Veirulaus jól ?

Fjöldi veirusmita er á niðurleið og bóluefni í augsýn með vorinu. Nú er að halda "kúlinu" og berja veiruna alveg niður

Það er athyglisvert að meðan sumir leita "sökudólga" vegna harmleiksins á Landakoti meðal stjórnenda þar, eru aðrir sem tala um  mannréttindabrot, þegar reynt er að hindra að smitaðir einstaklingar beri veiruna á ný inn í landið.  

Ef menn vilja leita að meintum "sökudólgum" vegna þess sem þjóðin hefur mátt þola á haustmánuðum, er þá kannski frekar að finna meðal þeirra sem þrýstu á um opnun landamæra og slökun á eftirliti þar síðsumars.

 Það var öllum ljós sú mikla áhætta sem tekin var, enda slapp veiran inn og náði að hreiðra um sig með afleiðingum sem við þekkjum.

Hert landamæraeftirlit

Bæði sóttvarnalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafa hvatt til herts landamæraeftirlits.  Þeir höfðu uppi sterk viðvörunarorð í haust þegar veiran slapp inn og langar ekki í endurnýjun á slíku.
Við ættum því öll að þakka og fagna auknu eftirliti á landamærum sem getur hindrað að nýsmit berist inn í landið. Fórnarkostnaðurinn af "ævintýrinu" frá því síðasumars er orðinn ærinn og nægur lærdómur fyrir þjóðina.

Að skipta þjóðinni upp í sóttvarnarhólf og einangraða hópa eftir "áhættu" er fjarræn og til þess fallin að setja umræðuna á dreif.

Fólk í "áhættuhóp" á börn. Fullfrískt fólk þarf að sinna kennslu og hlúa að gömlu fólki. Afar og ömmur gegna lykilhlutverki í samfélaginu osfrv. Við erum eitt samfélag fólks en ekki vélmenna  

Markmið að kveða veiruna niður 

Það er líka mjög sérkennilegt að umræðan snýst stöðugt um spurninguna hverju má aflétta í stað þess að beinast að því hvað þurfum við að gera til þess að ná settu marki og útrýma veirunni hér innanlands.

Það sýndi sig í vor að það var hægt að útrýma veirunni hér innan lands. Um það snýst líka samstaðan.  

Sem eyland eigum við alla möguleika á því, ef bæði sóttvarnayfirvöld, almannavarnir og almenningur hefur trú á að það sé hægt. 

Það er til staðar öll þekking, tækni og skipulag til að nánast útloka nýsmit inn í landið.

Spurningar fjölmiðla  ættu að snúast um hvort þetta sé næg ráðstöfun á hverjum tíma til þess að ná settu marki.

Sýnileg tilgreind markmið í sóttvörnum eru því miður oft óljós og þess vegna verður umræðan stundum út og suður: Hversvegna er þetta ekki leyft heldur hitt osfrv.

Það hugnast engum að"læra að lifa og deyja" með veirunni. 

Að halda einbeitingunni og vinna sigur.

Smitum er að fækka nú, sem er vel, en sama staða var einnig uppi um miðjan september.

Veiran hefur sýnt að hún er ólíkindatól
Þeim er vandi á höndum sem stýra málum í veiruvörnum.

Mikilvægt er þá að vera samkvæmur sjálfum sér og hafa markmiðið á hreinu.  

Það að aflétta grímuskyldu á þeim sem hafa fengið veiruna en viðhalda á öðrum hljómar mjög ruglingslegt, vægast sagt.

 Ætli að það séu nema um 10 þúsund manns  sem hafa  fengið veiruna hér á landi og myndað mótefni?  

Öll hin liðlega 300 til 400 þúsund hafa það ekki.

  Hvernig á að fara að plokka þá út við afgreiðsluborðið í Bónus.

Þó svo að framvísað sé slíku vottorði þarf að sannreyna það með gildum persónuskílríkjum og mynd sem er ærin fyrirhöfn.  

Fyrir okkur hin sem erum að versla skapar það óöryggi að sjá aðra grímulausa.  

Kannski verður bara að eyrnamerkja þá sem hafa fengið veiruna eins og lömbin á vorin svo þeir þekkist í hópnum.

 Ljóst er að samfélagið þráir heitast að geta haldið Covið frí jól


Stöðvum veirusmit á landamærum

Ísland er eyríki og getur varið sig gegn nýjum smitum erlendis frá með öflugum vörnum. Það hefur sýnt sig í aðgerðum  síðustu vikna með tvöfaldri skimun á landamærum og sóttkví á milli.   Þó hefur hætta skapast þegar  sóttkví hefur verið valin í stað skimunar. Franska afbrigðið barst einmitt til landsins með smituðum ferðamönnum sem fóru beint út á næturlífið.

 Mistökin á landamærum í sumar verða þjóðinni dýr

 Mistökin í opnun landamæranna síðsumars fyrir veirunni verða samfélaginu dýr. Þau munu auk þess kosta hundruð milljarða króna.  Það þurfti ekki að gerast með þeirri þekkingu sem vísindamenn okkar ráða yfir. Enda var varað við því óðagoti og gáleysi sem það fól í sér.

Hver axlar ábyrgð  

Þeir sömu sem nú þrýsta á og skrifa skýrslur í nafni sértækra hagsmunahópa ættu um leið að fjalla um hver á að axla ábyrgðina á flausturganginum síðsumars, óhóflegum þrýstingi á sóttvarnaryfirvöld sem leiddu til tilviljanakennds eftirlits og opnun landamæra fyrir veirunni, sem samfélagið allt sýpur nú seyðið af.. 

Hlustum á Kára, Víði, Þórólf, Ölmu og óskir almennings

 "Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óskynsamlegt af ríkisstjórninni að fara ekki eftir tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að gera tvöfalda sýnatöku á landamærunum að skyldu. Ríkisstjórnin hefur hingað til talið mikilvægt að ferðalangar gætu valið 14 daga sóttkví í staðinn.

„Það hafa borist smit út í samfélagið, frá þeim sem sögðust ætla að vera í 14 daga sóttkví, og ég held að það sé mjög óskynsamlegt að fara ekki eftir þessum ráðleggingum Þórólfs.“

Vandamálið hafi komið vegna þessa fyrirkomulags.

„Þegar að til landsins kom á sínum tíma hópur útlendinga frá Rúmeníu sem sögðust ætla að fara í tveggja vikna sóttkví og vildu ekki fara í skimun, og fóru síðan beint út í samfélagið,“ segir Kári.

Gerum ekki sömu mistökin aftur 

Kröfurnar um að slaka á landamæreftirliti með veirunni  er  í raun frekleg móðgun og lítilsvirðing við allt það fólk, alla þá samfélagshópa sem tekist hafa á við að hefta veiruna  og halda samfélaginu gangandi með dugnaði, fórnfýsi og fórnum. 

Þjóðin þráir frið  og að koma innviðum samfélagsins í gang á ný. 

Að snúa veiruna niður

Bóluefni er á næsta leiti sem er gott, en mánuðir munu líða þar til það sem slíkt slær niður veiruna.

Samstaðan er um að kveða veiruna niður hér innanlands og útiloka nýsmit inn í landið


Ekki tíminn fyrir undanþágur - Nú er að duga

Nú er ekki tíminn fyrir undanþágur", sagði Víðir Reynisson á föstudag þegar tilkynnt var um mjög hertar aðgerðir til þess að berja niður Covið- 19 veiruna á næstu tveim til þrem vikum.  

Fundurinn var ekki fyrr búinn en ýmsir fór á að leita að undanþágum. Reynt var að mistúlka orðalag. Rjúpnaskyttur sem þeyttust á milli landshluta sögðu þetta ekki eiga við sig. Knattspyrnufélög héldu fagnaðarhóf.  Allt slíkt grefur undan trúverðugleika sóttvarna.

Kári Stefnánsson sagði að veiran finndi sér leið inni í samfélagið í gegnum hópa þar sem smitvarnir væri minnstar. Það hefði sýnt sig með börn og unglinga síðustu vikur. Tímabundnum hertum reglum var ætlað að ná til þessara hópa.  Það kemur því á óvart þegar kynnt var reglugerð  sem gerir ráð fyrir lítt breyttu fyrirkomulagi í skólum hvað lítur að smitvörnum barna. 

Félag grunnskóla kennara og leikskólakennar hefur mótmælt þessu . Þeir telja að verið sé að þvinga þá til að svíkjast undan merkjum  í baráttunni við veiruna  sem kveðið var á um í yfir lýsingunni á föstudaginn. 

Stjórn Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara fer fram á að mennta­málaráðherra og heil­brigðisráðherra end­ur­skoði und­anþágur frá sótt­varn­ar­regl­um í grunn­skól­um þannig að sótt­varn­ar­regl­ur þar verði byggðar á sömu for­send­um og ann­ars staðar í þjóðfé­lag­inu. 

„Aldrei rétt­lætan­legt“ að gera minni kröfur til sótt­varna meðal barna

Þetta kem­ur fram í álykt­un stjórn­ar­inn­ar en stutt er síðan stjórn­völd birtu nýja reglu­gerð um tak­mörk­un á skóla­starfi.

„Stjórn Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara tek­ur und­ir með mennta­málaráðherra að „stærsta sam­fé­lags­verk­efnið“ í far­aldr­in­um sem nú geng­ur yfir sé að „tryggja mennt­un" barna,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þar kem­ur fram að liður í mark­miðinu hafi verið að inn­leiða al­menn­ar sótt­varn­a­regl­ur í grunn­skól­an­um Þannig átti með sam­stilltu átaki í stutt­an tíma að ná sam­fé­lags­smiti niður sem hef­ur sett þúsund­ir í sótt­kví í grunn­skól­an­um.

„Sú vinna sem nú er verið að kynna í formi reglu­gerðar gref­ur al­var­lega und­an þessu mark­miði. Þar má nefna að fjór­ir ár­gang­ar grunn­skól­ans eru tekn­ir und­an sótt­varn­ar­regl­um um tveggja metra fjar­lægðarbil og leyfi gefið fyr­ir allt að fimm­tíu í hóp. Það get­ur aldrei verið rétt­læt­an­legt að gera minni kröf­ur til sótt­varna barna en annarra þjóðfé­lagsþegna, þvert á móti ber okk­ur að verja þau fram­ar öll­um öðrum,“ seg­ir í álykt­un­inni."

Samstaðan

Þessi ferill er stundum hálfskrýtinn." Þríeykið góða",  Víðir, Þórólfur og Alma, eru eins og véfrétt með dularfull minnisblöð sem sóttvarnarlæknir er að skrifa  og síðan taka við einskonar samningar við stjórnarráðið. - Spilakassar undanþegnir !

Veiran þekkir hvorki Excel né prósentureikning

Þríeykið góða og stjórnvöld eru ekki öfundsverð í að halda utan um  baráttuna og ástandið. erum við þakklát fyrir að hafa svo góða forystu í þessum erfiðu málum. " Hlýðum Víði"

Veiran þekkir hinsvegar ekki excel skjöl eða spálíkön. Og hún er frekar lítið fyrir prósentureikning. Og fæstir hafa áhuga á að "læra lifa og deyja með veirunni" eins og hverju öðru heimilisböli. 

Það er hægt að taka undir með Kára Stefánssyni að þörf  sé á enn skýrar markmiðum í baráttunni.

Við eigum að kveða veiruna niður. Sem Eyþjóð getum við það með samstöðunni.


mbl.is Stjórnvöld endurskoði undanþágur í grunnskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband