Íbúðalánasjóður áfram í spennitreyju einkavæðingar?

Árni Mathiesen fjármálaráðherra neitar að draga til baka kæru bankanna á hendur Íbúðalánasjóði  til  Eftirlitsstofnunar EFTA ( ESA) en íslenska ríkið er nú einn eigandi bankanna sem hófu kæruferlið gegn sjóðnum fyrir nokkrum misserum síðan. Má því segja að ríkið sé þar með að reka mál gegn sjálfu sér sem eiganda  bæði bankanna og Íbúðalánasjóðs 

 Í  stað þess að gefa út þá pólitísku yfirlýsingu að málinu sé lokið og kæran afturkölluð, vill ráðherrann láta kærumálið gegn Íbúðalánasjóði  ganga til enda fyrir ESA – dómstólnum.

Þetta koma fram í svari ráðherra við fyrirspurn minni  á Alþingi í dag um framtíðarstöðu  Íbúðalánasjóðs.

Ég lagði einmitt áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um hlutverk  Íbúðalánasjóðs sem er gríðarmikið á þessum tímum.  Því beri stjórnvöldum að slá skjaldborg um stjórnsýslustöðu  hans og láta hana ekki vera í óvissu.

En því miður situr ríkisstjórnin föst við sinn keip og vill  halda öllum dyrum opnum varðandi framtíð sjóðsins og  því standi kæran  á hann áfram óbreytt.

Árni  Mathiesen las í svari sínu upp  úr hinum og þessum reglugerðum Evrópusambandsins sem hann  taldi sig þurfa að fara eftir  varðandi stöðu og hlutverk Íbúðalánsjóðs og því vildi hann að dómstóllinn lyki málinu sem bakarnir höfðuðu.

Ráðherra vill getað afsakað pólitík áframhaldandi einkavæðingar með vísan í Brussel í stað sjálfs sín.

Margur veltir þá fyrir sér hvort nýafstaðin  ríkisvæðing bankanna sé samkvæmt lögum og reglum ESA úr því ráðherrann telur sér svo skylt að fara eftir þeim lögum í einu og öllu.

Þá mátti ráða af svörum  Árna Mathiesen  og Jóhönnu  Sigurðardóttur  félagsmálráðherra  að áform um breytt rekstraform Íbúðalánasjóðs (hlutafélagavæðingu og markaðsvæðingu) hafi ekki verið lögð endanlega á hilluna þó svo hægt hafi verið á þeim ferli í bili.

Auðvitað á ríkisstjórnin að  afturkalla þegar í stað  kæruna gegn Íbúðalánasjóði. Það er þá mál  ESA dómstólsins sjálfs hvort hann vill taka málið upp að nýju.

Reyndar hygg ég að dómstóllinn hafa öðrum hnöppum að hneppa heldur en að ganga erinda íslenskra stjórnvalda um að meta þörfina fyrir einkavæðingu  Íbúðalánasjóðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband