Snýst um sjálfstæða utanríkisstefnu Íslands

Að skrifa í blindni undir refsiaðgerðir Evrópusambandsins á hendur öðru ríki er alvarlegt fullveldisframsal. Viðskiptaþvinganir eða aðrar slíkar meiriháttar refsiaðgerðir eru einskonar stríðsyfirlýsing.

Það að Ísland er herlaust þýðir að landið getur ekki gengið lengra. Næsta stig deilunnar væri að senda her eða hernaðarráðgjafa eða vopn á vettvang. En Evrópusambandið stefnir að því að koma sér upp formlega eigin her.

Þótt svar Rússa um innflutningsbann á mörgum aðalútflutningsvörum okkar sé ósanngjarnt, harkalegt og alvarlegt fyrir íslenskan efnahag og atvinnulíf er fullveldisframsal utanríkisráðherra til Evrópusambandsins í slíkum stórmálum þjóðarinnar miklu alvarlegra mál.

 Ég er reyndar vissum um að slík blind uppáskrift á refisaðgerðir Evrópusambandsins gangvart öðrum ríkjum hefði aldrei verið samþykkt hljóðalaust í þeirri ríkisstjórn sem ég sat í. Börðust þó margir ráðherrar í þeirri stjórn fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

 Ég er líka jafn handviss um að hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kvittað í blindni upp á slíkar refsiaðgerðir Evrópusambandsins, hefði þáverandi stjórnarandstöðu þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eðlilega orðið bandvitlausir og ráðist á ríkisstjórnina fyrir undirlægjuhátt og að fórna íslensku fullveldi og miklum hagsmunum á altari Evrópusambandsins.

Einhverjir þeir sem þegja nú þunnu hljóði hefðu þá kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Og það áður en ríkisstjórn eða einstaka ráðherrar samþykktu aðild að einskonar stríðsyfirlýsingu gagnvart einu elsta viðskiftaríki íslenska lýðveldisins.  

Við getum komið athugasemdum og sjónarmiðum okkar á framfæri gagnvart öðrum ríkjum á okkar eigin forsendum á grundvelli sjálfstæðrar utanríkisstefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband