Baðst ekki afsökunar á hryðjuverklögunum

David Camerun forsætisráðherra Breta fann ekki hvöt hjá sér til að biðja Íslendinga afsökunar á hryðjuverkalögunum sem sett voru á okkur haustið 2008.  Að stimpla land hryðjuverkaríki og beita það síðan aðgerðum á grundvelli þeirra var alþjóðlegur glæpur.

 Beiting hryðjuverkalaga er ein hrottalegasta framkoma sem nokkurt ríki getur beitt annað og segir kannski meir en margt annað um innræti þessa gamla nýlenduveldis gagnvart smáþjóð.

 -Bretar myndu t.d. aldrei hafa beitt hryðjuverkalögum á  Þjóðverja, Bandaríkjamenn eða Rússa þótt sumum gæti fundist ærin ástæða til þess._

Vissulega hafa samskipti landanna um margt verið mjög góð ártugum saman - í viðskiptum, á menningar og menntasviði ofl.

En við munum þorskastríðin

Hryðjuverkalög Breta voru studd af Evrópusambandinu, Norðurlöndum  að frátöldum Færeyingum, sem stóðu með okkur heilir.

Hryðjuverkalögin lokuðu í einum vettvangi á nánast öll samskipti Íslands við umheiminn. Námsmönnum og fjölda Íslendinga erlendis voru nánast allar bjargir bannaðar.

Skortur á lyfjum og fleirum lífsnauðsynlegum vörum lá fyrir dyrum.

  Íslenskur almenningur átti að axla ábyrgð á glæpum innlendra og erlendra fjárglæframanna, gölluðum lögum og regluverki Evrópusambandsins og græðgi Breta sjálfra í peninginga.

Cameron er fyrsti forseti Bretlands sem kemur til höfuðborgarinnar síðan Ísland var sjálfstætt og fullvalda ríki.

Það sýnir hroka og litla sál hjá forsætisráherra Bretlands, David Cameron að nýta ekki tækifærið og biðjast afsökunar á skýlausu broti á alþjóðalögum gagnvart lítilli smáþjóð. Hann hefði orðið maður að meiri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband