Tvöföld skimun á landamærum bráðnauðsynleg

Veiru frítt  Ísland er stærsta baráttumál þjóðarinnar. Við erum eyþjóð og getum það. En til þess þarf að hafa trú og vilja og grípa til nauðsynlegar aðgerða.

Kári stendur sig

"Ég held að það skipti svo­litlu máli að átta sig á því sem vinnst, ekki bara því sem tap­ast með þessu kerfi. Það sem vinnst er m.a. það að við get­um haldið uppi skóla­starfi á eðli­leg­an hátt, það er ekk­ert mik­il­væg­ara fyr­ir sam­fé­lagið en að hlúa vel að börn­um og ung­menn­um í skól­um. Kerfið býður upp á þann mögu­leika að stunda menn­ing­ar­starf­semi á eðli­leg­an hátt. Kerfið býður upp á þann mögu­leika að sótt­varn­ir séu ekki að vega að ann­arri at­vinnu­starf­semi í land­inu.“

Hvers vegna þurfa fjölmiðlar að segja ósatt um fjölda smita sem uppgötvast við seinni skimun?

"Þá seg­ir Kári að ef litið er til framtíðar þá séu það lang­tíma­hags­mun­ir ferðaþjón­ust­unn­ar að „við get­um barið okk­ur á brjóst og sagt að við séum þjóð sem hlú­ir vel að sínu fólki, hingað geti fólk komið vegna þess að hér séum við ör­ugg“".

Gáleysistal lögspekinga

Einstaka lögspekingar hafa minnst á stjórnarskrár brot og skaðabótakröfur í þessari sjálfsvörn þjóðarinnar gegn veirunni.

Hvað mega þeir þá segja sem smitast, þau sem geta ekki haldið uppi eðlilegri starfsemi þegar við eigum möguleika að halda þessum vágesti úti. 

Hafa þau þá ekki skaðabótarétt á ríkið fyrir að það standa sig ekki í sóttvörnum og beiti ekki öllum tiltækum ráðum til að verja þegnana og samfélagið

Er það ekki alvarlegt mál og stjórnarskrárbrot þegar tryggingarfélög lýsa því nú yfir að þau treysti sér nú ekki til að afgreiða líftryggingar fólks með eðlilegum hætti meðan veirufárið gengur yfir.

Verða kannski farþegar að kaupa tryggingar vegna skaðabótakrafna ef þeir bera smit inn í landið.

Vonandi stöðvast þessi umræða lögspekinganna  sem nú tala um stjórnarskrárbrot og skaðabótakröfur  áður en til þess kemur. 

"Ræfildómur að halda ekki landinu hreinu" sagði próf. Margrét Guðnadóttir ein öflugasti veirufræðingur landsins á síðari timum þegar hún vilda verja íslenskt búfé og þjóðina fyrir hættulegum veirusjúkdómum. 

Ekkert smit greindist innan lands í gær og er það fagnaðarefni. Vonandi verða fleiri slikir dagar á næstunni. En þá má ekki slaka á né láta undan þrýstingi tímabundinna einkahagsmuna og gefa eftir í landamæra vörnum

Þær mega ekki klikka. 

Veiru frítt Ísland er markmiðið

 


mbl.is Þrír smitaðir: Seinni skimun „bráðnauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Hver dagur er dýr "

Á annað þúsund manns þarf að vera í sóttkví um lengri tíma og frá vinnu og hundruð í einangrun, skólum og sjúkrastofnunum lokað. Já svo sannarlega er hver dagur dýr með veiruna í landinu

"Hver dagur er dýr" sagði fjármálaráðherra áðan í útvarpsviðtali þar sem kvartað var undan ferðatakmörkun og sóttvörnum á landamærum landsins og kostnaðnum sem því fylgir:

 Bjarni um ferðatakmarkanir: „Hver dagur er dýr“

Hin "rússneska rúlletta" á landamærunum 

En getur samt verið að sú eftirgjöf, "hin rússneska rúlletta" sem tekin var upp á landamærum í sumar varðandi sóttvarnir kosti þjóðina nú meir samfélagslega en hinn fjárhagslegi ávinningur sem sumir töldu sig fá fram og kalla nú eftir.

Fjármálaráðherra hefur nú skipað starfshóp sem : " Mun greina efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvarnarmálum":

 Að meta heilsu, líf og velferð fólks til fjár

Hver dagur er dýr fyrir leikskólastarfsmann sem ekki getur unnið eftir almennum sóttvarnareglum og er í stöðugri smitskotlínu. - Þorir ekki að umgangast annað fólk utan vinnutíma af ótta við að smitast eða bera smit. 

Hver dagur er dýr hjá kennaranum sem verður að forðast að anda í átt að börnunum sem hann er að kenna og heldur sig í sóttkví að vinnudegi loknum. Og skólum lokað skyndilega

Hver dagur er dýr þegar börn lifa og hrærast í daglegu lífi sínu eins og við stríðsástand af ótta við smit eða bera smit. Þau þora varla að segja "Hæ" í fjarlægð við afa og ömmu

Hver dagur er dýr  hjá eldra fólki sem  er lokað inni  og fær ekki að hitta ástvini sína eða njóta félagslífs.

Hver dagur er dýr þegar fólk veigrar sér við að fara á heilsugæslustöð eða í sjúkraþjálfun af ótta við smit

Hver dagur er dýr þegar aðal bráðavakt landsins er teppt vegna móttöku á Covid sjúku fólki

Hver dagur er dýr fyrir fólk sem beðið hefur vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegum læknisaðgerðum og lyfjameðferð

Hver dagur er dýr fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma eða fötlun, verður að loka sig inni og setur sína nánustu í stöðugan ótta og vanda

Hver dagur er dýr ef "Covíð" kemur upp á vinnustað í matvælaframleiðslu eða í grunnstörfum velferðarþjónustu og verður að loka starfsstöðvum  um tíma

Hver dagur er dýr ef ef stöðva verður starfsemi í sláturhúsum nú á haustdögum ef veira kemur upp.

Hver dagur er þjóðinni dýr ef halda verður sammfélaginu í gíslingu í stað þess að beita nauðsynlegum sóttvörnum á landamærum 

 Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra tala skýrt 

Ég fagna þeirri ákvörðun sem tekin var í byrjum ágúst um hertar sóttvarnir á landamærum.  Hefði það verið gert viku fyrr værum við nú sjálfssagt í betri málum innan lands. Mikilvægt er að láta ekki undan sérhagsmuna þrýstingi með heilbrigði þjóðarinnar  þótt mörgum finnist þeir með réttu eiga erfitt. 

Ljóst er að smit bárust til landsins framhjá smitvörnum á landmærum eða með einstaklingum sem sem af einhverjum ástæðum var hleypt inn í landið framhjá smitvörnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar

 

Það er misskilningur að halda því fram að við eigum að læra að lifa með "Covið" veirunni inni í íslensku samfélagi þó svo hún grasseri í öðrum löndum heims. Við eigum að lifa með því markmiði að halda landinu smit fríu. - Við sættum okkur ekki við að lifa með heimilisofbeldi þótt við vitum að að því verður seint útrýmt í heiminum.

Þjóðin setur traust sitt á forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem hafa marglýst því yfir  að heilsa, öryggi og velferð íslensks samfélags njóti algjörs forgangs í sóttvörnum á landamærum Íslands.

Að þar verði ekki farið í neina "rússneska rúllettu"  um heilsu og velferð þjóðarinnar.

Við erum eyþjóð og eigum að njóta þeirrar sérstöðu meðan faraldurinn gengur yfir. Um það markmið og þá baráttu getur þjóðin sameinast


Starfsfólk leikskóla í skotlínu Covid

Mikil nánd er í öllu starfi á leikskólum bæði meðal starfsfólks og barna.

Á leikskólum gengur varla að allir gangi stöðugt  með andlitsgrímur og gúmmíhanska eða vinni eftir eins eða tveggja metra reglu.

Taka þarf lítil börn í fangið, þurrka tár og leika í miklu návígi og þröngu rými.

Óvíða er jafnmörgum einstaklingum safnað saman á litlum gólffleti eins og á leikskólun

Þótt börn séu talin smita síður en fullorðnir, smitast  þau og smita.

Hópur foreldra þarf að skila börnum og sækja, oft í mikilli nánd við starfsfólk, önnur börn og foreldra

Mér finnst starfsfólk leikskóla mætti fá meiri athygli í umræðunni um smitvarnir og sýkingarhættu í starfi

Starfsfólk á leíkskólum hlýtur að njóta sérstakrar verndar, eftirlits, stuðnings og leiðsagnar í starfi m.a. með reglubundnum sýnatökum ?

Að skima alla unga sem aldna á landmærum 

Nú hefur sýnt sig að börn og unglingar geta smitast og borið smit þótt það sé talið síður en meðal fullorðinna. 

Það hlýtur samt að vera einboðið að öll börn og unglingar séu skimuð á landamærum alveg eins og fullorðnir til þess að auka öryggið og draga úr áhættu.

Tillögur sérfræðingaum aukið öryggi innan lands kalla á stóraukið smiteftirlit á landamærum. 

Tvöföld skimun og sóttkví á öllum sem koma til landsins óháð aldri veitir mesta öryggi.

Eftir hverju er beðið

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband