Föstudagur, 18. mars 2022
Frá öðrum heimsálfum
Ramaphosa had previously said he had been approached to mediate in the Russia-Ukraine crisis.

South African President Cyril Ramaphosa has blamed NATO for the war in Ukraine and said he would resist calls to condemn Russia, in comments that cast doubt over whether he would be accepted by Ukraine or the West as a mediator.
Ramaphosa, who was speaking on Thursday in parliament, said: The war could have been avoided if NATO had heeded the warnings from amongst its own leaders and officials over the years that its eastward expansion would lead to greater, not less, instability in the region.
But he added that South Africa cannot condone the use of force and violation of international law an apparent reference to Russias February 24 invasion of Ukraine.
President Vladimir Putin has characterised Russias actions as a special operation to disarm and denazify Ukraine and counter what he calls NATO aggression.
Kyiv and its Western allies believe Russia launched the unprovoked war to subjugate a neighbour Putin calls an artificial state.
Ramaphosa also revealed that Putin had assured him personally that negotiations were making progress. The South African leader said he had not yet talked with Ukraines President Volodymyr Zelenskyy, but that he wanted to.
On Friday, Ramaphosa said South Africa had been asked to mediate in the Russia-Ukraine conflict. He did not say who had asked him to intervene.
There are those who are insisting that we should take a very adversarial stance against Russia, Ramaphosa added. The approach we are going to take [instead] is insisting that there should be dialogue.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. mars 2022
Ég vil fá að lifa
Við vorum í skólanum en svo var kallað á okkur í herinn.
Viðtal við tvo úkraínska unglingspilta á erlendri sjónvarpsstöð snerti mig mjög.
Þeir voru þar komnir í alherklæðnað með hjálm á höfði og hriðskotabyssu um öxl.
"Hvað hafið þið fengið mikla æfingu". "Í þrjá daga". svöruðu þeir. "Við áttum ekkert val".
Þessir ungu skólapiltar voru komnir út á vígvöllinn 18 ára. "Og hvernig líður ykkur"?. "Ekki vel, mjög illa"
"Ég vil ekki deyja fyrir þetta stríð, ég vil lifa".
Viðtalið við þessa ungu menn var svo þrungið sorg.
Þrífarar sem ógna heimsfriðnum
Næsta mynd sem birtist á skjánum var samsett af þeim þrem: Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra Nató og Vladimir Pútin forseta Sovétríkjanna.
Þeir voru ekki sjálfir að fara í vígvöllinn, nei en voru að siga ungu mönnunum á vígvöllinn sem sögðust bara vilja fá að lifa.
Maður fyllist kuldahrolli og harmi að horfa á þessa þremenninga, "fulltrúa ófriðarins" og vopnaframleiðenda" sem stóðu þarna hnarrreistir og sjálfumglaðir. Mennirnir sem öðrum fremur bera ábyrgð á harmleiknum í Úkrainu og bjóða meiri vopn.
Allir þrír þóttust vera að vinna í þágu mannréttinda, vernda rétt og líf fólks.
"Hvað ætlar þú að gera þegar þú mætir rússneskum hermanni" spurði fréttamaðurinn unga manninn, ný kominn með byssu um öxl. Ég veit það ekki, en ég vil ekki deyja, mig langar til þess að lifa".
Það er afar sorglegt að Ísland skuli nú styðja með beinum hætti herflutninga til manndrápa á vígasvæðum stórveldanna í stað þess að beita afli sínu til friðar og sátta án vopna.
Syngjum saman, leikum saman, ræktum friðinn þóttt stundum sé það mjög erfitt.
Ég á bágt með að skilja hversvegna fötluðu íþróttafólki var bannað í nafni mannúðar að taka þátt í vetrarólympuleikum í Kína.
Ég vona að Ísland hafi ekki verið með í þeirri miskunnarlausu ákvörðun.
Þegar einmitt var þörf á því að rækta samkenndina, bræðralagið, kærleikann.
Palestína- Israel
Á sömu erlendu fréttasíðu stóð að Ísraelsmenn hefðu fellt tug Palestínu manna á Vesturbakkanum, þar af einn ungling. -Palestínumennirnir hefðu verið að mótmæla hernámi Ísraelsmanna
Land og þjóð Palestínumanna er hernumið og svipt forræði sínu í trássi við öll alþjóðlög.
Ekki veit ég hvort Ísraelsmenn eiga þátttakendur á vetrarólympuleikum fatlaðra.
Ekki veit ég hvort Bandaríkin voru útilokuð frá Olympíuleikum meðan innrás þeirra í Afghanistan, Serbíu, Írak, Libýu eða Vietnam stóð yfir. Vona að svo hafi þó ekki verið þrátt fyrir allt
Að efla friðinn
Söngvakeppni evrópskra útvarpsstöðva stendur nú yfir.
Hvernig ætli að það þjóni friði og mannkærleik að útiloka þáttakendur einstakra þjóða frá þeirri keppni? Söngurinn sameinar
Vandséð er hvernig það eflir friðinn að útiloka einstakar þjóðir frá sameiginlegum iþrótta kappleikjum eða alþjóðlegum menningar viðburðum.
Upptaka eigna Oligarka er mörgum meira áhyggjuefni en ræktun menningar og friðar í heiminum.
Bandaríkin og Vietnam- Afganistan- Írak ..
Ég man þegar loks var saminn friður í Vietnam stríðinu
Þá var lengi deilt um stærð og lögun borðsins sem setið var við. En endanlegur friður var ekki saminn fyrr en að stríðsaðilar ræddust við. Hervæðingin og innrás Bandaríkjanna leiddi aðeins hörmungar yfir Vietnamisku þjóðina.
Hryllilegur harmleikur
Innrás herliðs Pútins og stríðið í Ukrainu er hryllilegur harmleikur sem á að stöðva þegar í stað. Félagar hans, Biden og Stoltenberg eiga að rétta fram allar hendur til friðar í stað þess að bjóða meiri vopn, meiri vopn og hella olíu á eldinn.
Að biðja fyrir friði
Vélbyssur og eldflaugar munu aldrei stilla til varanlegs friðar í Ukraínu frekar en annarsstaðar í heiminum.
Heldur munu þær einungis úthella saklausu blóði og hörmungum, börnum og mæðrum á flótta .
"Ég vil fá að lifa" sagði ungi háskólaneminn.
¨( About 30 corpses are placed on the ground. Two soldiers in fatigues, one disembowelled, are stacked on top of each other. There appear to be civilians, too.
They are so young, younger than my nephew, says Vladimir.
At the back of the room, there is also a Russian soldier.
We keep them separated. Aljezira)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. mars 2022
Sammála Kára - Ákall um frið
Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.
Nú er það verkefni okkar Íslendinga á næstunni að hlúa að Úkraínumönnum, taka við flóttafólki, senda matvæli, fatnað og annað sem gagnast þessum hræðilegu aðstæðum en síðan verðum við að draga af þessum dapurlegu atburðum einhvern lærdóm.
Það er alveg ljóst að friður í skjóli hernaðarbandalaga er bara vopnahlé sem ekki er hægt að reiða sig á, sagði Kári.

Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.
Við eigum að tilbiðja friðinn
Hann sagði salnum að tilbiðja friðinn.
Við eigum að tilbiðja friðinn, við eigum að skrifa um hann, við eigum að yrkja um hann, við eigum að syngja um hann. Við hlúum að öryggi okkar með því að láta heiminn vita að ekki verði svo um villst að við séum friðsöm þjóð sem tekur ekki þátt í hernaði, hvorki beint né óbeint.
Þjóð sem vill hvorki kannast við sverð né blóð........"
Sagði Kári Stefánsson m.a. í ávarpi sínu í Hallgrímskirkju í kvöld.
Íslendingar eiga ekki að bera spengjubelti á sér í samskiptum við aðrar þjóðir, Við eigum að vera boðberar friðar og sátta á alþjóðavettvangi.
Miðvikudagur, 2. mars 2022
Meningar og friðarsamtökin MFÍK
Ég rakst af tilvikjun á þessa ágætu síðu á vefnum.
Hélt fyrst að þetta væri úr gömlu stefnuskrá Vinstri Grænna en sá svo titilinn hér að ofan.
Það má enginn svíkja sjálfan sig né sinn innri mann þótt loftárásir og sprengjugnýr geti villt mönnum sýn.
Nú veit ég ekki hvort þessi ágætu samtök kvenna starfi enn.
En markmiðin og ályktanirnar þeirra lýsa að mínu viti beint íslenskri þjóðarsál og innsta vilja. Alla vega mínum
Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir:
- alheimsfriður og afvopnun
- að fest verði í stjórnarskrá að Ísland sé herlaust og að þjóðin fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum
- frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda
- að Ísland standi utan allra hernaðarbandalaga
- Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum
- að loft- og landhelgi Íslands verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði
- að hernaðarumsvif verði aldrei heimiluð innan loft- og landhelgi landsins
- að efla samskipti og samvinnu kvenna í þágu friðar, mannréttinda og menningar
- Barátta fyrir vernd og réttindum barna.
Loftárásir Nató á Libyíu, stríðið í Kosóvó, innrás Bandaríkjanna og hertaka Íraks, innrás Rússa og síðan Bandaríkjanna í Afganistan, Víetnamstríðið.
Og nú skelfileg innrás Pútins í Ukraínu.
"Krefjumst annarra lausna í heimsmálum en stríðsreksturs með drápstólum vopnaframleiðenda.
Ekki fleiri stríð hvorki í Írak, Afganistan né Líbíu, Kosóvó" og getum nú bætt Ukraínu við.
Ekki fleiri glæpi í nafni mannréttinda".
Segir ályktun Menningar og friðarsamtakanna MFÍK frá 2011. Undir þessum merkjum eigum við Íslendingar að fylkja okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)