" Gerđist bara óvart" !

  Veruleikafirring Geirs Haarde forsćtisráđherra og formanns Sjálfstćđisflokksins  er međ ólíkindum.  Hann hélt ţví fram í Kastljósi í gćrkveldi ađ hinar manngerđu efnahagshamfarir sem nú ganga yfir  ţjóđina séu  allar öđrum ađ kenna.  Ađ ţćr hefđu ekkert ađ gera međ einkavćđingu og  taumlausa markađshyggju í stjórnartíđ Sjálfstćđisflokksins sem ráđiđ hefur ríkjum hér á landi sl. 17 ár.

Ţađ er mikill veikleiki hjá forsćtisráđherra  sem gengt hefur lykilstöđu í forystu flokks sín í ríkisstjórn  í nćrri tvo áratugi samfellt, m.a. veriđ fjármálaráđherra og utanríkisráđherra   ađ bera ţađ á borđ fyrir ţjóđina ađ ţessar hörmungar  hafi gerst „ bara óvart“.

  Hinsvegar  komu ekki á óvart ţćr hörđu kröfur Alţjóđagjaldeyrissjóđsins ađ heimta  yfir ţúsund milljarđa skuldbindingar á íslensku ţjóđina  sem henni er ómögulegt ađ standa undir. Ţar mega íslensk stjórnvöld ekki kikna ţótt hnjáliđamjúk séu.  Ţađ er Alţingi sem rćđur og ţjóđin hefur ţar  síđasta orđiđ.

"Bretar og Hollendingar eiga fulltrúa í stjórn Alţjóđagjaldeyrissjóđsins"  sagđi  forsćtisráđherra og gaf í skyn ađ sjóđurinn hugsađi  ekki hvađ síđur um ţá  en  Íslendinga í skulda uppgjörinu. Trúverđugleiki Alţjóđagjaldeyrisssjóđsins gagnvart Íslendingum er ţví  lítill sem enginn.

Hvernig gat ţetta fariđ svona er von ađ sé spurt?.

Kötturinn sagđi ekki ég! .......                                                                                         Međan stjórnvöld finna enga sök  hjá sér, međan  Fjármálaeftirlit, Samkeppniseftirlit, Kauphöll eđa Seđlabanki  finna enga sök hjá sér ţá  ţurfa  afleiđingar "veisluhaldanna"  ekki ađ koma á óvart.                                                                                       

 Ţví var mannsbragur ađ hjá Páli Magnússyni útvarpsstjóra í svarbréfi til Tryggva Gíslasonar  í  fjölmiđlum  í dag. Tryggva fannst of hart gengiđ ađ forsćtisráđherra í Kastljósi í gćr.  Páll viđurkennir  sök  og ábyrgđ fjölmiđla og gangrýnislausa  dýrkun á  framferđi „auđmanna“,  ofurlaunaliđsins  á undanförnum misserum.  Ţeir stjórnmálamenn sem ábyrgđina báru voru teknir međ silkihönskum í drottningarviđtöl,  strokiđ  um bakiđ eins og gćludýrum . Ţađ mátti engan styggja:

 Páll Magnússon segist í svarbréfi sínu til Tryggva hjartanlega ósammála sjónarmiđum hans. „Almennt tel ég ađ fremur megi gagnrýna íslenska fjölmiđla fyrir linkulega framgöngu viđ valdamenn – kjörna, skipađa og sjálfskipađa – en hiđ gagnstćđa. Kannski mćtti segja ađ hlutur fjölmiđla í hinni margumtöluđu og margţćttu ábyrgđ á núverandi ástandi felist einmitt í ţví, - skorti á ađgangshörku,“ segir Páll í bréfinu.                                                                                                            Vonandi eru hér bođ um breytta tíma og fjölmiđlar reyni ađ standa undir skyldum sínum sem  fjórđa valdiđ og sinni upplýsinga-, eftirlits-  og rannsóknaskyldum sínum af einurđ.                                                                                                       


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband