Hryðjuverkalögin og "vinir" utanríkisráðherra

Bretar settu hryðjuverkalög á íslensku þjóðina með stuðningi annarra ESB ríkja.

Íslendingar voru beittir einum grófustu þvingunum, sem nokkurt ríki í Evrópu hefur verið beitt frá stríðslokum.

Það ríkti hér í raun neyðarástand haustið 2008.

Hryðjuverkalögin hefðu ekki verið sett á Íslendinga nema með vitund Bandaríkjanna. 

Meira að segja Norðurlöndin fylgdu með í þessum aðgerðum gegn Íslendingum. Færeyingar voru þeir einu sem reyndust vinir í raun.

Refsiaðgerðir ESB vegna makrílveiða Íslendinga

ESB samþykkti sérstök lög til að geta beitt Íslendinga víðtækum refsiaðgerðum og viðskiftaþvingunum vegna makrílveiða okkar. Hótanir þeirra og framkoma gangvart Íslendingum voru ekkert vinarbragð eða spaug. 

Þær löglausu þvinganir voru hlutfallslega miklu harðari en ESB hefur beitt nokkurt í land í Evrópu nema þá Færeyinga. En skipum þeirra var meinað að leggjast að bryggju í Danmörku að skipan ESB.

 Kyssir vöndinn

Þegar nú ríkisstjórnin kyssir á vöndinn og ver aðgerðir sínar og undirlægjughátt við ESB getur manni orðið óglatt:

"Að rjúfa sam­stöðu vest­rænna ríkja teld­ist meiri­hátt­ar frá­vik frá ut­an­rík­is­stefnu Íslands og væri ábyrgðar­hluti sem kallaði, í besta falli, á gagn­rýn­ar spurn­ing­ar vinaþjóða um veg­ferð ís­lenskra stjórn­valda í alþjóðasam­skipt­um. Þá myndi orðspor Íslands sem traust banda­lags­ríki bíða hnekki". Myndi skaða orðspor Íslands segir ráðherra í viðtali.

Kúvending í utanríkismálum

 Þótt unnið sé fjárhagslegt skemmdarstarf fyrir íslenskt þjóðarbú og langtíma viðskiftahagsmuni er blind uppáskrift á refsiaðgerðir ESB slíkt framsal á fullveldi miklu alvarlegra og á sér ekki hliðstæðu í lýðveldissögu Íslands.

Ísland sem sjálfstæð og friðelskandi þjóð

 Við sem vopnlaus og friðelskandi þjóð komum okkar skilaboðum og sjónarmiðum á framfæri við aðrar þjóðir og á alþjóðavettvangi með orðræðu og skoðanaskiptum en ekki valdbeitingum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband