Mánudagur, 15. febrúar 2021
Loka á smit á landamærum
Lofsverður árangur hefur náðst í að berja niður Coviðsmit hér innan lands. Þétt utanumald, stjórnun og góð samstaða almennings hefur skilað þessum árangri. Þessu fögnum við og viljum halda áfram
"Mikilvægt er að tryggja betur að smit berist ekki yfir landamærin. Það þarf að gerast áður en hægt verður að huga að frekari tilslökunum innanlands".
sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag
Veiru bylgjan fór á flug hér innanlands í ágúst - september sl. vegna þess að reglum um landmæraeftirlit var ekki fylgt og slælega tekið á málum í byrjun.
Hert landmæraeftirlit forsenda tilslakana hér innanlands
Tvöföld skimun og hert landamæraeftirlit á einn stærstan þátt í að berja niður veiruna hér innanlands. Mikilvægt er að að útiloka alveg að smit berist inn í landið. Víðir Reynisson hefur lýst yfir að greinist veikin á ný innanlands, þá verði ekki beðið með að skella öllu lás.
Hertar ráðstafanir á landamærum er forsenda þess að hægt sé að slaka enn meir á hér innanlands. Það er það sem við öll þráum.
Nýtum þar með stöðu okkar sem sjálfstæðs eyríkis og stöðva smit á landamærum, hleypa veirunni ekki inn í landið.
Kemur þetta skýrt fram í tillögum og máli Þórólfs sóttvarnalæknis.
Erfitt er að átta sig á við hvaða "vindmyllur" Þórólfur er að berjast að ná ekki tillögum sínum fram. Þetta er okkur svo augljóst.
Reglur og ruglingur
Ég hafði mig sjálfur í sund um helgina.
Á hurðinni stendur grímuskylda inn í anddyrinu og tveggja metraregla skilyrði Ég skaust á fáförnum tíma. Mér brá nokkuð að sjá hve margir voru grímulausir í opnu rýmum.
Í sturtum við hliðina á mér voru tveir ungir menn sem töluðu saman á ensku. Annar sagðist hafa komið til landsins á föstudaginn og skroppið í Borgarfjörð á laugardaginn og nú sunnudag var hann kominn í sund.
Nú getur vel verið að mér hafi misheyrst eða viðkomandi búinn að fá veiruna eða bólusettur og ekki þurft að verja sig eða mig.
Þessir ungu menn löbbuðu svo út í afgreiðsluna og anddyrið grímulausir og tveggja metra reglan virtist ekki koma þeim við.
Hver má ganga grímulaus og án varna?
Ég spurði í afgreiðslunni hvort ekki væri grímuskylda. "Jú" var svarið "en margir fara ekki eftir því og þýðir ekkert að vanda um við þá".
Mér fannst þetta óþægilegt.
Það verður að loka á allt smit gegnum landmæri af fullri festu
.
![]() |
Tryggja fyrst að smit berist ekki yfir landamærin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. febrúar 2021
Lokum spilakössum
Spilakassar er eins og gangandi heróinsprauta. Þessi fíkn leggur líf fjölda fólks i rúst. Það er velferð saklausra barna sem blæðir. Nú virðist eiga að hleypa þessari eitursprautu á ferð að nýju.
Hvers vegna eru stjórnvöld, Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Háskóli Íslands að nýta sér veikleika og sjúkdóma fólks sér til ávinnings en auka á neyð svo margra?
SÁÁ eiga hrós skilið fyrir að draga sig út úr þessu ógeðfellda samstarfi
Hver er að biðja um að þetta opni aftur? spyr Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Heimilt verður að opna spilasali með spilakössum á morgun þegar ýmsar tilslakanir sóttvarnalaga taka gildi.
Samtökin opnuðu á föstudag vefsíðuna lokum.is en þar er hvatt til þess að sölunum verði lokað fyrir fullt og allt.
Alma bendir á að heilbrigðisyfirvöld fari afar varlega í að opna ýmsa starfsemi aftur og bendir til að mynda á að þrýst hafi verið á opnun kráa og líkamsræktarstöðva. Enginn hafi þrýst á opnun spilasala.
Það hefur enginn komið opinberlega fram og lýst því yfir að það sé nauðsynlegt að opna spilakassa, segir Alma og heldur áfram:
Spilafíklar hafa stigið fram og beðið um að þeir verði ekki opnaðir aftur.
Íslandsspil eru í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar en Alma skilur skki af hverju heilbrigðisyfirvöld settu opnun spilasala á oddinn.
Það er ótrúleg siðblinda ef opnun fjárhættuspila skuli talin forgangssatriði þegar slakað er á kröfum í Cóvíð- faraldrinum. Vonandi sjá stjórnvöld að sér og hindra opnun spilakassanna á ný.
![]() |
Það er rugl að hafa þetta opið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |