Styrmir Gunnarsson - minning

"Alþingi verður að draga umsóknina frá 2009 að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingar einstakra ráðherra eða ríkisstjórnar án samþykkis Alþingis eru marklausar.

Slíkt getur aðeins þýtt að einstakir hlutar ESB-ferlisins verða settir á bið eða fá önnur andlit.

Þriðji Orkupakki ESB sem samþykktur var á Alþingi sl. vetur er dæmi um þennan pólitíska tvískinnung stjórnmálamanna sem skortir hugsjónir.

Við verðum að halda baráttunni áfram til verndar fullveldinu"

Á þessa lund voru ein síðustu orðin sem fóru milli okkar Styrmis sl. vor á fundi hjá Heimsýn.

Ég kynntist Styrmi vel þegar ég tók sæti 2013 í stjórn Heimsýnar baráttusamtaka gegn inngöngu Íslands í ESB.

En ég var þar formaður í nokkur ár.

Þetta voru miklir baráttu tímar.

Alþingi samþykkti naumlega vorið 2009 að senda inn umsókn um inngöngu Í ESB. Ég var umsókninni afar andvígur 

Inngöngubeiðnin var undirrituð af þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra án fyrivara af Íslands hálfu. Í umsókninni fólst skuldbinding um að hlíta öllum reglum og kröfum ESB í því ferli.
Barátta okkar í Heimssýn snerist um að stöðva umsóknarferlið og draga umsóknina formlega til baka með samþykkt Alþingis.

Við  Styrmir og fleiri í Heimsýn bundum miklar vonir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var mynduð 2013 undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonsr og Bjarna Benediktssonar stæði við gefin fyrirheit: "Að Alþingi samþykkti að afturkalla umsóknina frá 2009 að ESB".

Því miður gugnaði ríkisstjórn þessara flokka á að fylgja eftir þessum loforðum sínum. En settu umsóknina aðeins í bið.

Og þó við Styrmir deildum ekki skoðunum í einstökum grundvallarmálum  stjórnmálanna dáðist ég að stefnufestu hans og víðtækri þekkingu á fjölbreyttum sviðum þjóðlífsins innanlands sem utan. 
Við Styrmir störfuðum allnáið saman á þessum Heimsýnarárum. Og við áttum fundi með forseta Íslands, ráðherrum í ríkisstjórn og innlendum sem erlendum stjórnmálaleiðtogum í baráttunni fyrir fullveldi þjóðarinnar; Að Ísland gæti tekið þátt í samstarfi þjóða á aþjóðavettvangi sem fullvalda ríki á jafnréttis grunni en ekki sem hluti borgríkis ESB.

Það var gott að sitja á milli þeirra félaganna Ragnars Arnalds og Styrmis Gunnarssonar á Heimsýnarfundum:

"Sjálfstæðið er sívirk auðlind"  var boðorð Ragnars. Þar var samstaðan þétt.

Baráttuhugur og djörf sýn Styrmis Gunnarssonar fylgir okkur sem leiðarljós til sigurs í þeirri eilífu vegferð sem sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar er. 

Grein Styrmis í Morgunblaðinu í dag "Menning og pólitík" segir margt um sýn Styrmis á samhengi hlutanna. 

Pólitik án siðmenningar er "ógeðsleg" eins og hann sjálfur komst að orði. 

Með Styrmi Gunnarssyni er fallinn einn áhrifamesti einstaklingur íslenskrar stjórnmála og stjórnmálumræðu síðustu áratuga.

Með þökk fyrir samferðina

Blessuð sé minning Styrmis Gunnarssonar 

Fjölskyldu Styrmis sendi ég innilegar samúðarkveðjur
.


Sláum skjaldborg um sóttvarnir

Nú þarf að standa við bakið á sóttvarnarlækni og tillögum hans.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur farið mjög hörðum orðum um sóttvarnaraðgerðirnar hér á landi. Heilbrigðisþjónustan og megin þorri almennings er á annarri skoðun og vill verja sig og sína.

Í hvers umboði tala "Samtök atvinnulífsins" í sóttvörnum.

Samtökin hafa sent frá sér  harðorða yfirlýsingu vegna þessa þar sem aðgerðir sóttvarnarlæknis eru fordæmdar. Lýst er andstöðu við tillögur hans um verndun lífs og heilsu landsmanna í erfiðum faraldri.

Nú er rétt að hafa í huga að heitið "Samtök atvinnulífsins" hefur við fyrstu sýn mun víðari skírskotun en raunin er. 

Allt hið opinbera starf eins og leikskólar, grunnskólar, háskólar, öll  heilbrigðisþjónusta, íþróttafélög stór hluti menningar- og listageirans, eldri borgarar, launþegahreyfingarnar  osfrv. eru hluti af innlendu atvinnulífi en eru ekki í þessum samtökum. Samt er látið svo í fréttamiðlum að þarna sé allt "atvinnulíf" landsmanna samankomið.

Svo er þó ekki og er mér nær að halda að hér tali fámennur harður hagsmunahópur  sem  umboðslaus beitir fyrir sig stóru nafni. Er mér til efs að þessi ályktun "Samtaka atvinnulífsins" hafi verið borin undir alla stjórn samtakanna eða félagsmenn  .

Tillögur sóttvarnalæknis 

Minnisblað eða tillögur sóttvarnarlæknis um aðgerðir næstu vikna miða að því að vernda líf og heilsu landsmanna og velferð íslensks samfélags í víðum skilningi á óvissu tímum.

 Vissulega eru skiptar skoðanir um viðbrögð við þessum heimsafaraldri hér á landi.  Aðstæður breytast líka mjög hratt. 

Fyrir um ári síðan vissu fáir um tilvist svokallaðs "Delta" afbrigðis veirunnar. Enginn veit hvort nýtt hættulegt afbrigði geti skyndilega brotist út eða borist til landsins. 

Stöðvum veiruna á landamærum

 Fyrir mikinn þrýsting einstakra innan "Samtaka Atvinnulífsins og "háværra" aðila innan ferðaþjónustunnar voru landamærin svo til galopnuð í sumar fyrir innflæði veirunnar 

Það  er augljóst að mikil mistök voru þá gerð. Enda "flæddi veiran inn í landið" eins og Kári Stefánsson orðaði það.   Enginn hefur beðist afsökunar á því. Ekki einu sinni " Samtök atvinnulífsins"

Hlustum á ráð "þríeykisins" 

Tillögur Sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum og takmörkun innanlands. Þær miða að því að stöðva eftir megni flæði smita ínn í landið og halda smitum í lágmarki innan lands. Og leyfa þar með heilbrigðisþjónustu, skólum, menningarlífi, fjölskyldum, vinnustöðum og öllum almenninga að halda sem eðlilegustum samskiptumm innan sinna hópa. Styrkja þarf heilbrigðiskerfið til að takast á við stóraukna þörf.


mbl.is Breyta þurfi reglum svo skólastarf lamist ekki ítrekað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlauptu hraðar

Hlaupið hraðar annars verðið þið einkavædd eru skilaboð fjármálaráðherra til hjúkrunarfólks, lækna og annarra starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og almannavarna.

Við krefjumst meiri framleiðni, þið eruð ekki að standa ykkur.  Hjúkrarinn sem er að sligast í veirufría búnaðnum með grímu og hjálm  segir " ég er búinn að hlaupa 16 tíma í dag. Ég geri allt sem ég get".

"Hlauptu hraðar" segir fjármálaráðherra. 

Við höfum ekki fleira fólk til að taka veirusýni og greina þau.

"Við vinnum 12 til 16 tíma á dag, getum ekki meir. Okkur vantar fólk".

"Hlauptu hraðar", við viljum meiri framleiðni segir fjármálaráðherra.

"Heilbrigðiskerfið er að springa, við getum ekki aukið framleiðni í hættuástandi og krísu". segir forstjóri Landspítalans.

Kári Stefánsson minnir á að 100 þúsund manns skoruðu skriflega á stjórnvöld að láta heilbrigðismálin njóta algjörs forgangs og fá hærri hlut þjóðartekna. 

Þjóðin vill sterkt, opinbert heilbrigðiskerfi

"Hlaupið hraðar" segir fjármálaráðherra. "Við viljum meiri framleiðni" 

Algjört "kaos" er á Keflavíkurflugvelli. Komu og brottfararfarþegar standa tímunum saman í þéttri kös. 

Var ekki einmitt þar sem átti að þétta varnirnar gegn veirunni  númer eitt. 

"Við höfum ekki mannskap og aðstöðu til að hleypa fólki hraðar í gegn" segir yfirmaður landamæravörslu.

"Hlaupið hraðar" eru skilaboð fjármálaráðherra. Við viljum meiri framleiðni annars verðið þið einkavædd"

Neyðarmóttaka Landspítalans er löngu sprungin. 

....Yfirlýsing Almannavarna var í gær: "Það verður að stöðva þessa veirubylgju og standa vörð um grunn stoðkerfi þjóðarinnar"

Uppgjöf og einkavæðingardraumar í heilbrigðisþjónustu verða að bíða annars tíma.

Það er fráleitt og óábyrgt að sleppa veirunni lausri í samfélagið og nota heimsfaraldur, neyðarástand og svelti  til þess að keyra fram aukna einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.  

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband