1. Maí - Baráttan um fullveldi og auðlindir

Gleðilegan baráttudag.

„Sterk sér­hags­muna­öfl hér á landi ásæl­ast ork­una, landið, vatnið, vind­inn, jarðvarmann.

Við eig­um eft­ir að sjá harðnandi átök um þess­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar í ná­inni framtíð og mik­il­vægt er að verka­lýðshreyf­ing­in og önn­ur sam­tök um al­manna­heill haldi vöku sinni og standi sam­an í þeirri bar­áttu,“ 

Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambands sendi hvassyrt ávarp í tilefni baráttudagsins

Orðum fylgir krafa um athafnir

Stöðvum orkupakka ESB og markaðsvæðingu almannaþjónustu og einkvæðingu náttúruauðlinda landsins.  

Segjum okkur frá EES samningmum, ofríki ESA dómstólsins,.  Hættum gælum við inngöngu í ESB: Innleiðum ekki kröfur og regluverk ESB á færibandi

  Stöndum með almenningi.

Þetta er  í raun inntak ræðu verkalýðsforingjans.

Undir þetta er svo sannarlega hægt að taka.

En þá er að fylgja orðum sínum eftir á Alþingi

Stöðva bókun 35 um framsal á dómsvaldi til EES/ESB

Innleiðum ekki kröfur EES/ESB hugsunarlaust á færibandi.   Höfnum orkupökkum ESB sem krefjast uppstokkun á Landsvirkjun og fullkominni markaðsvæðingu raforkuframleiðslu, dreifingu og sölu, Orkan er grunnur almannþjónustu landsins.

Stöndum í lappirnar og verjum okkar fólk og lífskjör - Fullveldi þjóðarinnar

Ég treysti forseta Alþýðusambands Íslands til þess að fylgja orðum sínum eftir.

Fátt fannst mér ómerkilegra á Alþingi en þegar þingmenn sögðu eitt á torgum og úti meðal almennings og svo allt annað inni á þingi.:

"„Sterk sér­hags­muna­öfl hér á landi ásæl­ast ork­una, landið, vatnið, vind­inn, jarðvarmann.

Við eig­um eft­ir að sjá harðnandi átök um þess­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar í ná­inni framtíð og mik­il­vægt er að verka­lýðshreyf­ing­in og önn­ur sam­tök um al­manna­heill haldi vöku sinni og standi sam­an í þeirri bar­áttu,“ skrif­ar hann." Sagði Finnbjörn Hermannsson 

Ég er honum sammmála.  Og hvet fólk, þingmenn og ríkisstjórn  til þes að lesa þetta snarpa ákall forseta Alþýðusambansins.

Þá er að standa með stórum orðum og beita aflinu fyrir fullveldi þjóðarinnar

 


mbl.is „Gigg-hagkerfð“ atlaga að siðuðu samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESA dómstóll EES/ESB ræðst á Landsvirkjun

Orkupakkar ESB hafa strax áhrif.
Markmið þeirra er að rústa Landsvirkjun og skipa stjórnvöldum að skipta henni upp í einingar sem yrðu síðan seldar einkaaðilum.
ESA dómstóll EES/ESB ræðst nú Landsvirkjun og kallar þessa þjóðareign einokunarfyritæki sem þurfi að skipta upp.
Kemur ekki á óvart að það eru "innlendir" aðilar sem kæra og kalla sig samkeppnisaðila  á raforkumarkaði.
 
Það er kominn tími á að segja sig frá þessum ofríkisdómstóli sem ESA er. 

"Landsvirkjun segir rannsókn ESA koma á óvart( ruv)

Landsvirkjun telur að rannsókn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, á því hvort Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.)

Erla María Markúsdóttir

30. apríl 2025 kl. 14:22, uppfært kl. 16:01

Nóg komið af dómsvaldi EES/ESB

"Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins !

EFTA dómstóllinn hefur kveðið upp dóm þar sem staðfest er að Ísland hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt 7. grein EES samningsins.

Í dómn­um seg­ir að Ísland hafi ekki gert nauðsyn­leg­ar ráðstaf­an­ir til að gera lög­gern­ing­inn að hluta af lands­rétti sín­um, eins og skylt er sam­kvæmt 7. grein EES samn­ings­ins".

Það kemur ekki fram í fréttinni hvað sektin er  há en hinsvegar á Ísland að greiða málskostnað fyrir dómnum

"Bókun 35" um framsal dómsvalds til EES/ESB

Nú liggur fyrir alþingi frumvarp um að Ísland innleiði kröfu EES/ESB um að þegar lög og reglur EES stangist á við Íslensk lög og regluverk  skulu EES/ESB  lög og reglur ráða.

Þessu ákvæði var hafnað 1991 af Alþingi  þegar EES samningurinn var saþykktur með naumasta meirihluta.

Með þessu ákv´æði sem felst í bókun 35 hefði  samningurinn aldrei verið samþykktur.

Nú á að lauma Íslandi inn bakdyramegin undir þessi lagákvæði EES/ESB

Þegar tekist var á um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands fyrr á öldum var Jón Loftsson höfðingi Oddaverja til varna: r

" Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu"

Frægasta dæmið í Íslandssögunni um þetta, eru orð Jóns Loftssonar, Oddaverja sem mestur var höfðingi á landi hér í sinni tíð þegar hann sagði þegar biskup krafðist ættaróðals hans á grundvelli kirkjulaga:

"Heyra má ég erkibiskups boðsskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég, að hann vilji betur eða viti, en mínir foreldrar Sæmundur hinn fróði og synir hans." Biskup hótaði þá að bannfæra Jón, en hann lét sig ekki og biskup þurfti frá að hverfa og var það hin mesta sneypuför".

Nóg komið af dómum frá EES/ESB yfir Íslendingum

Nú þyrftum við að eiga slíka menn á Alþingi Íslendinga sem hefðu burði til þess að hafna dómayfirgangi EES/ESB

 

 


mbl.is Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að forðast tollastríð við USA

Forseti Bandaríkjanna hefur gefið út nýja tollskrá fyrir innflutning frá öðrum löndum.

Ísland var ekki nefnt í upptalningunni en búist við að 10% tollur verði upphafs krafa.

Norðmenn lenda í 15% tolli og ESB í 20% tolli.

Tvihliða samninga

Fróðlegt er að sjá fyrstu viðbrögð Norðmanna.

-Forðast samflot eða lenda viðskiftastríði og gagnaðgerðum ESB 

Bjóða USA samninga, gagnkvæma tvíhliða samninga á forsendum beggja ríkjanna.

Aðalhagfræðingur (NHO - Næringslivets Hovedorganisasjon) 

 Öystein Dörum skorar  á norsk stjórnvöld að standa vörð um norska hagsmuni og forðast tollastríð  sem hluti af ESB sem við erum ekki.

Sama hlýtur að verða hér á Íslandi. 

Vöruskipta jöfnuður okkar við Bandaríkin er þeim hagstæður og góður samningsgrunnur fyrir hendi

ESB- umsókn fjarri  

Draumar um Esb aðild eða gerast taglhnýtingar ESB í viðskiftastriði er afar óráðalegt.

Reyndar á að varpa öllu slíku út af borðinu og vinna sér inn trúverðugleika sem sjálfstætt ríki í samskiptum þjóða

Möguleikar okkar Íslendinga eru sterkastir að gera tvíhliða samninga við Bandaríkin á forsendum beggja sem og önnur ríki.

Birti hér til fróðleiks viðtal í  Norska ríkisútvarpinu við  hagfræðing Samtaka Norska atvinnulífs 

Þar leggur hann áherslu á að Noregur haldi sig frá hugsanlegum viðbrögðum ESB og gagnaðgerðum . 

Hugsi um sinn eigin hag. 

2. april 2025 kl. 23:11

"NHO: – Viktig at norske myndigheter forhandler

– Med 10 prosent mot alle land og vesentlig mer mot en del andre land og 15 prosent mot Norge, er dette å oppfatte som et forhandlingsutspill, sier NHOs sjeføkonom Øystein Dørum i NHO til NRK.

Han mener det nå er ekstremt viktig at norske myndigheter gjør det de kan for å se om man kan komme amerikanerne i møte, for å få forhandlet andre løsninger enn det som Trump presenterte fra Rosehagen i Det hvite hus onsdag kveld (norsk tid).

– Det er også ekstremt viktig at gjengjeldelsestiltak som EU kan finne på, ikke treffer Norge. (lbr.jb)

Vi må sette vår lit til norske myndigheter, og også dialogen vi har med andre aktører, sier Dørum"...

Semjum á okkar forsendum

Tími tvíhliða samninga milli ríkja virðist runnin upp.

Eins gott að stíga varlega til jarðar í framsali á fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinar

Yfirþjóðlegar samsteypur og valdaframnsal eins og í gegnum  EES/ESB gæti verið á enda runnar. 

 

 


Munu dómarar hjá ESB ákveða hver má bjóða fram á Íslandi

Nú þegar dómari í Frakklandi hefur dæmt Le Pen einn öflugasta stjórnmálamann Frakklands frá að mega bjóða sig fram sem forseta rifjast upp fyrirsögn frá 2017

" Marine LePen, forsetaframbjóðandi Front National í Frakklandi, hefur heitið því að berjast fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu ef það afsalar ekki stjórn á landamærunum, löggjöf og peningamálum til Frakka"

Hvað sem ýmsum finnst um pólitískar áherslur og stefnumál flokksins  kom fram að Le Pen hafði á engan hátt hagnast persónulega eða brotið af sér sem einstaklingur.

En peningar frá ESB voru ekki nýttir fyrir flokk hennar á "réttan hátt".

Mér var nú hugsað til allra "brúnu umslaganna" frá áróðursdeild ESB í kringum umsókn Íslands 2009. 

 Í Frakklandi "Vöggu lýðræðis" !

„Þarna er stjórnmálamaður sem er búinn að vera að sækja í sig veðrið og auka fylgi gríðarlega.

Þjóðfylkingin er orðin með stærstu flokkunum í Frakklandi. Og hún hefur tilkynnt það að hún ætli að bjóða sig fram til forseta í Frakklandi árið 2027.

En þessi sakfelling þýðir auðvitað það að Marine Le Pen er ekki heimilt lengur að bjóða sig fram til forseta.“ segir frosti  Logason á Ejunni í dag,

Þrískipting valds og ábyrgðar í lýðræðisríki 

Það að dómari geti brotist svona inn í löggafarsvið lýðræðisins er óhugnalegt. 

Þrískipting valds og ábyrgðar eru hornsteinar í lýðræðisþjóðfélagi. 

"Bókun 35" um framsal á valdi til dómstóla EES/ ESB er til umfjöllunar á alþingi.

Þar er einmitt verið að krefjast þess að Ísland innleiði tilskipun sem gefi EES/ ESB löggjöf og reglur forgang ef þær greinir á við íslensk lög.

Framsal á fullveldi og sjálfsákvörðunar rétti Íslands er þar í húfi.

Og það " merkilega" er að til eru jafnvel íslenskir "dómarar" og "lögspekingar" sem  nánast krefjast þess að Alþingi setji "bókun 35" inn í íslensk lög.

Dómaraklúbbur EES/ ESB lætur ekki að sér hæða í þeim efnum

Gætum að okkar fullveldi og lýðræði

 


mbl.is Le Pen setur Evrópusambandinu afarkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Á­varpaði mennta­fólk á leið­toga­fundi" !

