkar markmið er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi.
Hjá Motus starfa um 80 sérfræðingar á fjölmörgum sviðum sem leggja sig fram við að starfa af heilindum og fagmennsku."
"Viðskiptavinum Motus býðst að stofna kröfur á þægilegan og hagkvæman hátt.
Kröfurnar eru tengdar við kröfupott RB og birtast greiðendum í netbanka og bókhaldskerfi.
Greitt er eitt gjald 99 kr. fyrir hverja stofnaða kröfu og er þá allt innifalið, s.s. greiðslugjald, breytingar eða niðurfellingar."
Hvergi er minnst á rétt neytenda eða þolendur í málinu
Svo mörg voru þau orð
Eftir bankahrun 2008 var lögð rík áhersla á að fjármálastofnanir sem höndluðu með fé, reikninga, innheimtur og greiðslur settu sér gagnsæjar siðareglur og þjónustuskyldur.
Í heimi blekkinga og falsaðra reikninga er það enn mikilvægara
Sjálftaka og þóknanir væru undir ströngu eftirliti og kostnaðargreint og einstaklingsrétturinn væri í forgangi.
Réttur einstaklingsins - Sjálftaka fjármálastofnana
Mér verður hugsað til allra þeirra sem eru ekki tölvuvæddir eða í standi til að reka "heimabanka" - sem vilja staðgreiða sín viðskipti, sem þurfa að framvísa rétti til annarra.
Þurfa aðstoð annarra við sín mál- þurfa pinnúmer og heimabanka til þess að vera gjaldgengur í þjóðfélagi sem á jú að snúast um fólk, einstaklinga, en ekki stofnanaferil þar sem hægt er að búa til reikninga og senda á fólk til innheimtu, skammta sér "góðgerðarkostnað", hóta mannorðssviptingu og sakaskrá.
Iðulega berast hótanir eða kröfur um greiðslu á þessu eða hinu í nafni Póstsins, Simans osfrv. Og ráðvant fólk hrekkur í kút.
Svindl eða fégræðgi- Einstaklingar varnarlausir
Jafnvel getur krafan verið fölsuð og búin til í "Búrtistan" og fégráðug "Góðgerðarfyrirtæki" reiðubúin að taka til innheimtu skammta sér þóknun og senda hótunarbréf.
Hver veit?
Hjá Bankanum sínum
Í næsta pistli verður fjallað um þrautagönguna að mega greiða þessa í kröfu í bankanum sínum til áratuga með peningum og því hafnað
Jafnvel eiga á hættu að vera stimplaður fyrir meint hryðjuverk og peningaþvætti