Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 10. janúar 2025
Heilbrigt og réttlátt samfélag
Herhvöt Hermanns til Strandamanna 1949
" Aldrei hefur ábyrgðarlausari né óheilladrýgri stjórn farið með völd í landinu, aldrei hefir verið stjórnað af minni fyrirhyggju um fjárhag og dýrtíðar mál"
Er einkunn sem ein ríkisstjórn eftirstríðsáranna fær.
Hermann var þá í stjórnarandstöðu.
Árin eftir seinna stríð, fyrir og kringum 1950 voru ein verstu með mikilli dýrtíð, gjaldeyrisskorti og vöruskömmtun.
Mæðiveikin herjaði á sauðfé landsmanna með stórfelldum niðurskurði á sauðfé í heilum landshlutum
Og Hermann vandar andstæðingum sínum ekki kveðjurnar og varar við skyndilausnum
Augnabliks "sölur" engin lausn
"Sölur á félagslegum eignum eru bara augnabliks fyrirbæri, en málefnin ein varanleg
Ef þjóðmálastefnan er röng lifa menn ekki lengi á "sölum".
Það sem skiptir máli fyrir varanlega hagsmuni allra manna í þessu landi er að útrýma hinni auðnuleysis - legu og auðvirðilegu spillingu sem vex kringum skammsýna hæfileikalitla spákaupmenn og niðurlægir og vanvirðir fólkið, - en hefja í þess stað sókn gegn spillingunni með samtakamætti fólksins, mistökum þess og höppum, sókn sem byggð er á jafnrétti.
Þar sem enginn kaupir annan fyrir ófrjálst fé, en hver horfir í augu annars sem frjáls og heiðarlegur maður og félagi sem keppir að því marki með heiðarlegum vinnubrögðum að skapa heilbrigt og réttlátt samfélag.
Þá menn sem þannig hugsa, þannig finna til, bið ég að leggja ótrauða lið með mér til orustu við þau öfl sem nú herja Strandasýslu - og byrjuðu starf sitt með sjónhverfingum".
(Sjálfstæðismenn byrjuðu kosningabaráttu á Ströndum með sýningum á "Baldri og Konna" sem voru mjög vinsælt skemmtiatriði á þeim árum).
Með vinsemd og virðingu Hermann Jónasson
Efrtirmáli
Hermann náði að sjálfssögðu góðu kjöri.
Glímukóngur Íslands með pottþétt fylgi Strandamanna.
Mér fannst gaman að rekast á þetta bréf Hermanns en hann var eins og heimagangur á fjölmennu sveitaheimili, Asparvík - norður á Ströndum í áratugi.
Hvernig sem svo Hermanni Jónassyni gekk að framfylgja þessum draumum sínum um herlaust Ísland, laust við spillingu og hver gæti horft í augun á öðrum með reisn og virðingu-
Fullvalda - Réttlátt Samfélag.
Það er svo annað mál. En víst er að til þess hafði hann öflugan stuðning Strandamanna á þessum árum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2025 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. janúar 2025
Dugmikill þingmaður - ef "danglað" er í þá
Ákall til Strandamanna um að standa með sér.
Hermann Jónasson heldur áfram í bréfi sínu 1949:
.." Þessvegna nota þessir spákaupmenn nú nokkurn hluta þess fjármagns sem fjármálastefnan er þeir sjálfir hafa ráðið, hefir rakað í þeirra eigin vasa eða lokuðu bankahólf ....-
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. janúar 2025
Bréf Hermanns Jónassonar til Strandamanna 1949
Hermann Jónasson (1896-1976) fyrrum forsætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins um áratugi og þingmaður Strandamanna 1934- 1967, skrifaði langt og hvatskeytt bréf til allra Strandamanna fyrir kosningarnar 1949.
Hart var sótt að Hermanni sem hafði hendur sínar að verja innanflokks sem utan þessi ár.
Nú þegar rótgrónir flokkar hafa lent í hremmingum - telja að þurfi að leita uppruna síns og fyrir hvað þeir voru stofnaðir er fróðlegt að lesa bréf Hermanns.
Faðir minn Bjarni Jónsson þá útvegsbóndi í Asparvík studdi Hermann sem þingmann Strandamanna frá fyrsta degi og þeir skrifuðust reglulega á.
Hvatningarbréf Hermanns fyrir haustkosningar 1949:
Nú skal leggja Hermann að velli.
" Það dregur enn til kosninga, nú um áframhaldandi niðurlægingu - eða sókn til viðreisnar...
Þeir (Strandamenn) gera sér þess grein að hér er til þess barist að leggja að velli þann þingmann, sem stríðsgróðamenn, heildsalar, vöru og húsaleigubraskarar og þess konar fólk virðast telja sinn ótvíræðasta og um leið hættulegasta andstæðing sinn. .
... Má vera að til þeirra tíðinda dragi, að úr því verði nú skorið í Strandasýslu hvort vilji og sannfæring landsmanna á að ráða málum með þjóðinni, eða gullkálfur sá sem fóðraður er á fjármunum þjóðarinnar sjálfrar, peningum sem hafa verið teknir af borði fólksins við hverja máltíð, og hvert skipti sem það hylur nekt sína með nýrri spjör...
Það sem kann að verða skorið úr, er það, hvort þessir fjármunir almennings, komnir ranglega og faldir í vösum örfárra eigi að stjórna almenningi.
M.ö.o. hvort þessir örfáu eigi að geta keypt sannfæringu fólksins í heildverslun, með þess eigin fjármunum til þess að fá vald til að raka af því margfalt meira fé...."
"Undirlægjur í utanríkismálum"
.."Í utanríkismálum hefur mér þótt meirihluti ríkisstjórnar undirlægjugjarn og þróttlítill-
Ég var andstæðingur Keflavíkursamningsins, vildi að Íslendingar réðu vellininum sjálfir og rækju hann fyrir flugþjónustu gegn endurgjaldi þeirra landa sem völlinn nota líkt og við sjáum um veðurathuganar þjónustu fyrir ýmsar aðrar þjóðir gegn endurgjaldi".
Vildi friðarákvæði í Natósamninginn
Hart var lagst á Hermann vegna þess að hann studdi ekki samninginn um inngöngu í Nató 1949.
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi átt aðild að þeirri ríkisstjórn var Hermann utan stjórnar og gagnrýndi hana.
"Gagnvart Atlantshafssamninnum var afstaða mín samskonar...
Ég vildi að sá fyrirvari væri hafður í samningum að við tækjum ekki þátt í hernaði gegn neinni þjóð, ætluðum okkur ekki að innleiða herskyldu til að segja öðrum þjóðum stríð á hendur"
Og Hermann beygir flokkinn undir sig á ný,.
"... Ég hef krafist þess að stjórnin greiði heildsalabraskinu, okrinu og svindli því í verslun, húsaleigu og viðskiptum sem átt hefur sér stað fyrsta höggið- og fylgi því eftir svo sem með þarf ...
Hefji síðan á þeim grundvelli samstarf við almenning um almenna viðreisn fjármála og framleiðslu til að skapa hér réttlátt og blómlegt þjóðlíf."...
Þarf nýjan Hermann Jónasson
Hvað ætli að Hermann hefði sagt um stjórnsýslu síðustu ára þegar fasteignabraskarar, eignarhaldsfélög með háa arðsemiskröfu, sjálftöku banka og matvörurisar tröllríða húsum.
Og ný stjórnvöld kalla eftir hagræðingatillögum sem er gott.
En sumir þar innanborðs blindast og sjá helst þann kost að kynda Ukraínubálið, vopnaskakið, hergagnaiðnaðinn, undirlægjuháttinn í utanríkismálum og sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Fullveldi og réttlátara samfélag
Sannfæringu sinni lýsir Hermann vel í þessu bréfi - ákalli til Strandamana að standa með sér fyrir fullveldi og réttlátara samfélagi.
Gripið verður síðar til fleiri þátta í bréfi Hermanns til fróðleiks og upprifjunar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2025 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. desember 2024
Afar góð hugmynd - Ungmenna sjósókn
Um er að ræða sérstaka veiði þar sem fólki á aldrinum 12-25 ára gefst kostur á að skrá sig til leiks og var veiðitímabilið síðastliðið sumar 17. júní til 16. ágúst. Hver þátttakandi hefur heimild til að landa afla fyrir 50 þúsund norskar krónur á tímabilinu, jafnvirði 626 þúsund íslenskra króna. Má nota hin ýmsu veiðarfæri svo sem stöng, handfæri, línu, net og gildrur.
Stúlkur 35% þátttakenda
Síðastliðið sumar var 651 ungmenni skráð til þátttöku í veiðunum, þar af voru 227 stúlkur eða 35% þátttakenda".
Ýmsar leiðir eru til þess að auka möguleika einstaklingsins, rétt og frelsi.
Efla menningu í kringum þessa náttúru auðlind okkar og styrkja unga fólkið til þroska.
Sagan um bóndann sem átti 100 kyr en leiguliðinn í horninu átti eina kú .
Ríki bóndinn gat varla sofið á nóttunni.
Stöðugt að hugsa út ráð til þess að komast yfir þessa einu kú leiguliðans.
Vafalaust sjá menn mikla " hagræðingu" í svefnlausum áformum stórbóndans.
Ábyrgð verslunarkeðjanna
Hvernig væri að verslunarkeðjurnar finndu leið ttil þess að hvetja ungt fólk til þess að hefja smávöruverslun á ny á horninu.
Árið 2025 - ár æskulýðs og ungmenna.
Nóg er talað um vandann - hvers konar samfélag viljum við.
Í æsku áttum við krakkarmir jafnvel eitt eigið net og gátum selt okkar rauðmaga- reyktan eða ferskan
Attum okkar eigin örfár kindur í hópnum og ullin og lömbin voru lögð inn á okkar reikning.
Gott spor hjá Norðmönnum
Lesa meira
200 mílur | Morgunblaðið | 28.12.2024 | 14:17
Væri ungmennaveiði eitthvað fyrir Íslendinga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. desember 2024
Já - Ráðherra
Þegar mynduð er ríkisstjórn pólitískra flokka þarf traust Alþingis fyrir störfum hvers ráðherra.
Því skiftir miklu máli að ráðherrar komi úr röðum þingmanna.
Utanþingsráðherrar eru umboðslausir
Ríkisstjórn er fjölskipað stjórnvald þar sem hver ráðherra í raun ber ábyrgð á sínum málaflokkum, orðum og gjörðum gagnvart Alþingi.
Hvert ráðuneyti hefur síðan ráðuneytisstjóra og aðra starfsmenn til þess að búa út mál ráðherra og veita stjórnsýsluleg ráðgjöf.
En það er viðkomandi ráðherra sem ber ábyrgð gagnvart þinginu.
Ráðherrar þurfa að hafa skýrt pólitískt umboð.
Ráðherrar sem koma utan þings eru í sjálfu sér bara embættismenn eða auka ráðuneytisstjórar sem bera enga pólitíska ábyrgð né hafa pólitískt bakland.
Málaflokkar verða því pólitiskt hálf munaðarlausir á þingi
Þá verða í raun aðrir ráðherrar í ríkisstjórn eða formenn flokkanna að bera hina pólitísku ábyrgð á gjörðum þeirra gangnvart þingi og þjóð.
Skapar tortryggni í þingflokkum
Þegar gripið er til slíks ráðs að taka utan þings embættismenn sem ráðherra er undirliggjandi vísbending um að koma eigi í veg fyrir að einhverjir aðrir í þingliðinu verði ráðherrar.
Slík ráðstöfun er lítt til farsældar og sýnir bara veika forystu. Þótt embættismennirnir séu vænstu einstaklingar.
Mistök ríkisstjórnar 2009
Það var undir rós raunin t.d í ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar 2009
Þá sóttu formennirnir tvo ráðherra, embættismenn utan þings. Það var augljóslega gert til þess að´geta gengið fram hjá góðum þingmönnum sem ekki voru í "náðinni" hjá formönnunum.
Atli og Árni Páll sniðgengnir
Í þingliði VG var öflugur þingmaður Atli Gíslason lögmaður, afar fær til þess að verða dómsmálaráðherra.
Sóttur var hinsvegar embættismaður í stöðu dómsmála ráðherra .
Var það augljóslega gert til þess að geta gengið framhjá Atla Gíslasyni lögmanni og þingmanni Vinstri grænna sem dómsmálaráðherra sem hann var mjög hæfur til
Jafnframt var sóttur embættismaður í stöðu efnahags og viðskiftaráðherra til þess að geta gengið framhjá Árna Páli Árnasyni þingmanni Samfylkingarinnar.
En hann virtist ekki í "náðinni" hjá formanni flokksins.
Furðuleg ráðstöfun og ekki þingræðisleg
Mér og fleirum fannst þetta mjög undarleg ráðstöðfun enda höfðu þau sem ráðin voru ekkert pólitískt bakland né ábyrgð.
Virtist sem formenn flokkanna tækju persónulega að sér að bera pólitíska ábyrgð á þeim.
Ráðherrar eru ráðherrar með pólitíska ábyrgð en ekki embættismenn
Skildi ég oft á tíðum ekki hvað þau tvö, embættismenn voru að gera í ríkisstjórn sem ráðherrar.
Hafandi ekkert pólitískt bakland að styðjast við.
Enda voru þau látin fara úr ríkisstjórn síðar á kjörtímabilinu þegar herti pólitískt að ríkisstjórninni.
Ráðherrar verða að bera pólitísk ábyrgð á störfum sínum og vera kosnir á Alþing
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2024 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. desember 2024
"Brennt barn ætti að forðast eldinn"
Að rifja upp söguna
Evrópusambandið samþykkti af "einstakri smekkvísi" formlega umsókn Íslands að ESB hinn 17.júní 2010 fullveldisdag Íslendinga.- Skilaboðin voru skýr-
"Villikettirnir", bók Jóns Torfasonar um ríkisstjórnarár Vinstri grænna og Samfylkingar rekur á ævintýralegan hátt þennan "ESB farsa"
Gerðu grín að íslenskum ráðherrum
Fulltrúar ESB gerðu ljóst strax í byrjun að það eitt réði framgangi, hraða og vinnu umsóknarinnar.
Í bókinni Villikettir segir:
" Vinnuskipulagið var í engu samræmi við það sem Steingrímu J. Sigfússons hafði haldið fram:
Svo nefnd rýnivinna hófst en hún fólst í að bera saman lög og reglur ESB og Íslands hverju Ísland þyrfti að breyta í samræmi við regluverk ESB....
Helstu ágreiningsefnin svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og byggða mál skyldu rædd síðast"...
Forsendur brostnar fyrir ESB - umsókninni
Í júlí kom fram að stækkunarstjóri ESB lýsti því að ekki væri unnt að veita varanlegar undanþágur frá reglum ESB
Kom þetta fram á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB það ár.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hélt því þá strax fram að í ljósi álits stækkunarstjórans ætti að hætta við umsóknina og draga hana til baka"
Vísvitandi var haldið áfram að blekkja þjóðina
Þeim sem héldu því fram að hægt væri að fara í " könnunarviðræður" og semja um undanþágur áttu þá þegar að vera ljóst að slíkt var rökleysa og vísvitandi verið að blekkja þing og þjóð. Reyndar vitað frá upphafi
En áfram var samt þumbast og vísvitandi að blekkja fólk uns rekist var svo á vegg að hætta varð við allt saman.
Hörmungarsaga ESB umsóknar frá 2009 hefur tekið sinn toll í íslenskri stjórnmálasögu
ESB umsókn er ekki brýnasta mál dagsins sagði Kristrún Frostadóttir í aðdraganda kosninga. Hárrétt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. desember 2024
"Að segja satt"
" Þið verðið að segja mér satt"
söng Ingibjörg Þorbergs í Aravísum.
Þessi orð koma í hugann þegar hlustað er á boðskap jafnvel fyrrverandi ráðherra um aðild að ESB.
Skilyrðin liggja öll fyrir.
Um þau verður ekki samið. ESB ræður þar för.
Hvernig ætti líka samband sem stefnir að einu sameinuðu ríkjasambandi að eltast við hinar og þessar varanlegar undanþágur?
Draumórar gömlu ESB -sinnana
Rök sem höfð voru uppi við umsóknina 2009 um að "kíkja í pakkann" og ákveða svo eftir á hvort aðild er samþykkt eða ekki voru annaðhvort ótrúleg vankunnátta um aðildarferlið eða vísvitandi blekking þeirra sem héldu því þá fram.
Blekkingin fólst í því að segja ekki satt.
Og enn dettur einhverjum í hug að halda áfram í þeim blekkingarleik frá 2009.
Árið er hinsvegar 2024 en ekki 2006. Eftir því sem ég veit þá var inntöku reglum ESB breytt.
Nú verður að innleiða allar lög og reglur ESB eða skuldbinda í lögum hvenær það yrði gert áður en "samningum telst lokið"
Stækkunarbók ESB segir:
- "Því er sykurinn sætur?
- Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
- Hvar er heimsendir amma?
- Hvað er eilífðin, mamma?
- Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
- Því er afi svo feitur?
- Því er eldurinn heitur?
- Því eiga ekki hanarnir egg"?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. desember 2024
Kristrún klók - ekkert ESB
"ESB er ekki brýnasta málið á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar"
sagði Kristrún Frostadóttir strax eftir að hún var kosin formaður Samfylkingarinnar:
"Velferðarmál, heilbrigðismál, aldraðir og öryrkjar, menntamál og málefni barna, jafnvægi í ríkisfjármálum eru forgangi.
Var þar mikill samhljómur með Ingu Sæland og hennar fólki í Flokk fólksins
Kristrún ætlar sér að vera lengur en eitt kjörtímabil í pólitík.
Fer ekki í "sjálfsmorðsleik"
Kristrún hefur vonandi engan áhuga á sjálfsmorðsleiðangri forvera sinna Ingibjargar Sólrúnar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þær báðar steyptu flokk sínum Samfylkingunni fram af hengifluginu í hruninu 2008 og svo með blindri löngun og baráttu fyrir inngöngu í Evrópusambandið árin á eftir.
Hremmingar Samfylkingarinnar áður
Eftir þessar hremmingar Samfylkingar í ESB- og eftirhrunsmálum lá við að flokkurinn þurrkaðist út af þingi 2017 með einungis 5,7% atkvæða og þrjá þingmenn.
Flokkur fólksins ítrekað lýst andstöðu við ESB aðild
Flokkur fólksins hefur ítrekað lýst andstoðu við inngöngu í ESB og flutt tillögur á þingi um að draga umsóknina frá 2009 formlega til baka.
Flokkur fólksins vildi færa stjórnmálin inná heimili fólksins og að viðfangsefnum dagsins. Inga Sæland hefur verið sjálfri sér samkvæm í þeim efnum
Blautir draumar ESB sinna eiga þar lítið erindi,
Nýjar áherslur Samfylkingar
Kristrún Frostadóttir hefur unnið þrekvirki með Samfylkinguna. Þar vóg þungt nýjar áherslur og að ESB umsókn væri í raun tekin af dagskrá.
Með því að taka ESB umsókn af dagskrá unnust fjöldi atkvæða vinstra fólks. Ég virði dugnað Kristrúnar
Vonandi stendur Kristrún við þau orð sín um ESB
Gömlum ESB - krötum sárnar
Það var mjög sérkennilegt viðtal "ESB - þríeykisins" á Stöð 2 í kvöld
Heimir Már Pétursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorsteinn Pálsson grátbáðu um nýja ESB umsókn.
Nú eru þau ekki hver sem er
Öll bæði virk í Samfylkingunni og Viðreisn
Afbrýðisemi í garð Kristrúnar.
Annað hvort voru þau Ingibjörg Sólrún og Þorsteinn Pálsson að reyna að spilla fyrir stjórnarmyndun þeirra þriggja sem nú tala saman eða afbrýðisemi í garð Kristrúnar og hornreka Viðreisnar sveið.
Grátkór ESB
Vantaði bara Jóhönnu, Steingrím og Össur í "settið" með Heimi Má og ræða hinn glataða ESB draum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2024 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. desember 2024
- Pólitískt lík sem bíður greftrunar
Darraðardans á Alþingi 16.júlí 2009 um ESB
Atkvæðagreiðslan á Alþingi 18.júlí 2009 um aðildarumsókn að Evrópusambandinu kemur upp í hugann nú þegar vangaveltur eru um hvort ný ríkisstjórn beiti sér fyrir að endurnýja umsóknina að ESB
Forsætisráðherra hljóp milli borða í þingsal
Eftirá er myndin spaugileg en var ekki þá.
Forsætisráðherra Samfylkingar Jóhanna Sigurðardóttir hljóp þá milli borða í þingsal til þess að fylgjast með atkvæðagreiðslu einstakra þingmanna.
Kallaði einstaka þingmenn VG á eintal út úr salnum meðan á atkvæðagreiðslu stóð, ýmist hótaði eða lofaði.
Ljóst var að mjótt yrði á munum
ESB sinnar í öllum flokkum höfðu þrælskipulagt sig saman undir forystu formanna ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna,forsætisráðherra hafði kallað mig á einkafund rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og hótaði mér í bak og fyrir annars vegar ef ég greiddi atkvæða gegn og hinsvegar lofaði gulli og grænum skógum ef ég samþykkti.
ESB- umsóknin var aldrei "ríkisstjórnarmál"
Stjórnsýslulega var Þingsályktunartillagan um aðild að ESB hvorki ríkisstjórnar mál né meirihlutamál ríkisstjórnarflokkanna.
Þótt forysta ríkisstjórnarflokkanna hafi viljað líta svo á eftir á.
Einn ráðherra var algjörlega á móti málinu í ríkisstjórn.
Hópur þingmanna VG, annars ríkisstjórnarflokksins lýsti fyrirfram andstöðu.
Hafði tillagan því aldrei meirihluta þingmanna ríkisstjórnarinnar á bak við sig
Utanríkisráðherra sem fékk að flytja málið í eigin nafni varð því að treysta á stuðning þingmanna úr öðrum flokkum.
Hart var tekist á um málið innan þingflokks VG.
Formaður VG sem studdi ESB umsóknina afar eindregið lýsti áhyggjum að þessi ágreiningur innan þingflokksins um grundvallarmál gæti stefnt lífi ríksstjórnarinnar í voða og síðar einnig fyrir VG.
Hvoru tveggja koma á daginn.
ESB umsóknin varð næstu ár eins og pólitískt lík í kistu sem beið greftrunar
Þingmenn og fjöldi forystufólks VG og þeir sem borið höfðu fram hugsjónir VG í byrjun yfirgáfu hreyfinguna eða urðu óvirk.
VG er nú horfið af þingi og við lá að örlög Samfylkingarinnar hefðu orðið þau sömu fyrir nokkrum árum vegna m.a. ESB umsóknar
Atkvæðagreiðslan 16.júlí 2009 fór "uppíloft".
Þingsályktunar tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum- 28 þingmönnum VG og Samfylkingar og 5 atkvæðum þingmanna stórnarandstæðinga úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Hreyfingunni.
Nei sögðu 28 þingmenn þar á meðal 5 þingmenn VG
Núverandi formaður Viðreisnar tók ekki afstöðu.
Tveir þingmenn sátu hjá við loka afgreiðsluna.
Þar á meðal núverandi formaður Viðreisnar sem valdi þá að fylgja flestum félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum og styðja ekki aðildarumsókn að ESB.
Er skondið að hún skuli nú einn helsti talsmaður aðildar að ESB
Ekkert hefur það gerst síðan sem gerir aðild að ESB fýsilega nú en þá.
Fyrir lok kjörtímabilsins 2013 höfðu 5 þingmenn VG af 14 sagt skilið við flokkinn og átti ESB umsóknin og það sem á eftir fylgdi stærstan þátt í því sem og erfiðleikunum og trúnaðarbrestinum sem fylgdu næstu árin.
Varnaðarorð
Þessi upprifjun og varnaðarorð eru hér rituð til þeirra flokka sem gæti dottið í hug að setja ESB umsókn aftur á dagskrá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. desember 2024
" Að svíkja sína huldumey"
Sárt að rifja upp - en þegar trúverðugleikinn brestur.
Vg vann stórsigur í kosningum 2009 með nærri 22% atkvæða og 14 þingmenn.
Mynduð var stjórn með Samfylkingu sem var jú reyndar hluti af hruninu 2008.
Þvert gegn grunnstefnu Vg og loforðum var samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Ragnar Arnalds var formaður Heimsýnar og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og seinna í Vg.
- Forystumaður vinstrimanna, fullveldissinna og félagshyggjufólks um áratugi:
Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins gerði léleg lífskjör, aukið atvinnuleysi og tapað fullveldi að meginverkefni sínu 16. júlí 2009 þegar ríkisstjórnarmeirihlutinn á alþingi samþykkti að senda aðildarumsókn til Evrópusambandsins.
Lífskjör á Íslandi eru langtum betri en í þorra ríkja Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi er lægra á Íslandi og hagvöxtur meiri.
Innganga í Evrópusambandið fæli í sér stóraukna skuldabyrði ríkissjóðs vegna björgunarsjóðs evru-ríkja.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vinnur gegn hagsmunum almennings í bráð og lengd með því að halda ESB-umsókninni til streitu."
Félagshyggja, fullveldi og náttúruvernd eru óaðskiljanleg í stjórnmálum.
Aldrei kom fram að það væri ófrávíkjanleg krafa Samfylkingar fyrir ríkisstjórn á þeim tíma að sótt væri beint um aðild að ESB.
Enda var Samfylkingin í neinni slíkri aðstöðu til þess að setja afarkosti eftir að Vg bjargaði þeim út úr hrunstjórninni.
Hins vegar vissum við um sterkan hug þeirra í þeim efnum og óskum og ýmsir forystmenn VG héldu þessu fram
ESB umsókn var í upphafi þingmannamál en ekki ríkisstjórnarmál hjá Samfylkingu sem hópur af forystumönnum Vg lofuðu illu heilli að styðja.
Síðar vildu forystumenn flokkanna Vg og Samfylkingar gera það að ríkisstjórnarmáli til þess að keyra það í gegn
Þvert á gefin loforð Vg fyrir kosningar.
Var því ESB tillagan aldrei borin upp í ríkisstjórn heldur afgreidd í gegnum þingið.
Enda vitað að einn ráðherra og stefna Vg var algjörlega andvíg umsókn að ESB sem og fjöldi þingmanna flokksins.
Traust og trúnaður er forsenda - óháð málefnum
Ég var sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra á þessum tíma.
Og sem betur fer tókst að stöðva ESB umsóknina áður en varanlegt tjón hlaust af.
En traust til forystu Vg þvarr.
Byggja þarf upp nýja hreyfingu
Nú er verk að vinna að byggja aftur upp hreyfingu, fullveldis, félagshyggju, náttúruverndar, friðar og mannréttinda sem Vg var ætlað að vera og störfuðu vel eftir fyrsta áratuginn.
Brettum upp ermar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2024 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)