Gott er til þess að vita að venjulegt alþýðufólk sem barist hefur áfram gegnum súrt og sætt geti orðið menntamála ráðherra. Einstaklingar sem hafa öðlast menntun, styrk og fjölbreytta reynslu hins daglega lífs sem ber þá til æðstu trúnaðarstarfa

Ég þekki ekki persónulega nýjan  menntamálaráðherra Guðmund Inga Kristinsson enda skiptir það ekki neinu. 

Mér finnst á sporum hans, ferli og orðum við kalli til ráðherra  að þar fari heiðarlegur maður sem vinni samkvæmt samvisku sinni, reynslu, virðingu og hug í auðmýkt.

Einn forvera hans, Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði hélt sínar tölur á íslensku  og veitti ekki vín í veislum eða boðum ráðuneytisins.

Vilhjálmur var virtur heimsmaður sem og hvarvetna meðal landsmanna sinna.

Hlýr og beinn.

En vissulega ekki að berjast fyrir brennivíni í matvörubúðir

Með fullri virðingu fyrir hverskonar menntun, "akademiskri" "verklegri", áunnið sér til munns, handa, fóta, til orðs og æðis.  

Þá felst í hugtakinu "Menntun" að "verða að manni" í víðtækum skilningi og án alls hroka.

Ég hrökk við að sjá fyrirsögn eins og var á visir.is nýlega einmitt þar sem dagsgamall ráðherra flutti ræðu, ávarp;

"Guð­mundur Ingi á­varpaði "mennta­fólk" á "leið­toga­fundi" (leturbr. jb  (Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2025 10:47) 

Árnaðaróskir til nýs ráðherra
Ja hérna.
Fyrir mér er varla hægt að ganga lengra í hroka í þrem orðum þótt valalaust hafi þetta verið fyrirsögn ráðstefnunnar og blaðamaður í einfeldni haft eftir.
Ég óska Guðmundi Inga Kristinssyni farsældar í ráðherraembætti sem hann í viðtali virðist taka við í auðmýkt en ákveðinn með sjálfstraust og hrokalaust við óvenjulegar aðstæður.
 

mbl.is Guðmundur um ræðuna: „Fall er fararheill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra og þjóðaröryggisráð grípi málið

Nú þarf matvælaráðherra að stíga öflugt inn í málið og sýna að hún er Ráðherra,
Innlendri kornmölun lokað?
 
Síðasta hveitikornið malað á Íslandi:
„Fæðuöryggi þjóðarinnar minnkar“
Lokað á innlenda kornframleiðslu
 
Gengið aldir aftur í tímann
 
Hvað með Þjóðaröryggisráð hefur það fundað
- Hérna væri verkefni fyrir Ráðið að taka á.
Ef við missum kornmölunina úr landi er nánast verið að loka á innlenda kornframleiðslu og skera niður fæðuöryggi þjóðarinnar.
Það gengur þvert gegn stefnu íslenskra stjórnavalda í orði og því sem aðrar þjóðir gera nú.
Að ekki sé minnst á loftslags umræðurnar . 

Síðasta hveitikornið malað á Íslandi: „Fæðuöryggi þjóðarinnar minnkar“

Einu hveitimyllu landsins verður lokað um mánaðamótin. Faxaflóahafnir hafa sagt upp leigusamningi við Kornax.

María Sigrún Hilmarsdóttir

20. mars 2025 kl. 19:01

Kornax hefur malað og pakkað hveiti í Korngörðum við Sundahöfn í tæp 40 ár eða frá árinu 1987. Andri Freyr Þórisson er verksmiðjustjóri Kornax. Hann segir að nú hafi Faxaflóahafnir sagt upp leigusamningi við fyrirtækið.

Andri Freyr Þórisson, verksmiðjustjóri Kornax.RÚV / Ragnar Visage

Andri Freyr Þórisson er verksmiðjustjóri Kornax sem er hluti af Líflandi ehf. þar sem hann er forstjóri.

Þau vilja rífa húsnæðið og endurskipuleggja reitinn. Við þurfum að fara héðan. En þetta er eina hveitimyllan á Íslandi. Svo að nú erum við að ræsa hana í síðasta sinn. Hún er búin að sjá Íslendingum fyrir hveiti í alla þessa áratugi og bara ef maður hugsar út í matvælaöryggi og svoleiðis þá er náttúrulega mikilvægt að hafa svona starfsemi á landinu.

Reykjavíkurflugvöllur - Nýr meirihluti - Hvað svo

 Verður nýr meirihluti myndaður um grenitréin, steinkumbaldana í Öskjuhlið og Græna gímaldið í Mjóddinni.

Grenitrjáafarsinn í Öskjuhlíðinni er klár móðgun við landsbyggðina og reyndar landsmenn alla,.

Biðji landsmenn afsökunar

Að mínu mati ætti borgarstjórn Reykjavíkur öll með tölu og fyrrum borgarstjórar að biðjast afsökunar á framferði sínu gagnvart Reykjavíkurflugvelli á síðustu árum og áratugum.

Samgönguráðherrar sem hafa stutt við þessa hatursferð gegn flugvellinum með girðingum og lóðaframsali ættu  einnig að biðjast afsökunnar

Landspitalinn - Flugvöllurinn

Sú ákvörðun að byggja þjóðarsjúkrahúsið  á þeim stað sem nú er var einmitt tekin með tilliti til nálægðar við flugvöllinn. 

Olíutankarnir í Örfirisey - byggingasvæði fyrir 15 þús manns?

Það er nóg annað byggingaland til - bara með góðri tengingu við Kjalarnesið t.d. með Sundabraut.

Tala nú ekki um olíutankana í Örfirisey sem ættu löngu að vera farnir í stað þess að keyra eldsneyti í gegnum  götur Reykjavíkur endilangar

Skipulags slys eða hrein meinfýsni

Makalaust að enn skuli þrefað um nokkur grenitré í Öskjuhlíðinni sem plantað var í grandaleysi fyrir áratugum síðan í þeirri von að þau myndu aldrei vaxa borgarbúum yfir höfuð né heldur  stofna flugöryggi í hættu.

 Stóru nýju blokkunum í Öskjuhlíðinni virðist einmitt hafa verið valinn staður þar til þess að hrekja flugvöllinn burt

Hugarfarið sem birtist hjá einum varborgarfulltrúanum um

" helvítis flugvöllin" spáir ekki góðu frá nýjum meirihluta borgarstjórnar.

Stundum þarf að tala skýrt

Ég minnist þess að erfitt reyndist að fá  ályktað með flugvellinum á landsfundum Vg hér áður því það væru svo miklir hagsmunir í húfi að selja lóðir.

Vorum við samt mörg býsna harðdræg félagar af landsbyggðinni

Mannslíf eða samgöngur við landsbyggðina virtust þar aukatriði

Flugvallarvinir- landsmenn allir  

Það verður vonandi að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg láti af hatri á Flugvellinum  og styðji við að endurheimta flugöryggið og þjónustustigið fyrir landsmenn alla

 


mbl.is Ein flugbraut eftir á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Helvítis flugvöllurinn" Orðbragð ekki til sóma

Það er með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, Reykjavík hafa árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll.

  Nú þegar tekin er upp vörn fyrir flugvöllinn fá landsmenn kaldar kveðjur:

„Þetta snýst ekki um ein­hvern hel­vítis flug­völl“ 

Er haft eftir áhrifamanni í borgarstjórn við visi.is

Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Rekjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg

 Byggt fyrir alla glugga í Öskjuhlíðinni

Ekki aðeins hafa þau staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis.

Selt nýju steinkumbaldana  með útsýni út á Skerjafjörðin og vesturum  sem mánuði síðar er búið að byggja fyrir  með nýjum kumbalda sem aftur er selt með útsýni osfrv.

 Og svo er deilt um nokkur tré  sem skyggja á aðkomu flugvéla !

Rökin fyrir nýjum Landspitala var flugvöllurinn

Rökin fyrir að troða nýjum Landspitala ofan í kvos  þar sem ekkert framtíðarpláss er, var  hann skyldi byggjast  sem næst flugvellinum.

Vatnsmýrin sem eru hin  "náttúrulegu lungu" votlendis Reykjavíkur skulu fyllt upp af húsum, mannvirkjum og fyllingum

Votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla og stolt  "grænnar" Reykjavíkur  er fyllt um af grjóti og steypuklummpum

 Já og svo er það " helvítis flugvöllurinn" sem sprengir  borgarstjórn  eins og einn áhrifamaður í borgarstjórn til áratuga "hreytir" út úr sér við landsmenn.

Þversagnirnar æpa. 

Hver ætlar að borga fyrir alla skiupulagsvinnu undanfarinna ára  við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring?.

Kannski hefur "Grindavíkurnefndin" sagt álit sitt á nýjum  flugvelli Hvassahrauni,

„Þetta snýst ekki um "ein­hvern hel­vítis flug­völl 

er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. 

Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir.

https://www.visir.is/.../-thetta-snyst-ekki-um-einhvern...


Stjórnarskráin

ESB umsóknin 2009 fór gegn stjórnarskrá Íslands

Í Lýðveldisstjórnarskránni frá 1944, 16 grein er kveðið skýrt á um að

 "lög og mikilvægar  stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði".

Það var ekki gert við ESB umsóknina.  Skilyrðislaus umsókn að ESB hlýtur að vera meiri háttar stjórnarráðstöfun.

Forseti Íslands gerði athugasemd á ríkisráðsfundi

 Á Ríkisráðsfundi á Bessastöðum í lok árs 2009 gerði forsetinn utan dagskrár athugasemd við stjórnsýslu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvað ESB umsóknina varðaði og benti á umrætt ákvæði.

Þetta hefðu þeir ráðherrar sem studdu umsóknina átt að vita

 Ég var í ríkisstjórn á þeim tíma þegar hin umdeilda beiðni um inngöngu í Evrópusambandið var samþykkt á Alþingi 16. júní 2009 með margskonar fyrirvörum til ráðherra.

´Ég greiddi atkvæði gegn umsókninni eins kunnugt er.

Umsóknin var reyndar aldrei borin upp í ríkisstjórn

Alþingi skilyrti vinnunna við umsóknina 

Umsóknin var á sínum tíma og er enn skilyrt af hálfu Alþingis gagnvart ráðherrum viðkomandi málaflokka og samninganefndin var bundin af. 

Evrópusambandið tekur hinsvegar ekki við skilyrtri umsókn og lýsti því strax að Ísland yrði að yfirtaka öll lög og reglur Evrópusambandsins og játast undir endanlegt  vald framkvæmdastjórnar ESB í einu og öllu.

Þversögn stjórnvalda

Í því er fólgin ósamrýmanleg þversögn, sem þeir er báru ábyrgð á umsókninni neituðu að horfast í augu við. 

 Nú er fullljóst að ekki er hægt að halda áfram með umsóknina og inngönguferlið nema falla frá þeim skilyrðum sem Alþingi setti framkvæmdavaldinu á sínum tíma.

Erfitt er ennfremur  að sjá hvernig hægt er að halda áfram með 16 ára gamla umsókn  sem í upphafi var talin geta verið stjórnarskrárbrot.

Fullveldið er ekki útsöluvara

Það er fullljóst að  fara verður yfir þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009 og breytingar sem hafa orðið á lögum og reglum beggja aðila í breyttu umhverfi áður en hægt er að taka þráðinn upp að nýju eins og utanríkisráðherra hefur lýst yfir.

Þá þarf að endurskoða stjórnsýslulegt lögmæti  ESB- umsóknarinnar frá 2009

 

 

(S


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband