Utanríkisráðherra á hálu svelli ESB

Ákvörðun utanríkisráðherra að hlýða í blindni fyriskipun ESB í viðskiptaþvíngunum á Rússa lýsir dæmalausum undirlægjuhætti og skaðar fyrst og fremst sjálfstæða stöðu og hagsmuni Íslands innanlands sem á alþjóðavettvangi.

Það er annars pólitískt rannsóknarefni hvernig það gerist á nokkrum mánuðum að einstaklingar sem verða utanríkisráðherra umpólast og verða að einskonar umskiptingum í þjónkun sinni við ESB.  

„Ekki hægt að verðleggja fullveldi þjóða“

segir ráðherrann en beygir sig svo í duftið fyrir kröfum ESB.  Framkvæmdastjórn ESB  birtir reyndar stuðning Íslands við þvinganir ESB gegn Rússum í opinberum tilkynningum sínum áður en ráðherra hefur einu sinni kynnt þær fyrir eigin íslenskri ríkisstjórn.

Hvað segir Bjarni Benediktsson nú ?

"Viðskiptaþvinganirnar flutu óvart með og Ísland á ekki að vera sjálfkrafa aðili að utanríkisstefnu Evrópusambandsins" segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins við Morgunblaðið 20. ág. sl: Mbl.  Bjarni hafði efa­semd­ir frá upp­hafi )

"Menn voru einfaldlega í upphafi einhuga um að sú rödd þyrfti að heyrast frá Íslandi að við stæðum með bandalagsþjóðum okkur í afstöðunni gagnvart ástandinu í Úkraínu. Mér sýnist að það sem varðar viðskiptaþvinganirnar hafi flotið með í því samhengi.

Ég var hugsi yfir því hvort það væri sjálfsagt og eðlilegt að Ísland, sem ekki er aðili að Evrópusambandinu og þar af leiðandi ekki með í sameiginlegri utanríkisstefnu þess, tæki undir ályktanir, ákvarð- anir og aðgerðir Evrópusambandsins vegna þess að við höfum ekki á neinu stigi málsins átt neina að komu að þeim ákvörðunum.

Í því sambandi er ég fyrst og fremst að hugsa um að við rekum okkar eigin sjálfstæðu utanríkisstefnu".

ESB -aðildarsinnar kætast

Nú eru það ESB sinnarnir sem kætast sem aldrei fyrr yfir þjónkun ríkisstjórnarinnar við kröfur  ESB þótt þær komi harðast niður á Íslendingum sjálfum. Fyrir hörðustu Natósinnana er rétt að taka fram að það eru tilskipanir Evrópusambandsins sem verið er uppfylla en ekki Nató. 

Meðan ráðherra kemst upp með þjónkun sína gagnvart ESB er ríkisstjórnina öll ábyrg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband