Evrópusambandið kúgar Íslendinga.- Geir gefst upp.- 640 milljarðar falla á þjóðina.

  Ríkisstjórnin hefur gefist upp fyrir kúgun og afarkostum Evrópusambandsins. Geir og Ingibjörg hafa bognað fyrir kröfum „Brussel veldisins“ og samþykkt að taka á þjóðina 640 milljarða króna  skuldbindingar „óráðsíumannanna“  sem þeir stofnuðu til í Evrópu í svo nefndum Icesave reikningum  eða um 2 milljónir á hvert mannsbarn á Íslandi. Þetta kemur fram á mbl.is. í dag.  Samkvæmt Viðskiptablaðinu í dag samþykkti þingflokkur Samfylkingarinnar sl. miðvikudag að taka á þjóðina  ábyrgðina af greiðslu Icesave reikninganna.

  Þá eru ótalin öll þau erlendu lán sem eru í farvatninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum  og fleirum  sem nema samtals að minnstakosti  tvöföldun þeirra upphæðar sem  Icesave reikningarnir eru. 

Margir segja að þetta séu verri og harðari  skilmálar sem Íslendingar verði að taka á sig en Þjóðverjar  urðu að gera  eftir fyrri heimstyrjöldina.

Í gær hafði Geir Haarde forsætisráðherra þetta að segja á Stöð tvö  þegar hann var spurður um hvort samningur og skilmálar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins væri háðir lausn Icesave deilunni:

„ Ég hef sagt það við alla menn, hér eru tvö aðskilin mál á ferðinni og við sættum okkur ekki við að þeim verði blandað saman og við munum ekki láta kúga okkur til þess“.

Skjótt skipast veður í lofti og nú hefur Geir gefist upp,  eða var hann allan tímann að leyna sannleikanum. Hvers vegna eru skilmálar IMF ekki birtir?

Búast má svo við að sömu stjórnmálamenn,  Geir Haarde og Ingibjörg  Sólrún krjúpi hlið við hlið  að fótum kúgarans  í Brussel og grátbiðji um inngöngu í Evrópusambandið.  

Tæplega aldargömlu fullveldi  Íslands verði þar með lokið.

Geir og Ingibjörg munu svo ætla sér að sitja áfram eins og Gissur jarl eftir Gamla sáttmála  1262  eða Henrik Bjelke  eftir  Kópavogssamningin 1662 eða Trampe  greifi  eftir þjóðfundinn 1851.

Sjálfstæðishetjur 19. og 20. aldarinnar sem lögðu líf sitt, hugsjónir  og þrek  að veði í þágu sjálfstæðis baráttu þjóðarinnar  munu snúa sér við í gröfinni yfir þeim gunguskap  ríkisstjórnar Íslands sem  nú ætlar marflöt að beygja sig undir þrælapísk  kúgaranna í ESB.

Hvenær mun þjóðin rísa upp og segja „ Vér mótmælum allir“ . Ekki munu  ríkisstjórnarflokkarnir gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband