Er þetta satt ?

Ríkisstjórnin stakk undir stól í sumar skýrslu um fyrirsjáanlegt hrun bankanna

landsbankaskyrsla.jpg "Fulltrúar ríkisstjórnarinnar báðu fyrr á þessu ári tvo breska hagfræðinga hjá London School of Economics, höfunda skýrslu sem sýndi að íslenska bankakerfið stæðist ekki til lengdar, að gera skýrsluna ekki opinbera.

Stjórnarfulltrúunum þótti niðurstöður skýrslunnar of viðkvæmar og vildu ekki að þær hefðu áhrif á mörkuðum. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu í kvöld og ræddi við annan skýrsluhöfundanna, William Buiter. Ekki kom fram hverjir hefðu óskað eftir því að skýrslan yrði ekki birt.

Landsbankinn lét vinna skýrslunar og stóð fyrir málþingi um efni hennar hér á landi í sumar. Þar kom fram að kerfið gæti ekki staðist til lengdar. Annað hvort þyrfti að skipta um gjaldmiðil eða bankarnir að draga úr erlendum umsvifum því stærð þeirra stefndi hagkerfinu í hættu. Þær væru of stórir miðað við gjaldeyrisvaraforða Seðlabankann til þess að ríkisstjórnin gæti ábyrgst bankana.

Buiter sagði í samtali við fréttamann RÚV í London í dag, að hrun bankanna hafi því verið fyrirsjáanlegt og ekki vera í vafa um hvar ábyrgðin á því lægi. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og fjármálayfirvöld séu þeir þrír aðilar sem ættu að bera ábyrgð á þessu."

Eyjan.is   Innlent - þriðjudagur, 14. október, 2008 - 22:44


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband