Laugardagur, 20. nóvember 2021
Lækkum orkuverð til almennings í gróðanum
"Hagnaður Landsvirkjunar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 103 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 13 miljörðum króna, en var 61 milljóni dala á sama tíma í fyrra, eða átta milljarðar króna."
"Landsvirkjun hagnast um 13 milljarða króna"
Þetta kom fram í fréttum frá forstjóra Landsvirkjunar í dag.
Methagnaður Landsvirkjunar og samt er heildsöluverð til almenningsveitna hækkað!
Það er mjög gott að rekstur Landsvirkjunar gangi vel.
Þess vegna er það þeim mun óskiljanlegra að Landsvirkjun stór hækki heildsöluverð til almenningsveitna á sama tíma.
Sú hækkun mun svo ganga áfram í veldisvexti til almennings og smæri atvinnufyrirtækja í landinu.
Gróðinn gangi til almennings með lægra orkuverði
Nú, þegar skorað er á alla aðila í atvinnulífi og þjónustu að halda aftur af verðhækkunum og styrkja grunn atvinnulífsins.
Þá er kjörið tækifæri og skylda Landsvirkjunar að lækka heildsöluverð á raforku til alnmenningsveitna
Raforka til stóriðju lýtur öðrum lögmálum um verð og er bundin m.a. álverði sem hefur stórhækkað.
" Upplifðu orkuna í okkur" Orku þjóðarinnar
Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og fjármálaráðherra fer með hlutabréfið. Það er í raun fáránlegt að Landsvirkjun hækki heildsöluverð til almenningsveitna og moki samtímis inn arði og kyndi þar með verðbólguna.
![]() |
Landsvirkjun hagnast um 13 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. nóvember 2021
Verðbólgan og Landsvirkjun
Skammtímaverð Landsvirkjunar á raforku á heildsölumarkaði hefur verið stór hækkað. 8 til 15% (Verð hjá Landsvirkjun hækkar Mbl. 8.11. 21)
Hækkuninni er ætlað að "stuðla að jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir rafmagni" segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar:
. "samspil markaðslögmálanna sem útskýri þessa hækkun".
Eru áform um sölu Landsvirkjunar komin á fullt?
Í rauninni skilja fáir þessa röksemdafærslu forstjórans fyrir hækkun Landsvirkjunar.
Að vísa til einhæfra markaðslögmála fyrir órökstudri stórhækkun almannaþjónustu vísar leiðina til einkvæðingar og sölu fyrirtækisins.
Landsvirkjun er 100% í eigu þjóðarinnar og heyrir beint undir fjármálaráðherra sem skipar henni stjórn.
Landsvirkjun er eitt mikilvægasta þjónustu fyrirtæki landsmanna.
Rafmagnsverð til notenda ræður miklu um samkeppnishæfni búsetu og atvinnurekstrar á Íslandi.
Hækkun á raforkuverði þrýstir upp verðbólgu og skerðir kjör almennings
Tekjur Landsvirkjunar hækka um tugi milljarða
Fyrr á árinu var greint frá: "Hækkun á álverði skilar Landsvirkjun milljörðum króna " (14.09.2021 - 18:26 Efnahagsmál · Innlent · Orkumál)
Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins
Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020.
Eigendur ( les fjármálaráðherra) samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í vor. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár.
Landsvirkjun ætti frekar að lækka verð til almenningsveitna
Nú þegar hvatt er til þess að við öll leggjumst á eitt að halda niðri verðbólgu, styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífs og tryggja kjör almennings.
Þá hlýtur maður að spyrja hvers vegna er Landsvirkjun leyft að stór hækka grunn verð raforku sem fyrst og fremst tekur til almenningsveitna og það með samþykki ráðherra.
Góð staða Landsvirkjunar og ákall samfélagsins er að lækka verð á raforku til almenningsveitna og standa með fólkinu í landinu.
![]() |
Verð hjá Landsvirkjun hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. nóvember 2021
Landspítalinn og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Hvað hefur breyst á Landspítalanum sl. 12 ár ?
Jú, sjúkrarúmum hefur fækkað úr 900 í 640 og gjörgæslurýmum úr 18 í 14, en íbúafjöldinn margfaldast á sama tíma.
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og fyrrum aðstoðarmaður fjármálaráðherra um árabil spurði í Silfrinu með hvössum tón. Borin voru saman viðbrögð við svínaflensu 2009 og Covið nú 2021, Morgunblaðið greinir frá:
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra í áratug spyr
" Í Silfrinu á sunnudag sagðist Svanhildur Hólm vilja vita hvað hefði breyst á þessum tólf árum sem gerði það að verkum að á þeim tíma hafi enginn talað um að fara í neinar sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann vegna þess að hann gæti ekki þolað það álag sem fylgdi faraldrinum".
En núna í hvert sinn sem að smitum fjölgar örlítið, við erum ekki að tala um að innlögnum er að fjölga stórkostlega, þá fer allt í baklás og farið að benda á að hér verði komið á einhverju neyðarstigi, sagði Svanhildur.
Spurningin er athyglisverð því að hér spyr aðstoðarmaður núverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um langt árabil og þar áður framkvæmdastjóri þingflokksins.
Landspítalinn svarar fyrrum aðstoðarmanni fjármálaráðherrans
"Ríflega 900 rúm voru á Landspítala árið 2009 eða 285 rúm á hverja 100.000 íbúa og 18 gjörgæslurými. Í dag eru rúmin 640 talsins eða 175 á hverja 100.000 íbúa og gjörgæslurýmin 14. Hefur rúmplássum þannig fækkað um nær helming hlutfallslega.
Eftirfarandi er útlistun spítalans:
- COVID-19 hefur staðið í 20 mánuði en faraldur svínaflensunnar var viðfangsefni á Landspítala í 75 daga.
- Svínaflensa er inflúensa sem er vel þekktur sjúkdómur en COVID-19 er nýr og áður óþekktur sjúkdómur.
- Bólusetning við svínaflensu hófst strax með góðum árangri en bólusetningar við COVID-19 hófust tæpu ári eftir að faraldurinn hófst og árangurinn er ekki jafn góður af þeim bólusetningum.
- Við svínaflensu var unnt að nota veirulyfið Tamiflu sem dró úr veikindum og kom jafnvel í veg fyrir þau. Slík lyf eru ekki fáanleg við COVID-19.
- Í svínaflensufaraldrinum lögðust um 130 sjúklingar inn á spítalann og þurftu 21 gjörgæslumeðferð. Það sem af er COVID-19 faraldri hafa 492 sjúklingar lagst inn á Landspítala og 87 þeirra þurft gjörgæslumeðferð, sumir oftar en einu sinni.
- Áhrif svínaflensunnar á samfélagið voru mun minna en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakningu, einangrun og sóttkví. Þessi staðreynd hefur umtalsverð áhrif á starfsemi Landspítala nú.
- Árið 2009 voru ríflega 900 rúm á Landspítala (285/â100.000 íbúa)og 18 gjörgæslurými. Þau eru nú rúm 640 (175/â100.000 íbúa)og gjörgæslurýmin 14.
- Ekki er rétt munað að ekki hafi þurft að fara í sérstakar ráðstafanir á Landspítala vegna svínaflensunnar. Starfsemi spítalans tók þeim breytingum þá sem nauðsynlegt var í farsótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur, sem kann að skýra að einhverjir muni ekki þá alvarlegu stöðu sem uppi var á þeim tíma".
Hlaupið hraðar
"Við krefjumst meiri framleiðni" voru skilaboð fjármálaráðherrans til hjúkrunarfólks sem var að sligast undan álaginu og yfirfullri bráðamóttöku.
Hungrið í aukna einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar liggur undir í spurningu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.
Þjóðin vill hinsvegar sterkt opinbert heilbrigðiskerfi.
![]() |
Hlutfall rúma á íbúa næstum helmingast á tólf árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)