Fyrir hverja eru " Samtök atvinnulífsins"

 Þau börðust fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku Evru og gera enn. Samtök atvinnulífsins tóku þátt í og  studdu bankabóluna og útrásina sem setti allt fjármálakerfi Íslands á hliðina 2008.

Aldrei hafa þau gert upp hlut sinn í þeim ósköpum eða beðist afsökunar. 

Samtök atvinnulífsins studdu Icesavesamningana af miklu afli.  Samtök atvinnulífsins lögðust gegn því að Evrópusambandsumsóknin væri stöðvuð og dregin til baka.

Umboðslausar ályktanir SA ?

Samtök atvinnulífsins og stjórn þess er reyndar ótrúlegur félagskapur. Sú spurning vaknar hvar þau fái umboð til stórpólitískra ályktana eða til leggjast gegn einstaka atvinnugreinum eins og landbúnaði og matvælavinnslu í landinu.

Meðmæli þegar SA er móti

Nú leggjast samtök atvinnulífsins af öllu afli með fundarhöldum, yfirlýsingum og þungum áróðri gegn nýgerðum búvörusamningi.

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn hagsmunum neytenda  um holla og góða matvöru, gegn hagsmunum matvælavinnslunnar í landinu og þeim fjölda starfa sem þar eru, gegn öryggi og hagsmunum bænda sem í landbúnaðinum starfa.

SA er á móti sam­þykkt bú­vöru­samninganna.

Það gætu verið meðmæli með búvörusamningunum ef Samtök atvinnulífisns leggst gegn þeim.  Af framantöldu er ljóst hverra hagsmuna þessi samtök ganga, enda fylgja þeim fast stórinnflytjendur, stjórnendur lífeyrissjóða sem eiga innflutninginn og smásöluna í matvöru í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband