Svissneska þingið afturkallar umsóknina að ESB

Svissneska þingið hefur samþykkt með 126 atkvæðum gegn 46 að draga formlega til baka umsókn sína um inngöngu í Evrópusambandsins sem verið hefur á ís síðan 1992. Umsókn Sviss hefur haft svipða stöðu og Íslands að vera sett ótímabundið á ís. Nú vilja Svisslendingar stíga skrefið til fulls og að þingið afturkalli umsóknina formlega. 

Spurning er nú hvort ríkisstjórn Íslands hefur kjark og þor til að fylgja í kjölfar Sviss og afturkalla umsókn Íslands að ESB  eins og lofað var fyrir síðustu kosningar.

( Mbl.is ESB-um­sókn Sviss verði dreg­in til baka )

"Sviss­neska þingið samþykkti í gær með 126 at­kvæðum gegn 46 að draga form­lega til baka um­sókn Sviss um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem verið hef­ur á ís frá því að sviss­nesk­ir kjós­end­ur höfnuðu aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 1992. Viðræður höfðu þá haf­ist um inn­göngu í sam­bandið en í kjöl­far þjóðar­at­kvæðis­ins ákváðu sviss­nesk stjórn­völd að hætta þeim og setja um­sókn­ina á ís þar sem hún hef­ur verið síðan." 

Nú hefur ríkisstjórn Íslands enga afsökun og á að leggja þegar í stað  fyrir Alþingi tillögu um afturköllun umsóknar Íslands að Evrópusambandinu og fylgja henni eftir eins og lofað var

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband