Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stöndum upp Norðlendingar

 Áform eru uppi um að leggja Háskólann á Akureyri niður í sinni mynd og búa til nýja stofnun  með breyttri skipan og sameiningu við aðrar.

Er verið að búa þannig um hnúta að hin nýja stofnun geti síðar runnið inn í samsteypu Háskóla Íslands í Reykjavík og eiga þar með á hættu að vera  svipt forræði sínu, orðspori, kennitákni með nafni sínu og baklandi sem Akureyri með Norðurland er.  Slík orðræða er stofnuninni, nemendum og starfinu öllu skaðleg og í raun vítaverð af hálfu stjórnvalda þegar  ekkert er sem kallar á slíkt. 

Háskóli Íslands í Reykjavík

Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um,  er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun  er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru.

 Ef stjórnvöld telja sameiningar og niðurlagningu menntastofnana mikilvægar  þá er nærtækast að sameina fyrst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. 

Þar skilur varla ein gata á milli. Þeir háskólar gætu auðveldar skipt um nafn og heitið

"Háskóli Íslands í Reykjavík". Sem ég þó ekki endilega mæli með

Akureyringar og HA stúdentar mótmæla og  vilja standa vörð um skólann sinn

Bæjarráð Akureyrar hefur að sjálfssögðu mótmælt þessum áformum. 

Aðalbjörn Jóhannsson, stúdent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, skrifaði einnig skoðanagrein á dögunum þar sem hann sagði stúdenta óttast að Háskólinn á Akureyri verði „einfalt útibú frá Háskóla Íslands.“ 

„Í raun sé verið að leggja niður Há­skólann á Akur­eyri“:

Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar.
 
Að standa  með skólanum sínum
Málið er einfaldlega það  ef sitjandi rektor eða skólastjórn  treystir sér ekki til þess að reka skólann á þeim forsendum sem stofnað er til hans og hann hefur verið ráðinn til, þá ber honum frekar að víkja en leggja skólann niður .
Þarf þá að fá aðra til sem hefur burði til þess að taka starfið og stofnunina að sér.
Hvet ég Akureyringa og Norðlendinga alla til þess að standa þétt að baki skóla sins.  
 
Söguágrip Háskólans á Akureyri
 
Fyrir rúmu ári síðan tók ég saman ágrip af  sögu Háskólans á Akureyri- aðdraganda og stofnun sem ég tel öllum hlutaðeigandi hollt að rifja upp.

Háskólinn á Akureyri- Söguágrip 

 

Sóknarfæri Framsóknar ?

Hugtakið  "náttúvernd" sem hugsjón og í framkvæmd hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum og áratugum. 

Flokkur sem ég tók þátt í sem þingmaður og ráðherra á sínum tíma og boðaði nátúrvernd, félagshyggju, jafnrétti, frið og fullveldi villtist af leið og hoppaði á vagn dægurflaumsins.

Eftir að hafa hlustað á stefnuræðu og framsögu ráðherra og þingmanna heilt kvöld án þess að nokkur nefndi af alvöru  náttúrvernd, frið eða mannkærleika þá var mér hugsað til minningarorða um farsælan stjórnmálaforingja á síðustu öld

Þótt ég hafi aldrei kosið Framsóknarflokkinn skal sagt, að flokkurinn  hefur átt farsæla foringja frameftir síðustu öld sem störfuðu vel með landi og þjóð og báru frið, fullveldi,jafnrétti og hag náttúru landsins fyrir brjósti.

Nú væri lag hjá þessum eina elsta stjórnmálaflokki landsins að leita í ræturnar og huga að um hvað flokkurinn var á sínum tíma stofnaður til.

Hugtakið og hugsjónin nátturvernd hefur verið hálf  munaðarlaus í íslenskum stjórnmálum um langt árabil.

Stjórnmálamenn síðustu ára  hafa leitð í óskilgreind hugtök  eins og "kolefnisjöfnun", "grænt hagkerfi", "hreina orku" osfrv,. í nafni umhverfismála sem lítið eru tengd við hugsjónir náttúruverndar eða fullveldi

Arnþór Garðarsson próf.( 1938- 2022) fuglafræðingur og einn ötulasti náttúruverndarmaður síðustu aldar skrifar minningagrein um Eystein Jónsson  þingmann Framsóknar (1933 til 1974), ráðherra og formann Framsóknarflokksins 1962 til 1968. Eysteinn var í forystu Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og formaður Náttúruverndarráðs 

Að mínu viti gæti hver flokksformaður eða pólitískur leiðtogi til áratuga verið  hreykinn af slíkri minningagrein. Mbl. 20.ágúst 1993

Eysteinn Jónsson - Eftir Arnþór Garðarsson 

"Með Eysteini Jónssyni er genginn mikill stjórnmálamaður og einn helsti höfundur náttúruverndar á Íslandi.

Störf hans voru margbreytileg og farsæl, en aldrei naut hann sín betur en í lok starfsferils síns.

Eysteinn var ótvíræður leiðtogi og helsti hugsuður og skipuleggjandi náttúruverndar hér á landi á sjöunda og áttunda áratugnum.

Hann var skipaður formaður Náttúruverndarráðs 1972, er það tók til starfa samkvæmt nýjum lögum frá 1971.

Gegndi hann því starfi til 1978. Á þessum árum var mikið gert. Mörkuð var stefna næstu ára og áratuga, fjöldi svæða friðlýstur, náttúruminjar kannaðar og skráðar, alþjóðasamstarf eflt, komið á virku samstarfi framkvæmdaaðila og Náttúruverndarráðs.

Vöxturinn í náttúruvernd varð með ólíkindum þessi ár sem forystu Eysteins naut við.

Þar kom margt til. Áratuga reynsla Eysteins í stjórnmálum kom sér auðvitað vel, auk þess sem hann naut almennrar virðingar þingmanna og almennings.

En miklu skipti að hugmyndir hans um náttúruvernd voru byggðar á einlægum áhuga, mannkærleika og næmum skilningi.

Trúin á tæknibyltinguna einkenndi miðbik aldarinnar, ekki síst á Íslandi.

Menn trúðu því statt og stöðugt að ný mannvirki hlytu að vera betri en gömul og tæknivætt umhverfi myndi koma í stað úreltrar náttúru jarðarinnar.

Náttúrufræðingar og skáld reyndu að andæfa en hlutu lítinn hljómgrunn almennings og leiðtoga þjóðarinnar.

Náttúruvernd var eins konar afturhald fáeinna fræðinga og sérvitringa, sem voru óvanir því að þurfa að leita stuðnings við hugmyndir sínar úti á meðal fólks.

Þetta fór að breytast á sjöunda áratugnum, einkum þegar hættulegar afleiðingar skordýraeiturs fyrir lífið á jörðinni urðu kunnar.

Eysteinn Jónsson lagði áherslu á hugtak sem er kjarninn í allri náttúruvernd, nefnilega að vernda náttúruna til þess að bæta mannlífið og til þess að tryggja komandi kynslóðum betra líf. Lífsgæðin verða ekki mæld í fjölda sjónvarpstækja eða lengd sófasetta.

Andleg og líkamleg heilbrigði næst ekki nema maðurinn lifi í sátt við umhverfi sitt og samvisku sína. Eysteinn skildi manna best nauðsyn þess að tvinna saman landnytjar, útivist almennings og verndun náttúrunnar. Eysteinn leit á náttúruvernd sem eina tegund landnýtingar."........ 

Hin síkvika náttúra Íslands þarf á öflugu baráttu fólki með hugsjónir  að halda. 

Pólitískur vettvangur náttúrunnar-  fullveldis, félagshyggju, jöfnuðar, friðar og mannkærleika er þunnskipaður þessi árin.

Hver tekur boltann

Þar er verk að vinna kannski eru þar sóknarfæri Framsóknar að leita rótanna í jarðvegi þeirra Steingríms Hermannssonar, Eysteins Jónssonar, Hermanns Jónassonar og Jónasar frá Hriflu, forystu sem stóðu með sjalfum sér og höfðu hugsjónir en lögðust ekki í strauminn. 

 

 

 


Að "hóta" alþingi - Bókun 35 um framsal dómsvalds til ESB/EES

Málfrelsi og þingræðislegur réttur minnihluta hafa verið og eru hornsteinar lýðræðis.

Það var sérstakt nú við setningu alþingis að heyra forseta Íslands mæla gegn þessum lýðréttindum og tala beint  niður til alþingis og þingmanna sem þar sitja:

Að skjóta umdeildum  málum og  meintum stjórnarskrárbrotum  til forsetans og þjóðarinnar 

„Hugsanlega er tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum, jafnvel á stjórnarskránni.

Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi.

En um leið ber því skylda til að vera vettvangur fyrir heilbrigða og gagnrýna umræðu,“ sagði forsetinn.

 Öryggisventill þjóðarinnar

Umsóknin um aðild að EES var samþykkt með minnsta meirihluta alþingis 1991. Meirihluti þjóðarinnar virtist andvígur og ein fjölmennasta undirskriftasöfnun í sögu þjóðarinnar krafðist þjóðaratkvæðis.

Þingsályktun um aðildarumsókn að ESB  2009 var samþykkt með minnsta meirihluta á alþingi 2009. Gegn sýnilegum meirihlutavilja þjóðarinnar og þvert á gefin loforð fyrir kosningar   

Hvoru tveggja varðar stjórnarskrána: fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og alþingis.

Báðir þessir gjörningar voru keyrðir í gegn  með minnsta meirihlutaafli á alþingi 

Og hefðu átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Engum að treysta?

Nú verður lagt fram á þingi  ný tillaga um staðfestingu á s.k. "Bókun 35" við EES samninginn um framsal á dómsvaldi til dómstóla ESB/EES

Flestir óháðir lögspekingar og sem gerst þekkja telja " Bókun 35" stjórnarskrárbrot ef hún fer fram.

Forseti alþingis sem beitti 71. grein þingskaparlaga í sumar og sleit umræðum  var augljóslega að veifa þeirri hótun í ræðu sinni í dag.

Eitt aðalmálið sem reynt getur í þeim efnum á komandi þingi er framsal á íslensku dómsvaldi til erlendra dómstóla.

Hjá mörgum þjóðþingum þarf aukinn meirihluta, 2/3 eða 3/4 til þess að keyra mjög umdeild mál í gegnum þingið.

Hér á Íslandi er enginn slíkur varnagli en málfrelsið verið ankerið.

Ábyrgð og skyldur forseta Íslands gagnvart þjóðinni

Forseti lýðveldisins hefur síðan það vald og þá ábyrgð að synja umdirskrift umdeildra laga og samþykkta og  senda í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Forsetinn frú Halla Tómasdóttir hefði gjarna einnig getað  minnst á þá eigin ábyrgð sína gagnvart lýðræðinu og fólkinu i landinu í setningarræðu sinni um leið og hún taldi hlutverk sitt að kalla eftir meiri ábyrgð þingmanna.

 

 

 

 

 

 

" Að vera betur borgið"

Að vera best "borgið" innan eða utan ESB heyrist gjarnan í umræðunni um fullveldi og hagsmuni Íslands í ESB umræðunni.

Jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir eru með það inni í stefnu skrá sinni að Íslandi sé betur borgið innan eða utan ESB.

Að vera í einhverjum "háska" sem þarf að bjargast úr

Jafnvel úr sálarháska

Ég heyrði á heilan útvarpsþátt sem bar yfirskriftina "betur borgið utan eða innan ESB"

Mér finnst svona orðræða mjög lágkúruleg þegar rætt er um fullveldi, sjálfstæði og sjálfsvirðingu þjóðar. 

Tala nú ekki um þegar blandað er "hagsmunum" inn í umræðuna hvaða hagsmunum og hverra þarf að bjarga.?

Vissulega þarf að gæta að í samskiptum og einstökum  tvíhliða samningum  en af virðingu og reisn .   

Auðvitað má halda fram með rökum og hefur verið gert af einhverjum  "hagsmunum" þjóðarinnar sé best "borgið" með því að leggja niður íslenskuna og taka alfarið upp enska. 

Eins og Ísland sé í hættu og þarfnist björgunarliðs

Að eitthvað utanaðkomandi þurfi að koma landinu, þjóðinni, "hagsmunum"  hennar til bjargar.

Þessi hugmyndafræði er orðræða kjarkleysins, skertar sjálfsvirðingar, tapaðri reisn.

Hún lýsir einhverri meðvirkni eins og í ofbeldissambandi  þar sem skriðið er fyrir valdinu, vegna þess að "hagsmunum sé best borgið".

Hvar liggur ógnin sem þarf að gæta sín á 

Hættulegustu óvinir sérhverrar þjóðar eru æfinlega innlendir umboðsmenn sem geingið hafa hinu erlenda kúgunarvaldi á hönd og reka erindi þess innnanlands" sagði Halldór Kiljan Laxxnes í hátíðarræði 1. des 1935"

Minnir á "heimilisofbeldi" í samskiptum á alþjóðavetvangi.

" Hagsmunum er best borgið" hvaða hagsmunum og hverra?.

Í samskiptum og samningum við aðra einstaklinga, hópa eða þjóðir er númer eitt að halda sjálfsvirðingu sinni, öryggi og sjálfstæðri reisn en ekki undir kúgunarhugsjóninni að einhverjum hagsmunum sé best borgið í skjóli einhverra þegar höndla á um, fullveldi og sjálfstæði þjóðar.


Norðmenn vilja ekki inn í ESB

Fullveldis hugur Norðmanna er sterkur.  Mikill meirihluti mynda hafna umsókn að ESB samkvæmt nýrri skoðanakönnun þar í landi.   Enda er efnahagur Norðmanna mun sterkari og velsæld meiri en flestra landa í ESB. Þeir myndu því þurfa að deila umfangsmiklu fjármagni til millifærslu kerfis ESB landa ef þeir gengju þar inn. Og jafnframt að tapa stjórn  á fiskimiðum sínum og öðrum náttúruauðlindum til Brüssel ef þeir gengju þar inn.

Meðfylgjani frétt og skoðanakönnun sýnir vel hug Norðmanna: 

"Flertallet av nordmenn sier fortsatt nei til EU

55 prosent av nordmenn ville stemt nei til EU hvis det hadde vært valg i morgen, mens 33 prosent ville stemt ja, viser en ny meningsmåling.

"Omar Havana
Publisert 11.08.2025 - 08:34 Sist oppdatert 11.08.2025 - 08:44

12 prosent av nordmenn svarer «vet ikke» på Opinions ferske EU-måling på oppdrag fra Altinget.

Dermed har ja-siden stabilisert seg igjen etter en skikkelig oppsving i mars, hvor 40 prosent svarte at de ville stemt ja til EU dersom det var valg i morgen. De to siste målingene har vist et betydelig klarere nei-flertall.

Intervjuene er gjennomført mot et landsrepresentativt utvalg i perioden 28. juli–3. august 2025."

(©NTB)


"Góðgerðafyrirtækið" Motus

 "Æ við sendum reikning bara inn á Heimabankann þinn eða beint  til innheimtu hjá Motus"

Það getur verið snúið að vera gamall, fatlaður eða bara alls ekki tölvufíkill.
Að fá að greiða þjónustu yfir borðið er ekki alltaf svo auðvelt og ég tala nú ekki um með peningum.
 
Þolandinn - greiðandinn réttlítill 
Í innheimtu aðgerðum á þolandinn, eða greiðandinn lítinn rétt.  Hvað þá með vera gamall, ótæknivæddur fatlaður getur kostað stórfé, mannorðssviptingu og jafnvel fangelsun af minnsta tilefni og allt á annan veginn .
 Einstaklingur sem ég þekki  þarf að fara reglulega til eftirlits og þjónustu á læknastofu hér í bæ.
Að greiða fyrir þjónustuna er ekki alltaf  svo auðvelt.
 Stundum er greiðslustaðan þannig að ekkert þarf að borga, eða vitjunin á mismunandi verðum. 
Viðmælandi minn hefur ávalt heimtað að fá að staðgreiða hvert sinn.  
"Ef þú þarft að borga set ég það bara í heimabankann"
"Nei" sagði viðkomandi sem er ekki tölvuvæddur og opnar þess vegna aldrei inn á einhvern heimabanka.   . 

Hótunarbréf berst í pósti

Viðkomandi hrökk við þegar hótunarbréf barst í pósti frá einhverju  "góðgerðafyrirtæki" sem heitir Motus og sérhæfir sig í innheimtu

Þar var tilkynnt um vanskil á kröfa upp á 3981 krónu sem sé nú orðin 10.701.
Vakin er athygli á að viðkomandi fari á "svartan" lista hjá fyrirtæki sem heitir Creditinfo Lánstraust meðan krafan er ógreidd.
Nú er það svo að viðkomandi taldi sig hafa greitt allt sem greiða þurfti hjá stofunni og kom þetta á óvart.
 
"Góðgerðafyrirtækið Motus"
 Eftir að hótunarbréfið kom frá "góðgerðastofnuninni"  hringdi ég í þjónustuver Motus og bað um skýringar.

Viðkomandi sagðist skyldi athuga málið og hringja til baka síðar um daginn og ætti að bíða með greiðslu kröfunnar þangað til.  Ekki kom þetta símtal  

Ég hringdi í viðkomandi stofu og spurðist fyrir um þennan reikning, en svarið var að þetta væri farið til Mótus og þar yrði að greiða.
 
Hótunarbréf númer tvö 
Síðan barst annað bréf á dögunum frá Motus og ítrekun og aftur hringdi ég í "Góðgerðastofnunina"  
 "Æ við fundum ekkert símanúmer til að hringja til baka".
Ég upplýsti aftur um að viðkomandi væri ekki með virkan heimabanka og ekki tölvuvædd.
Vissi ekkert um þessa skuld fyrr en hótunarbréfið kom með tilheyrandi kröfum um þóknun og viðurlög.
 
Aldrei samþykkt að krafan færi sjálfkrafa í einhvern heimabanka
Aldrei hefði verið samþykkt að  krafan færi í heimabanka sem talið var reyndar að búið að staðgreiða.
Nú getur verið mjög þægilegt oft að fá reikning sendan í heimabanka og sjálfssagt að greiða fyrir úttekt .
En sjálfkrafa sending reiknings í heimabanka er óþægileg ekki síst þegar krafan birtist síðan frá "góðgerðafyrirtæki"  með  refsikröfum og mannorðssviptingu.
 
Aftur hringt í Motus
Ég hringdi aftur í Motus og vísaði til fyrra samtals þar sem sagt var  borga ekki reikninginn fyrr en búið væri að athuga málið. 
Aftur sagði þjónustufulltrúi hjá " Góðgerðafyrirtækinu" skyldi athuga málið og hringja til baka.
Hér er ekki verið að setja út á að stofnað sé til þjónustu um innheimtu reikninga þótt ætið fjölgi milliliðum sem hirði sitt.
 
Réttur  einstaklingsins - Siðareglur fyrirtækja
 
Væntanlega setja slík innheimtufyrirtæki sér siðareglur og lúta eftirliti.
Réttur einstaklingsins sem er hinn aðilinn er ekki svo mikill þegar farið er að lesa vinnureglur svona innheimtufyrirtækja.
 
Í símtalinu spurðist ég fyrir um hvort "Góðgerðafyrirtækið" Mótus tæki að sér innheimtur á kröfum án þess að kanna hvort löglega hafi verið til þeirra stofnað eða með samþykki greiðanda?
 
Einokuð sjálftöku stofnun
 
Var farið fram á að "Góðgerðafyrirtækið" felldi þennan kostnað sinn niður  um 7000 kr. og upphafleg krafa yrði greidd. 
Jafnframt að fyrirtækið skýrði betur siðareglur sínar, kostnaðargreiningu við innheimtu og rétt einstaklingsins í þessum samskiptum 
Þarna væri hótað  háum fjársektum, mannorðssviptingu og sakamannabekk.
Símtöl eru hljóðrituð og er beðið eftir svari;
 
"Vakin er athygli á því að vanskilaupplýsingum  verður aflað úr skrám  Creditinfo Lándstruasts  meðan krafa er ógreidd." stendur í bréfinu
 
Gull og grænir skógar á "rukkunar"-síðu Mótus  
Þegar farið er inn á heimasíðu "góðgerðafyrirtækisins" Motus  stendur:  
 "Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði innheimtu og kröfustofnun fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Við leitumst stöðugt við að finna nýjar leiðir til að gera kröfustýringu sem besta og lítum á hana sem ómissandi þátt í vexti og viðgangi fyrirtækja.
Okkar markmið er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi.
Hjá Motus starfa um 80 sérfræðingar á fjölmörgum sviðum sem leggja sig fram við að starfa af heilindum og fagmennsku."
 
"Viðskiptavinum Motus býðst að stofna kröfur á þægilegan og hagkvæman hátt.
Kröfurnar eru tengdar við kröfupott RB og birtast greiðendum í netbanka og bókhaldskerfi.

Greitt er eitt gjald 99 kr. fyrir hverja stofnaða kröfu og er þá allt innifalið, s.s. greiðslugjald, breytingar eða niðurfellingar."
Hvergi er minnst á rétt neytenda eða þolendur í málinu
 
Svo mörg voru þau orð
Eftir bankahrun 2008 var lögð rík áhersla á að fjármálastofnanir sem höndluðu með fé, reikninga, innheimtur og greiðslur settu sér gagnsæjar siðareglur og þjónustuskyldur. 
Í heimi blekkinga og falsaðra reikninga er það enn mikilvægara 
Sjálftaka og þóknanir væru undir ströngu eftirliti og kostnaðargreint og einstaklingsrétturinn væri í forgangi.
 
Réttur einstaklingsins - Sjálftaka fjármálastofnana 
Mér verður hugsað til allra þeirra sem eru ekki tölvuvæddir eða í standi til að reka "heimabanka" - sem vilja staðgreiða sín viðskipti, sem þurfa að framvísa rétti til annarra.
Þurfa aðstoð annarra við sín mál-  þurfa pinnúmer og heimabanka til þess að vera gjaldgengur í þjóðfélagi sem á jú að snúast um fólk, einstaklinga, en ekki stofnanaferil þar sem hægt er að búa til reikninga og senda á fólk til innheimtu, skammta sér "góðgerðarkostnað", hóta mannorðssviptingu og sakaskrá.
Iðulega berast hótanir eða kröfur um greiðslu á þessu eða hinu í nafni Póstsins, Simans osfrv. Og ráðvant fólk hrekkur í kút.
 
Svindl eða fégræðgi- Einstaklingar varnarlausir 
Jafnvel getur krafan verið fölsuð og búin til í "Búrtistan" og fégráðug "Góðgerðarfyrirtæki" reiðubúin að taka til innheimtu skammta sér þóknun og senda hótunarbréf.
Hver veit?
 
Hjá Bankanum sínum
Í næsta pistli verður fjallað um þrautagönguna að mega greiða þessa í kröfu í bankanum sínum til áratuga með peningum og því hafnað
Jafnvel eiga á hættu að vera stimplaður fyrir meint hryðjuverk og peningaþvætti
 

Stokkhólma- Rauður

21379d64-590e-42cb-b4c3-819606523a74 (1)Morð á stóðhesti
Nú standa yfir á Hólum í Hjaltadal kvikmyndatökur á Bless-  bless Blesi
Þráðurinn fjallar um  morð á hestinum Blesa sem vænst er að vinni til  æðstu verðlauna á Landsmóti hestamanna  en er talinn myrtur  á mótinu.
Í meðf viðtali við MBL er lýst söguþræði þessarar "dramasögu" um Blesa, en Hólastaður er undirlagður og iðandi af lífi við kvikmyndatökurnar.
Ekki veit ég hvort myndin tengist atburði  frá 28.júlí 1981 er stóðhesturinn Rauður 618 frá Stokkhólma í Skagafirði fannst skotinn í heimahaga einmitt þegar verið var að búa hann undir stórsýningu á landsmóti næsta ár. 
"Stokkhólma Rauður fannst skotinn í haga"
Þannig hljómaði fyrirsögn í Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. ágúst 1981
"Einn besti stóðhestur landsins drepinn: StokkhólmaRauður skotinn STÓÐHESTURINN kunni. Stokkhólma-Rauður 618. fannst skotinn út í haga í Skagafirði. þriðjudaginn 28. júlí síðastliðinn.
Síðast sást hann á lífi sunnudaginn 26. júlí klukkan 19.00. Hafði hann verið settur í girðinguna deginum áður ásamt tveimur geltum hestum. Eigandi hestsins var Halldór Sigurðsson gullsmiður í Reykjavík.
Það var Halldór Jónsson starfsmaður á Stokkhólmabúi sem fann hestinn dauðan í haganum á þriðjudaginn og sagðist honum svo frá í samtali við Mbl.  sunnudaginn var Eysteinn Sigurðsson ráðsmaður í Stokkhólma á ferð þarna hjá girðingunni og virtist allt vera í góðu lagi.
Á þriðjudag er hann síðan á ferð á sömu slóðum og sér hann þá ekki til hestsins.
„Ég fór þá seinna um daginn að athuga hvort hann væri ekki i girðingunni, sé ég hrafnahóp þar skammt frá mér og vissi ég þá að hann væri dauður, en þar sem ég var ríðandi vildi ég ekki fara nærri, enda taldi ég víst að hesturinn hefði orðið bráðkvaddur og fór því heim.
Á miðvikudag fer ég ásamt Eysteini til að grafa hestinn. Þykir mér þá einkennilegt að blóð hafði blætt úr vitum hans svo við förum að kanna þetta nánar og sjáum við þá kúlnagat á enni hans.
Það er kannski rétt að geta þess, að hesturinn var ekki spakur í haga, þannig að allt bendir til að hann hafi verið skotinn á færi.
Eftir þetta kom svo til kasta lögreglu og dýralæknis." Haft var samband við Gísla Halldórsson dýralækni í Varmahlíð, sem krufði hestinn og taldi hann að hesturinn hefði verið á beit eftir ferli kúlunnar að dæma.
Kúlan fór inn hægra megin við miðlínu heilans og á ská niður og út um vinstri kjálkann.
Eftir mælingar á kúlnagatinu kom í ljós að kúlan var 243 caliber og fannst í haga eftir því sem byssufróðir menn segja þá er útilokað að nota slíkar kúlur til fugladráps sagði Gísli ennfremur."... 
Talinn besti stóðhestur landsins
"Á síðustu árum var talið að Stokkhólma-Rauður væri einn besti stóðhestur landsins og var það meðal annars haft eftir Þorkeli Bjarnasyni hrossaræktarráðunauti á fjölmennum fundi í Reykjavík á síðastliðnum vetri. Er því greinilegt að íslensk hrossarækt hefur orðið fyrir miklum skaða við að missa Stokkhólma-Rauð. V.R" 
 
Morð- Gátan óráðin? 
"Ég kæri mig nú ekki um að ræða það mál nánar, en ég get þó sagt, að ég tel mig vita hvað gerðist, og það var engin tilviljun, að hesturinn var drepinn.
Það þurfti að ganga langa leið til að skjóta hann, hann var valinn úr stóru stóði, sem þarna var á beit, og hæfður mitt í ennið. Það er engin tilviljun, það þurfti bara að ryðja hestinum úr vegi, en nánar fer ég ekki út í þá sálma." segir Sveinn Hjörleifsson  tamningamaður hjá Halldóri í Stokkhóla í viðtali við Morgunblaðið  22. jan 1984.
 
Hin frægu Kolkuóshross 
Rauður 618 var af hinni frægu ræktun Sigurmons í Kolkuósi, Kolkuóss pg Svaðastaðakyn
Um þessi hross segir Sveinn tamningamaður í Morgunblaðsviðtalinu: 22. jan 1984
" Við Sigurmon í Kolkuósi lærðum þá, að „snillingarnir" voru að dæma tamningu og sýningarsnilld knapa, ásamt góðu eldi í hestunum, en ekki hæfileika hestanna sjálfra.
Þessum mönnum virðist hins vegar gleymast, að tamningin erfist ekki. Stígandi 625 frá Kolkuósi er afburða kynbótahestur, og aldrei hefði átt að láta hann fara úr landi.
Ég hef aldrei kynnst eins miklum vilja og í afkvæmum hans, og nú er hesturinn í Þýskalandi og gerir það gott, svo sem sjá má á yfirburðahestinum Þór frá Sporz, stóðhestinum undan Stíganda sem svo mikla athygli hefur vakið meðal allra þeirra, sem láta sig ræktun íslenska hestsins einhverju varða.
Stígandi og Stokkhólma-Rauður voru miklir undaneldishestar, það sáum við Sigurmon strax, og þetta er enn að sannast með Rauð, i Stokkhólma, á Hólabúinu og í Kirkjubæ, þar sem synir hans, Hóla-Blesi og Elgur 965, hafa verið notaðir."
 
Spennandi söguþráður 
 Stóðhesturinn Stígandi frá Kolkuósi á fjölda afkomenda í Þýskalndi  og var mjög umdeilt þegar hann var seldur úr landi,
Ekki veit ég hvort feðgarnir Hóla- Blesi og Stokkhólma Rauður 618 séu fyrirmyndin í kvikmyndatökunum um Blesa sem nú er verið að taka upp og gaman það fylgjast með
En óneitanlega leitar á hugann  "morðið" á Stokkhólma- Rauð  hinnn 28. júlí 1981.
 
( Fyrirtækið ACT4 í samstarfi við RUV og NEW8 (New8 er sam­starf allra nor­rænu sjón­varps­stöðvanna, DR, SVT, NRK, YLE, RÚV auk ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi og VRT í Belg­íu) 

Bless bless Blesi fjall­ar um keppnisknap­ann Auð sem mæt­ir á Lands­mót hesta­manna með stóðhest­inn Blesa. Þeir sýna snilld­ar­takta og Blesi er sig­ur­strang­leg­asta hrossið í A-flokki gæðinga fyr­ir lokaum­ferðina. En að morgni keppn­is­dags­ins finnst Blesi dauður í hest­hús­inu. Lög­regl­an í sveit­inni neit­ar að rann­saka málið enda ekki um morð að ræða þegar hest­ur er drep­inn. Auður ákveður upp á eig­in spýt­ur að rann­saka sam­fé­lag ís­lenskra keppn­is­hesta­manna í leit að hrossamorðingj­an­um.)

  Act4.is

mbl.is ACT4 framleiðir fyrstu íslensku New8-sjónvarpsþáttaröðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Orustan um Ísland"

Í fjölmiðlum birtist þetta viðtal við utanríkisráðherra 10. júlí sl

Það er orrustan um Ís­land“

Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 10. júlí 2025 13:01
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir orrustuna um Ísland hafna og að ríkisstjórnin ætli þar að vinna sérhagsmunaöflin og minnihlutann.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir orrustuna um Ísland hafna og að ríkisstjórnin ætli þar að vinna sérhagsmunaöflin og minnihlutann.Vísir/Ívar Fannar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé "orrusta um Ísland" sem ríkisstjórnin ætli að vinna.

Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar.

Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum.

Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur kom til hafnar á Grundartanga í dag í þjónustuheimsókn.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var viðstödd heimsóknina en kom seint vegna látanna á Alþingi í morgun. Fréttastofa náði tali af Þorgerði til að ræða um stöðu" þingsins". " Orustan um Ísland

ESB -aðild -Bókun 35 við EES samninginn um framsal dómsvalds til EES/ ESB

 Aðild að ESB er fyrsta mál hjá ríkisstjórn .

Utanríkisráðherra virðist klæja í lófana  af tilhlökkun að senda syni Íslands og dætur  í sameignlegan Evrópskan her á vígvöllum Evrópu.

- Var þjóðin eða þingið spurt?

Ljóst er af síðustu atburðum  að Alþingi mun ekki verið gefið kost á að stöðva þessi mál. Verður þjóðin spurð?

Með kjarnorkuknúið  herskip- kafbát, eitt öflugasta herskip heims í baksýn - fullkomin  hótun- hefst " Orustan um Ísland


"Að setja sig á háan hest"

Það er vandi að vera ríkisforstjóri yfir einni stærstu stofnun landsins- Landsvirkjun- og hafa síðan í beinum eða óbeinum  hótunum við lýðræðiskjörin yfirvöld sín.

Er hér bæði átt framkomu  við löggjafasamkomuna, Alþingi, lög  og dómstóla landsins  eins og Hæstarétt.

Sjálfssagt er að hafa málefnalega skoðun á  hinum ýmsu málum og líka sem snerta þá stofnun eða fyrirtæki sem viðkomandi er tímabundið í ábyrgð fyrir. 

Hinsvegar verður líka að gæta að ráðningarsamningi sínum, takmörkunum og verksviði.

Sérstaklega  á þetta við  þegar kemur að pólitískum álitaefnum sem eru í höndum löggjafans að setja mörk um.

Löggjafinn hefur sín rök fyrir ákvörðuninni, hvort sem einhverjum okkar líkar betur eða verr.

„Það er hrein­lega áfell­is­dóm­ur yfir lög­gjafa þess tíma að hafa ekki vandað bet­ur til verka við laga­setn­ing­una. Í dómn­um seg­ir beint að það sé ekki Hæsta­rétt­ar að leiðrétta óvandaða laga­setn­ingu,“ bæt­ir Hörður við. ( MBL: 09.07)

Það skipar enginn utanaðkomandi Alþingi fyrir verkum

Það skipar enginn Alþingi fyrir verkum hvorki hæstaréttardómarar né mikilvægir forstjórar eða aðrir sem telja sig þó merkilega.

Niðurlægingar tal og hótanir í garð yfirboðara sinna - lýðræðislega kjörins alþingi- um ábyrgð þess og ákvarðanir er vand meðfarið.

Gildir einu  hvort heldur slíkt tal  er frá dómstólum  eins og Hæstarétti eða frá  ríkissforstjóra sem hefur sitt afmarkaða starfsvið í tilteknu fyrirtæki eða stofnun þann  tíma sem hann er þar ráðinn.


mbl.is Dómurinn áfellisdómur yfir löggjafanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur Hermannsson og "Bókun 35"

Framsóknarmenn halda málstofu á Þingvöllum næsta fimmtudag helgað starfi Steingríms Hermannssonar formanns flokksins 1978 til 1994 og forsætisráðherra í ein 8 ár og farsæll formaður síns flokks með landsföðurlegt yfirbragð
Það er vel og verðskuldað að minnast Steingríms  á þessum umbrota tímum .
 Steingrímur var tvímælalaust einn öflugasti og farsæll stjórnmálamaður á seinni hluta síðustu aldar.
 
Fullveldisframsal og "Bókun 35 " 
 Í tilefni umræðu um "Bókun 35" við EES- samninginn las ég ræður þingmanna  frá 1993  þegar samningurinn var samþykktur á Alþingi með naumasta meiri hluta og miklum fyrirvörum þingmanna sem þó studdu hann undir lokin. 
Þeir guldu varhug við "Bókun 35" um framsal dómsvalds frá innlendum dómstólum til erlendra stofnana. 
Af umræðunni bendir allt til að samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi  1993 ef orðalag "Bókunar 35" sem nú liggur fyrir Alþingi hefði verið þar inni. 
 
Framsókn á móti EES samninum vegna fullveldis framsals og brota á stjórnarskrá 
Það væri fróðlegt bæði fyrir Framsóknarmenn og aðra að lesa ræður  frá þessum tíma og ekki þá síst ræðu Steingríms Hermannssonar sem færði sterk rök fyrir andstoðu sinni og flokksins við samninginn
Steingrímur vitnar til nýrrar flokssamþykktar:
 
  Á nýloknu flokksþingi framsóknarmanna var ályktað:
    „[Flokksþingið telur] vafasamt að það standist hina íslensku stjórnarskrá að framselja til eftirlitsstofnunar og dómstóls EFTA vald eins og gert er ráð fyrir í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði. Flokksþingið ber virðingu fyrir íslensku stjórnarskránni og telur að túlka beri allan vafa henni í hag. Flokksþingið telur því nauðsynlegt að breyting fari fram á íslensku stjórnarskránni áður en unnt verði að samþykkja aðild Íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði.“
    Fyrsti minni hluti er þeirrar skoðunar að íslenska stjórnarskráin heimili ekki samþykkt þess samnings um hið Evrópska efnahagssvæði sem hér liggur fyrir."
  • "Sérfræðinganefnd utanríkisráðherra gerir lítið úr fullveldishugtakinu"
  • Kunnuglegt stef,
  • Grípum aðeins niður í ræðu Steingríms þar sem hann vitnar n.a. til skýrslu Guðmundar Alfreðssonar fyrrverandi prófessors í þjóðarrétti og Ólafs Jóhannessonar lagaprófessors og fyrrv. formanns Framsóknarflokksins: 

",,Sérfræðinganefnd utanrrh. gerir í inngangsorðum lítið úr ríkis-, fullveldis- og sjálfstæðishugtökunum. Þeir skrifa án þess að færa að því nokkur rök (bls. 2 í skýrslunni): ,,Gildi ríkishugtaksins í stjórnskipunarrétti er umdeilt`` og ,,Ekki er þó ástæða til að telja að 1. gr. stjórnarskrárinnar hafi sjálfstæða þýðingu við úrlausn þess álitaefnis sem okkur er ætlað að fjalla um.```` --- Ég skýt því inn að 1. gr. fjallar náttúrlega um að við séum fullvalda þjóð."

Fullveldis hugtakið

I.
 1. gr.
 Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
 2. gr.
 Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.

Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.

Dómendur fara með dómsvaldið.

"Bæði sögulega og í nútímanum hljóta 1. og 2. gr. og samspil þeirra að skipta máli; þetta er sjálfur grundvöllur lýðveldisstofnunar og sjálfstæðs ríkis á Íslandi.``
    
    ,,Sérfræðinganefnd utanrrh. viðurkennir fullum fetum í skýrslu sinni (t.d. á bls. 15, 21 og 22), að samkvæmt EES-samningnum mundu framkvæmdastjórn og dómstóll EB fá, í vissum málaflokkum, vald til að kveða upp endanlegar ákvarðanir, sem yrðu aðfararhæfar á Íslandi.

Slík tilfelli hafa verið nefnd í köflunum að ofan um framkvæmdar- og dómsvald".

Sérfræðinganefnd utanríkisráðherra færir engin rök``
    "Síðan segir hann ( Guðmundur) : ,,Sérfræðinganefndin ( utanríkisráðherra) færir engin rök að þeirri niðurstöðu, að það sé í lagi að framselja framkvæmdar- og dómsvald til alþjóðastofnunar, sem við erum ekki aðilar að.

Málafæð dugir ekki sem röksemd, enda er stærðin óþekkt.

Í kaflanum um löggjafarvaldið (bls. 10--11) lögðu þeir á það áherslu og töldu til réttlætingaratriða varðandi feril breytinga á viðaukum við EES-samninginn, að ,,stöðug samráð og upplýsingaskipti og þá einnig samningaumleitanir`` fara fram við fulltrúa ríkisins, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar reglur.``
    Ég þarf ekki að fjölyrða um það að dr. Guðmundur segir að lokum:

,,Að mínu mati stangast valdaframsal til EB greinilega á við 1. og 2. gr. stjórnarskrárinnar.

Við stofnun lýðveldisins skiptir stjórnarskrárgjafinn verkum milli íslenskra valdhafa.  ......"

 Stjórnarskrá njóti alltaf vafans- helgidómur fullveldis

"Engu máli skiptir, þótt framsalið sé afmarkað og takmarkað við ákveðna málaflokka á viðskiptasviðinu. Þetta er einfaldlega ekki hægt að óbreyttri stjórnarskrá.``
    Í lokaorðum segir doktorinn:
    ,,Heildarmyndin skiptir að sjálfsögðu máli bæði við athugun stjórnarskrármálsins og almenna skoðanamyndun um EES-svæðið og tilheyrandi samninga. Það er hins vegar nóg, ef einstök tiltekin atriði brjóta í bága við stjórnarskrána; hvert dæmi eitt og sér, t.d. um afhendingu framkvæmdar- og dómsvalds eða um skerðingu löggjafarvalds, mundi þess vegna nægja til þess að útheimta breytingar, áður en samningurinn fengi gildi að landsrétti.``"

     Vill tvíhliða samninga
    "Nú ég hef farið um þetta allmörgum orðum enda hef ég talið þetta vera ákaflega mikilvægt mál með stjórnarskrána....

..... Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda dyrum opnum og það vel, líka vestur til Bandaríkjanna og til Japans.

Ég verð að viðurkenna að það vekur mig mjög til umhugsunar um þetta mál allt saman og ég hefði m.a. af þeirri ástæðu talið afar nauðsynlegt að þessum samningi yrði sem allra fyrst breytt í tvíhliða samning. ,,,,,,,,,,,,
     Ég vona að ég hafi rakið það nógu ítarlega til að ég þurfi ekki að rökstyðja það frekar. Ég tel það vera yfir allan vafa hafið að það stenst ekki stjórnarskrána að framselja vald, eins og hér er gert ráð fyrir, til erlendra stofnana.

Reyndar hallast ég mjög að niðurstöðu Guðmundar Alfreðssonar sem hann leiðir rök að því að verið sé að framselja vald á öðrum sviðum, m.a. vald framkvæmdarvaldsins til að undirbúa löggjöf til Alþingis og m.a. er Alþingi að fela fleirum en alþingismönnum og framkvæmdarvaldinu að undirbúa frv. sem lögð verða fyrir Alþingi. "

   Greiðir atkvæði gegn  EES - samningnum
    " Loks er hæstv. ráðherra að fara fram á það að við veitum honum umboð til að staðfesta samning sem verður að landslögum áður en sá samningur liggur fyrir.

Ég treysti mér alls ekki til að gera það. Ég verð að segja það, því miður. Þótt samstarf okkar hafi verið ágætt í fyrri ríkisstjórn treysti ég mér ekki til að gefa honum þá traustsyfirlýsingu.

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli að af þessum þremur ástæðum tel ég þetta vera stjórnarskrárbrot: að ekki var samþykkt að breyta stjórnarskránni þannig að heimilt yrði að framselja slíkt vald og að farið er fram á að veita hæstv. ráðherra vald til að takmarka samning sem ég hef ekki séð að öllu leyti.

Því hlýt ég að greiða atkvæði gegn þeim samningi sem hér liggur fyrir."

Hægt er að lesa ræður og greinargerðir á vef Alþingis frá þeim tíma.

Rétt er að geta þess að Guðni Ágústsson  siðar einnig formaður Framsóknarflokksins og ráðherra greiddi atkvæði gegn samningnum m.a. af fullveldisástæðum

Gæti verið hollt fyrir nýja þingmenn og flokk sem er að "leita rótanna" á ný að lesa ræður Steingríms Hermannssonar um EES og fullveldismál

 

 

 

 

 

Ferill 1. málsAðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 1 . mál.


376. Nefndarálit



um frv. til l. um Evrópska efnahagssvæðið.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband