Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni!

Vilji landsmanna er skýr. Höfuð innanlandsflugvöllur landsmanna skal vera í Vatnsmýrinni.
Nýjasta skoðanakönnun Gallups sýnir að um 70% allra landsmanna eru þeirrar skoðunar. 71 % kjósenda Vinstri Grænna vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
64 % Reykvíkinga eru þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að vera þar sem hann er.
Spurt var áður en efnahagskreppan skall á með fullum þunga  en nú hljóta allir að sjá það enn betur, að þjóðin hefur engin efni á að leika sér svo með fjármuni að byggja nýjan flugvöll í en kasta honum sem nú er í Vatnsmýrinni.
Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins sem nú fer með völd í borginni og oddviti hans, Hanna Birna Kristjánsdóttir vinnur nú samkvæmt tillögu að skipulagi í Vatnsmýrinni sem  gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki.
Meirihlutinn Sjálfstæðisflokksins hlýtur nú að endurskoða þá afstöðu sína og tryggja þess í stað  flugvellinum nægilegt rými í Vatnsmýrinni til framtíðar.
Sú er skýr krafa þjóðarinnar´:
  • "64% Reykvíkinga vilja flug ykvíkinga er þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Reykvíkinga við núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aukist um 18 prósentustig síðan í maí 2005. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann í september og byrjun október fyrir Flugstoðir ohf.

Að mati 68% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur á ekki að færa flugvöllinn og 78% íbúa annarra sveitarfélaga landsins eru sömu skoðunar.

Samkvæmt könnuninni telur helmingur kjósenda Samfylkingar rétt að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram þar sem hann er. Mun meira fylgi er við núverandi staðsetningu flugvallarins hjá kjósendum annarra flokka. Þannig telja 92% kjósenda Framsóknarflokksins að völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni, 75% kjósenda Sjálfstæðisflokks og 71% kjósenda Vinstri grænna."

Innlent | mbl.is | 10.11.2008

"VG í Skagafirði mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur að reka innanlandsflugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni.

 Nýr meirihluti í borginni, sem stofnaður var fyrir atbeina Geirs Haarde og Guðna Ágústssonar, gengur nú þvert á vilja landsbyggðarinnar og ætlar að gera það sitt fyrsta verk að sparka flugvellinum úr höfuðborginni. Þetta er gert án þess að fyrir liggi skýr áætlun um nýja staðsetningu flugvallar sem henti landsmönnum til ferða innanlands. Þá er það einkar dapurlegt að byggingu samgöngumiðstöðvar skuli slegið á frest um ófyrirséðan tíma, einmitt nú þegar uppbyggingar er þörf. 

Innanlandsflugvöllurinn í Vatnsmýrinni gegnir lykilhlutverki í samskiptum landsbyggðar og höfuðborgar. Hann gegnir einnig lykilhlutverki fyrir öryggi og sjúkraflug í landinu. Staðsetning flugvallarins hefur ítrekað sannað gildi sitt í þessum efnum og það er spurning hvort ekki þurfi að endurskoða uppbyggingu bráðaþjónustu Landspítalans ef þessi áform meirihlutans í Reykjavík ná fram að ganga. 

Félag VG í Skagafirði krefst þess að sjónarmið og þarfir landsmanna allra séu höfð að leiðarljósi þegar framtíð flugvallarins er annars vegar, og hvetur Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til að endurskoða þennan brottrekstur innanlandsflugs úr borginni nú þegar."

 Fréttatikynning frá Félagi Vinstri grænna í Skagafirði      25. ágúst 2008 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband